Fréttablaðið - 06.07.2011, Page 28

Fréttablaðið - 06.07.2011, Page 28
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR16 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvað erum við að tala um? Hvaðan kom þessi brúskur? Við erum búin að greina sýnin og þetta er það sem við óttuðumst. „Nætursamruni augnabrúna.“ Sem þýðir? Að þú verður með samvaxnar augabrúnir það sem eftir er. Og það er engin lækning til við þessu? Ég mæli með brennivíni, það kemst næst því að lækna! Hvað ertu að gera Palli? Teygja á hryggnum. Í alvöru? Að hanga á hvolfi vinnur gegn áhrifum þyngdaraflsins. Ég hlýt að geta rakað þetta... Smá skurð? Þær vaxa aftur saman yfir nótt. Ekki séns! Þetta gengur vel! Allt á áætlun! Hver vill fara að sofa? Við erum búin að borða, allir búnir að fara í bað og komnir í náttfötin! Paaabbbi, klukkan er bara sjö og sólin er enn á lofti. Nú. Ókei, hver vill borða kvöldmat aftur? LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. frá, 8. vefnaðarvara, 9. far- vegur, 11. umhverfis, 12. laust bit, 14. framvegis, 16. berist til, 17. þjálfa, 18. eyrir, 20. persónufornafn, 21. slabb. LÓÐRÉTT 1. þungi, 3. pot, 4. peningar, 5. óðagot, 7. fáskiptinn, 10. dorma, 13. frjó, 15. kvið, 16. hryggur, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. af, 8. tau, 9. rás, 11. um, 12. glefs, 14. áfram, 16. bt, 17. æfa, 18. aur, 20. ég, 21. krap. LÓÐRÉTT: 1. farg, 3. ot, 4. lausafé, 5. fum, 7. fálátur, 10. sef, 13. fræ, 15. maga, 16. bak, 19. ra. Hrói höttur og herramennirnir hans Bresku kaupkonunni Jenny Paton varð um þegar hún veitti eftirtekt manni sem gægðist inn um stofuglugga heimilis hennar í Dorset þar sem hún sat og púslaði með dætrum sínum. Hana fór að gruna að ekki væri allt með felldu nokkrum dögum síðar þegar ókunnugur bíll veitti henni eftirför er hún ók dætrunum í skólann. Það sem Jenny vissi ekki var að yfirvöld njósnuðu um hana í skjóli hryðjuverkalaga. Hver meintur glæpur Jennyar var hefði hún aldrei getað gert sér í hugarlund. EN að Íslandsströndum: Nýverið var nem- endum 10. bekkjar tilkynnt hvar þeir hefðu hlotið framhaldsskólavist. Gremju hefur gætt meðal nemenda, foreldra og skóla- stjórnenda í kjölfar þess að framhalds- skólum var meinað að hleypa inn nemend- um einungis eftir getu heldur skyldu þeir metnir eftir búsetu; 40% plássa skóla eru frátekin fyrir umsækjendur úr hverfinu. Góðar einkunnir eru því ekki lengur málið. Skólastjóri Verzlunar- skóla Íslands, Ingi Ólafsson, hefur greint frá því að hann hafi þurft að taka inn í skólann nemendur úr hverfinu með 6,9 í meðal- einkunn meðan nemendum með allt að 8,75 var vísað frá. HVERS vegna það er farið að þykja feimnismál að fólk komist áfram á verðleikum er óskiljan- legt. Er eðlilegt að hæfileika- ríkur nemandi úr Breiðholtinu komist ekki inn í MR en nemandi með lágar einkunnir úr 101 fljúgi sjálfkrafa inn? Vafalítið hefur ásetningur yfirvalda sem komu þessari stefnu á verið góður. Ófyrirséðar afleið- ingar hennar geta þó orðið geigvænlegar. GLÆPURINN sem Jenny Paton var gef- inn að sök var að ljúga til um heimilisfang sitt. En hvers vegna skyldi hún gera það? Í Bretlandi er grunn- og framhaldsskólastig- ið bundið hverfaskipulagi. Afleiðingarnar hafa reynst þær að slegist er um húsnæði kringum góða skóla sem er allt að 11% dýr- ara en meðalhúsnæðið. Það eru því helst efnaðir foreldrar sem hafa tök á að tryggja börnum sínum gott nám. Tekið hefur að bera á því að foreldrar sem ekki hafa efni á slíkum munaði ljúgi til um heimilisfang í skólaumsóknum barna sinna. Til að nappa „svikarana“ hafa hin ýmsu bæjaryfirvöld nýtt sér lagaheimildir um njósnir sem upp- haflega áttu að góma hryðjuverkamenn og dópsmyglara. HÆTTA er á sambærilegri þróun hér á landi; húsnæðisverð hækkar kringum góða skóla og góð menntun verður mun- aður ríkra. Í raun væri það verðugt athug- unarefni að skoða hvort íbúðar húsnæði kringum góða skóla sé ekki nú þegar hærra en annars staðar. Stjórnvöldum kann að þykja hæfni vondur mælikvarði við inngöngu í framhaldsskóla. Efnahags- legir yfirburðir eru þó enn verri. Góð einkunn ekki málið Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.