Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. júlí 2011 15 Við fráfall eins af dómþolum í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli hafa raddir heyrst um að nauðsynlegt sé að setja á laggirnar sérstaka rann- sóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu. Sá er þetta ritar hefur nokkra reynslu af störfum rannsóknarnefnda og kýs að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar í þágu upplýstrar umræðu af þessu tilefni. Ég hef áður rökstutt í skrif- um mínum og í ráðgjöf minni til þingmanna að rétt kunni að vera, í undantekningartilvikum ef almannahagsmunir krefjast þess, að grípa til úrræða á borð við stofnun rannsóknarnefnda. Vanda verði hins vegar valið á þeim málum þar sem til slíkra ráðstafana sé gripið. Þá sé það skilyrði að engin önnur úrræði séu tiltæk til að úr máli verði leyst eða atvik upplýst. Þessar forsendur liggja nú til grund- vallar nýsettum lögum um rann- sóknarnefndir nr. 68/2011. Hvað varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður auk þessara sjónarmiða að hafa það í huga að um er að ræða saka- mál sem hlaut endanlega máls- meðferð fyrir lögreglu og dóm- stólum samkvæmt þágildandi lögum, en Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir rúmlega þrjá- tíu árum. Þá hefur Hæstirétt- ur einnig tekið afstöðu til þess hvort skilyrði laga standi til þess að endurupptaka málið. Það er eðlilegt og sjálfsagt í réttar- ríki að menn greini á um dóm Hæstaréttar og synjun hans á endurupptöku. En það er ein- mitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkis- valds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsókn- arnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt. Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Raunar kunna að mínu áliti að vera tilteknar stjórnskipulegar hömlur á því að löggjafinn efni til slíkrar rannsóknar, sem ekki gefst tóm til að ræða nánar hér. Á hinn bóginn eru almenn atriði og álitaefni um skipan mála fyrir lögreglu og dómstólum eðlileg viðfangsefni Alþingis. Þingið kann t.d. að gera breyt- ingar á lagareglum um endur- upptöku ef til þess standa fram- bærileg rök í ljósi reynslunnar. Þar verður þó að gæta mikill- ar varfærni, enda þarf jafn- an mikið að koma til svo að til greina komi að endurupptaka dómsmál sem lokið er. Í mannlegu samfélagi og réttarríki verða viðbrögð þeirra sem fara með ríkisvald að byggja á tilteknum megin- reglum og „prinsippum“ sem eiga við um öll mál. Guðmund- ar- og Geirfinnsmálið var flók- ið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa end- anlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Handhafar fram- kvæmdarvalds og löggjafar- valds verða að virða þrískipt- ingu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla í hvívetna og ekki taka ákvarðanir sem kunna að ganga nærri þeirri grundvallarreglu. Rannsóknarnefndir og þrígreining ríkisvalds Kjartan Magnússon borg-arfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjár- hagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhags- áætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa. Kjartan Magnússon stærir sig af sterkri fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar sem hann segir hafa verið byggða upp á síðasta kjörtímabili. Þegar núver- andi meirihluti tók við eftir kosn- ingar blasti við grafalvarleg staða Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri meirihluti heyktist á að taka föst- um tökum. Í dag er staðan gjör- breytt og aðgerðir síðastliðins vetrar sem tengjast Orkuveitunni bera ábyrgri fjármálastjórn gott vitni. Annað það sem blasti við núverandi meirihluta var fimm milljarða króna gat hjá aðal- sjóði borgarinnar. Til að mæta því var farin blönduð leið hag- ræðingar, hóflegra gjaldskrár- hækkana og útsvarshækkunar. Bestu tíðindin fyrir borgarbúa voru þau að núverandi meiri- hluti stóð vörð um þjónustu borg- arinnar í leikskólum, grunnskól- um og í velferðarmálum. Hæst ber að staðinn var vörður um launakjör leikskólastarfsfólks, forgangsraðað var í þágu nýrra leikskólabarna en barnasprengj- an í Reykjavík þýðir verulegan útgjaldaauka fyrir borgarsjóð, einnig var fjárhagsaðstoð hækk- uð til handa fátækustu íbúum borgarinnar. Í þriðja lagi víkur Kjartan Magnússon að þriggja ára áætl- un borgarinnar og meintum léleg- um skilum á henni. Margoft hefur núverandi meirihluti bent á að afar erfitt er fyrir Reykjavíkur- borg að gera raunhæfa þriggja ára áætlun á meðan fjármagn vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er ennþá ófrágengið. Tafirnar eru vegna þess að innanríkisráðu- neytið hefur ekki gengið frá fjár- mögnun verkefnisins til Reykja- víkurborgar að fullu. Fjármagnið er rúmlega fjórir milljarðar og það sér það hver sem sjá vill að áætlun án þess fjármagns yrði eingöngu til málamynda og ekki raunverulegt hagstjórnartæki. Þess ber að geta að þriggja ára áætlanir voru lagðar fram í borg- arstjóratíð Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur sem einfaldur fram- reikningur frekar en raunhæfar áætlanir. Mikilvægast fyrir borgarbúa er þó að nú situr meirihluti sem forgangsraðar í þágu barnafólks og þeirra sem minnst mega sín í borginni og hefur hugrekki til að taka á risavöxnum verkefnum sem Reykjavíkurborg og fyrir- tæki í hennar eigu standa frammi fyrir. Upphrópanir úr Ráðhúsinu Rannsóknar- nefndir Róbert R. Spanó prófessor og forseti lagadeildar HÍ Guðmundar- og Geirfinnsmálið var flókið viðureignar og umdeilt. En ekki má horfa fram hjá því að fleiri mál sem hlotið hafa endanlega úrlausn dómstóla kunna að vera sama marki brennd og fleiri munu sjálfsagt koma til í framtíðinni. Sveitarstjórnarmál Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi 9 Verslanir Flügger lita Hafnargata 90 Keflavík Dalshraun 13 Hafnarfjörður Bæjarlind 6 Kópavogur Skeifan 4 Reykjavík Stórhöfði 44 Reykjavík Eyrarvegur 38 Selfoss Njarðarnes 1 Akureyri Egilsholt 1 Borgarnes Gæðamálning fyrir íslenskar aðstæður Gerðu verðsamanburð! Texolín pallaolía 3l. 2.797 Texolín hálfþekjandi 3l. 3.490 Texolín þekjandi 3l. 3.990 Kaupvangur 6 Egilsstaðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.