Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.07.2011, Blaðsíða 38
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR26 MORGUNMATURINN „Í morgunmat fæ ég mér hafragraut og tek svo Omega 3 fiskiolíu.“ Ísak Freyr Helgason förðunarfræðingur „Ég er hættur, seldi minn hlut í desember,“ segir Logi Geirsson, leikmaður FH í hand- bolta. Hann er hættur afskiptum af hár- gelsfyrirtækinu Silver sem hann stofnaði ásamt Björgvin Páli Gústavssyni, markverði íslenska landsliðsins. Logi segir ýmsar ástæður fyrir því að hann sé hættur í gelbransanum; hann hafi ekki náð að sinna þessu eins og hann vildi og þá hafi aðrir hlutir átt hug hans að undan- förnu. Leikmaðurinn hóf fyrir skemmstu störf hjá Asics á Íslandi og þá hefur hann verið að jafna sig á erfiðum meiðslum í öxl sem héldu honum utan vallar nánast allt síð- asta tímabil. Lítil virkni hefur verið á Silver- síðunni, thesilver.is, að undanförnu en síð- asta færsla var sett inn fyrir hálfu ári. Logi segist ekki hafa hugmynd um hvert Silver stefni, það sé alfarið í höndum Björgvins. Það vakti mikla athygli þegar þeir Logi og Björgvin settu á markað hárgel undir vöru- merkinu Silver. Nafnið vísaði til glæsilegs árangurs íslenska landsliðsins á Ólympíu- leikunum í Peking 2008. Jafnframt rættist langþráður draumur Loga, sem hafði í mörg ár blandað sitt eigið gel og hafði lýst því yfir í fjölmiðlum að hann langaði til að leyfa öðrum að njóta þess. - fgg Logi Geirs hættur í Silver HÆTTUR Logi Geirsson er hættur í Silver-fyrirtækinu, sem hann stofnaði ásamt Björgvin Páli Gústavssyni. Hann seldi sinn hlut í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Jú, þetta er rétt. Við ætlum að endurvekja fótbolta- útsendingar þarna og bjóða upp á boltavænan mat og svo verður bara sígilt stuð um helgar,“ segir Guðfinn- ur Karlsson, oftast kallaður Finni á Prikinu. Finni hefur keypt gamla Glaumbar við Tryggva- götu og hyggst ráðast í gagngerar endurbætur á honum. Finni ætlar jafnframt að dusta rykið af starfstitlinum „skemmtana- stjóri“ en það þótti ábyrgðarmikið starf hér áður fyrr. „Ég er að fara að hitta nokkra náunga á næstu dögum og við ættum að geta gengið frá þessu von bráðar.“ Umsvif Finna í veitingabrans- anum aukast þar með enn. Hann hefur um árabil rekið Prikið og fyrir skemmstu opnaði hann Frú Berglaugu við Laugaveg. Glaum- bar bætist svo í hópinn innan tíðar. Glaumbar naut mikilla vinsælda hér á árum áður og samkvæmt tilkynningu sem send var út í vikunni stendur til að endurvekja gömlu Glaumbars-stemninguna. Þá ætti það að vera mörg- um í fersku minni þegar myndbandi af Julian Ass- ange, stofnanda Wikileaks, var lekið á netið en þar sást hann dansa á Glaumbar við taktfasta tóna. - fgg Finni kaupir Glaumbar ENDURBÆTUR Guðfinnur Karlsson, eða Finni, hefur keypt Glaumbar og hyggst færa staðinn aftur til fyrra horfs þar sem boltinn var í beinni og sígilt stuð um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Félagi minn sagði einu sinni við mig að þar sem peningarnir eru þar gerast hlutirnir. Fjörið er búið hér á Íslandi og í