Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.07.2011, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 06.07.2011, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 2011 19 Hróarskelduhátíðin fór fram um helgina, en þessi danska tón- listarhátíð er meðal stærstu hátíða í heiminum í dag og telur um 80.000 gesti. Tískan er jafn fjölbreytt og mannlífið en ef marka má myndir af útpældum hátíðargestum má sjá að gúmmístígvél og gallastuttbuxur voru ríkjandi tískubóla meðal gesta. Röndóttir bolir, blómakjólar og klútar í hári voru einnig áberandi. Veðrið tók á sig margar myndir þessa daga meðan hátíðin fór fram en þar komu meðal annars fram sænska söngkonan Lykke Li, Kings of Leon og The Strokes. Einnig voru Ólöf Arnalds, Agent Fresco og Who Knew fulltrúar Íslands á Hróarskeldu hátíðinni í ár. Skin og skúrir á Hróarskeldu VIÐ ÖLLU BÚIN Gúmmístígvél og stuttbuxur eru góð sam- setning á útihátíð enda ertu þá bæði klædd fyrir sól og rigningu eins og þessi unga dama. INNLIFUN Sænska söngkonan og tískufyrirmyndin Lykke Li tók sig vel út í gegnsæjum svörtum kjól á Hróarskeldu. HOPPA Í POLLA Tónleikagestir létu rigningu og drullumall ekki aftra sér í fjörinu. SUMARLEGT Gallastuttbuxur og heklað vesti á hátíðargesti. SAMFESTINGUR Ein af tískubólum sumarsins er samfestingar af öllum stærðum og gerðum. HATTUR Stutt pils, sokkar og hattur. KLÚTUR Grænn klútur í hárinu lífgar upp á klæðnaðinn. NORDICPHOTO/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.