Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 É g veit ekki hvað þetta er með mig og dýrin mín, þau eru öll svo einstök,“ segir Gunnlaug Þorvalds- dóttir tónlistarmaður sem búsett hefur verið í Róm síðastliðin ár. Gunnlaug, eða Gulla eins og hún er kölluð, er þekkt fyrir að geta framkallað alls kyns fuglahljóð og gerði garðinn frægan hérlend- is þegar hún ræktaði Abyssiníu- og Sómalíketti sem komu fram í sjónvarpi, myndböndum og aug- lýsingum, og þykja einstakir hvað hegðun og lund varðar. Þegar hún flutti til Ítalíu, þar sem hún starf- ar við söng og tónsmíðar, ætlaði hún ekki að eiga nein gæludýr vegna vinnu sinnar en áður en hún vissi af hafði hún laðað að sér flækingshund og -kött, sem hagar sér eins og maður. „Meðleigjandinn minn bjargaði kettinum Mau af götunni fyrir einu og hálfu ári en hann var þá að drepast úr sulti. Ég tengdist honum strax og hann varð um leið kötturinn minn. Hann sefur í rúminu mínu hverja einustu nótt og eltir mig og vill helst gera allt eins og ég. Hann neitar til dæmis að drekka vatn nema því sé hellt í glas fyrir hann,“ segir Gunn- laug en það nýjasta er að Mau er farinn að pissa beint í salerni heimilisins og neitar að gera það annars staðar. „Hann lítur á sjálf- an sig sem manneskju og blandar ekki geði við aðra ketti.“ MYND/ÚR EINKASAFNI Raddlistakonan og tónskáldið Gunnlaug Þorvaldsdóttir laðar að sér fjórfætlinga í Róm. Laðar að sér ferfætlinga í Róm 2 Friðarhlaupinu hringinn í kringum landið lýkur í dag og verður móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 12. Hlaupið hefur staðið yfir frá 5. júlí eða í 17 daga. Maraþonhlauparinn Tegla Loroupe frá Keníu mun hlaupa síðasta spölinn með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.