Fréttablaðið - 06.07.2011, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 2011 23
Pepsi-deild kvenna
Fylkir - ÍBV 2-0
1-0 Anna Björg Björnsdóttir (56.), 2-0 Anna
Björg Björnsdóttir (90.)
Þór/KA - Þróttur R. 4-2
1-0 Mateja Zver (11.), 2-0 Rakel Hönnudóttir
(13.) víti, 3-0 Manya Janine Makoski (27.),
3-1 Fanny Vago (38.), 3-2 Vago (51.) víti, 4-2
Makoski (64.)
Valur - KR 3-1
1-0 Rakel Logadóttir (18.), 2-0 Rakel
Logadóttir (32.), 3-0 Mist Edvardsdóttir (33.),
3-1 Kristín Sverrisdóttir (66.).
Afturelding - Breiðablik 0-3
0-1 Fanndís Friðriksdóttir (5.), 0-2 Hlín Gunn-
laugsdóttir (17.), 0-3 Ásta Eir Árnadóttir (50.)
Stjarnan - Grindavík 2-1
1-0 Inga Birna Friðjónsdóttir (33.), 1-1
Dernelle L. Mascall (36.), 2-1 Ashley Bares
(46.), 3-1 Bares 83.
Upplýsingar að hluta frá fótbolti.net
ÚRSLIT
STAÐAN:
Valur 8 7 1 0 23-7 22
Stjarnan 8 7 0 1 21-6 21
ÍBV 8 5 1 2 17-5 16
Þór/KA 8 5 0 3 18-20 15
Fylkir 8 4 1 3 11-11 13
Breiðablik 8 3 1 4 12-14 10
KR 8 1 4 3 6-9 7
Þróttur R. 8 1 2 5 10-19 5
Afturelding 8 1 1 6 6-22 4
Grindavík 8 0 1 7 7-21 1
Eyddu
í nýjan
sparnað
Volvo R-Design
Komdu í Brimborg Vo
lvo
C
30
, V
ol
vo
S
40
o
g
Vo
lvo
V
50
e
r h
æ
gt
a
ð
fá
í
R
-D
es
ig
n
sp
or
tú
tfæ
rs
lu
Brimborg | Bíldshöfða 6 | Sími 515 7000 | volvo.is
FÓTBOLTI Fylkir sigraði ÍBV 2-0 á
heimavelli sínum í Pepsi-deild
kvenna í gærkvöld, þar sem segja
má að leikaðferð Fylkis hafi
gengið fullkomlega upp. ÍBV var
sterkari aðilinn framan af en átti
í vandræðum með að skapa sér
marktækifæri og náði ekki að
stríða markverði Fylkis í þeim
hálffærum sem liðið skapaði sér í
fyrri hálfleik. ÍBV hóf seinni hálf-
leik af krafti og komst í tvö góð
marktækifæri og virtist markið
liggja í loftinu þegar Fylkir komst
í sína fyrstu skyndisókn eftir tíu
mínútur og Anna Björg Björns-
dóttir kom heimaliðinu yfir.
„Það er greinilegt í seinni hálf-
leik að leikur inn á laugardaginn
sat í leikmönnum. Við vorum í
sókn þar í 120 mínútur við mjög
erfiðar aðstæður og það sat í
okkar mönnum,“ sagði Jón Ólafur
Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir leik-
inn, en lið hans féll úr bikarkeppn-
inni á laugar daginn eftir fram-
lengingu og vítaspyrnukeppni.
„Við byrjum seinni hálfleik-
inn frábærlega og mér fannst við
spila fyrri hálfleikinn vel líka en
svo ákveður einn leikmaður hjá
mér að gefa þeim þetta mark og
þá var loftið úr okkur. Ég óttaðist
að leikurinn á laugardaginn myndi
sitja allt of mikið í okkur og eftir
þetta mark var þetta búið,“ sagði
Jón Ólafur, sem ætlar að reyna
að krækja í framherja þegar leik-
mannaglugginn verður opnaður.
Fylkir réð lögum og lofum á
vellinum eftir markið og hefði
getað verið búinn að bæta við
mörkum áður en Anna Björg skor-
aði annað mark sitt rétt áður en
flautað var til leiksloka. Hrafn-
hildur Hekla Eiríksdóttir, miðju-
maður Fylkis, var að vonum
ánægð í leikslok. „Þetta gekk
virkilega vel upp hjá okkur. Við
ákváðum að vera mjög þéttar á
miðjunni því þær eru með spræka
framherja og sterka skotmenn.
Við ætluðum að beita skyndisókn-
um og nýta þeirra mistök, sem við
gerðum.“
„Þegar við tökum boltann niður
erum við með mjög vel spilandi
lið og það gekk mjög vel. Mér
fannst við vera mjög skipulagðar
og halda boltanum vel. Við getum
unnið hvaða lið sem er, tímabilið
fór brösuglega af stað en þetta er
á góðri leið, höfum unnið fimm
leiki í röð,“ sagði Hrafnhildur að
lokum. Heil umferð fór fram í
Pepsi-deild kvenna í gær. Breiða-
blik vann Aftureldingu 3-0 á úti-
velli undir stjórn Ólafs Brynj-
ólfssonar, sem tók við liðinu á
dögunum. Valur vann KR 3-1 og
Stjarnan fylgir Val eins og skugg-
inn eftir 3-1 sigur gegn Grindavík
á heimavelli. Á Akureyri vann
Þór/KA lið Þróttar úr Reykjavík,
4-2. - gmi
Leikaðferð Fylkis gekk upp
Sigurganga Fylkis heldur áfram og ÍBV fatast flugið. Valur enn á toppnum eftir 3-1 sigur gegn KR. Blikar
unnu sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. Góður sigur Þórs/KA í markaleik.
BARÁTTA Leikmenn Fylkis gáfu ekkert eftir gegn ÍBV í gær og uppskáru 2-0 sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ellen White og Rachel Yankey
skoruðu mörk Englands í 2-0
sigri liðsins gegn Japan á HM
kvenna í fótbolta í gær. Englend-
ingar unnu þar með B-riðilinn
og Japan komst einnig í átta liða
úrslit. Heimsmeistaralið Þjóð-
verjar lagði Frakka 4-1 og mætir
Japan í átta liða úrslitum. Eng-
land mætir liði Frakka.
HM kvenna í fótbolta:
Englendingar
fóru áfram