Danmörku. Nú tekur Noregur við,“ segir Jói Kjartans, ljósmyndari og grafísk- ur hönnuður. Hann hyggst leggja land undir fót í haust og flytja til Noregs ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur en hún er þegar komin út. Brotthvarf þeirra frá landinu er mikill sjónarsviptir fyrir miðbæ Reykjavíkur, en þau Hildur og Jói hafa sett skemmtilegan blæ á mannlífið síðustu ár. Jói er þekkt- ur fyrir skemmtilegar götumyndir og hefur gefið út ljómyndabókina Joi de Vivre. Jói og Hildur eru bæði mennt- aðir grafískir hönnuðir frá Lista- háskóla Íslands og ekki hefur gengið sem skyldi að fá vinnu við fagið á Íslandi. „Við vorum bæði atvinnulaus og orðin vonlaus um að finna vellaunaða vinnu hér. Þess vegna leitaði hugur okkar út en það var nú eiginlega fyrir til- vijun sem við ákváðum að flytja til Ósló,“ segir Jói, en hugmynd- in kom upp þegar hann sá auglýst eftir 300 bílstjórum til Noregs. „Þá hugsaði ég að þetta væri eina land- ið sem ég vissi um þar sem nóga vinnu er að fá. Bæði hér heima og í Danmörku er offramboð á fólki og litla vinnu að fá. Svo er Osló á leiðinni að verða jafn skemmtileg og Reykjavík held ég.“ Hildur er komin til Noregs, þar sem hún vinnur á bar og í fatabúð en Jói ætlar að flytja með haust- inu. „Við tókum okkar þátt í góð- ærinu eins og flestir. Við reiknuð- um það út að með því að fara út og vinna værum við í eitt ár að borga niður skuldir í staðinn fyrir þrjú ár hér heima. Hér fara laun bara lækkandi og vöruverð hækkandi.“ Jói ætlar samt ekki að leggja linsuna á hilluna og heldur áfram að taka myndir í Noregi. Hann er hins vegar tilbúinn að skipta um starfsvettvang eftir að hafa setið á skrifstofum auglýsingastofa undan farin ár. „Ég væri alveg til í að vinna í fiski eða keyra rútu, svona til tilbreytingar. Ég byrja samt örugglega á að sækja um á hönnunarstofunum í Ósló. Við hugsum þetta bæði sem hálfgerð- ar vinnubúðir, í eitt ár til að byrja með. Svo sjáum við bara hvern- ig okkur líkar lífið hjá frændum okkar í Noregi.“ alfrun@frettabladid.is JÓI KJARTANS: LITLA VINNU AÐ FÁ Á ÍSLANDI Halda í víking til Noregs YFIRGEFUR KREPPUNA Ljósmyndarinn Jói Kjartans og grafíski hönnuðurinn Hildur Hermanns yfirgefa kreppuna á Íslandi og halda í víking til Noregs. Sýningar: fim. 7. júlí, fös. 8. júlí, lau. 9. júlí, fim. 14. júlí, fös. 15. júlí, lau. 16. júlí, fim. 21. júlí, fös. 22. júlí HÁRIÐ Söngleikurinn sem sló í gegn á Akureyri er loksins kominn suður! Frumsýning í Hörpu 7. júlí SILFUR TUNGLIÐ „Algjör snilld“ Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is – ÞVÍ X ER EKKI NÓG! FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU YKKUR SIRKUS SÓLEY MIÐASALA Í TJARNARBÍÓI, Á MIÐI.IS OG Í SÍMA 527 2102 SÝNT Í TJARNARBÍÓI Í JÚLÍ S I R K U S Í S L A N D S K Y N N I R HÖFUM BÆTT VIÐ FLEIRI SÝNINGUM! miðvikudag 6. júlí kl. 18 fimmtudag 7. júlí kl. 18 föstudag 8. júlí kl. 18 laugardag 9. júlí kl. 14 og 18 sunnudag 10. júlí kl. 14 og 18 „Húmor, metnaður og skemmtun í hávegum höfð“ —Kidda, Pressunni FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.