Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 22. júlí 2011 17 Kynferðisleg misnotkun á börn-um í skólum og kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum og börn- um innan trúfélaga koma nú í aukn- um mæli upp á yfirborðið. Jafnvel þótt lengi hafi verið vitað um til- vist þessa ofbeldis fara öldur hátt í umræðunni og er ekki að undra. Þolendur tjá sig um áhrif ofbeldis- ins og þöggunina sem hefur fylgt því. Svona umræður fara sem eldur í sinu um hinn vestræna heim sem hefur talið sig í fararbroddi upp- lýstra, nútímavæddra og þróaðra samfélaga. Siðmenningin birtist sem gljáskán yfir óhugnaði sem kraumar undir. Hugmyndakerfi virðast morkin að innan. Það gætir tilhneigingar til að persónugera aðkomu þeirra aðila sem fara með meðferð slíkra mála eða blanda sér í umræðuna. Það er smættun að einblína á einstaklinga á kostn- að þess að horfa á hið stærra sam- hengi svona mála, á kerfið sem það sprettur upp úr. Starfsmenn trú- félaga, skóla og uppeldisstofnana þurfa að spyrja sig hvernig standi á því að níðst er á konum, börnum og þeim sem eru taldir „öðruvísi“ innan stofnana þeirra. Hvað býr að baki því að fólk í valdastöðum sem prestar og sem kennarar og uppal- endur misnoti stöðu sína með því að beita skjólstæðinga sína kynferðis- legu ofbeldi? Til viðbótar við sálræna bresti einstaklinga á meinið sér rætur sem liggja í menningu og menn- ingararfi. Það liggur m.a. graf- ið í úreltum hugmyndum um völd og yfirráð og um varnarleysi. Það liggur grafið í forneskjulegum hugmyndum um tign valdsins og virðingarleysi gagnvart konum, börnum og minnimáttar. Þetta virðingarleysi gagnvart öllum þeim sem eiga ekki hlutdeild í kerfi karl- hverfra, hvítra yfirráða gegnsýrir hugmyndasögu Vesturlanda. Í einu af ritum Páls postula í Biblíunni er boðað að konum skuli meinað að tala í kirkjum. Konur eru sagðar óhreinar. Svona hugarburður á sér rætur í forngrískri heimspeki sem legg- ur fræðilegan grunn að kvenfyrir- litningu okkar menningar. Heim- speki Aristótelesar fer í gegnum heimspeki Tómasar frá Akvínó beint inn í kenningar kristinnar kirkju. Konur voru taldar óhrein- ar vegna nálægðar við náttúruna í krafti þess að þær gátu börn. Af sömu ástæðu voru þær taldar til- finningastýrðar og ekki vitsmuna- verur. Þessi hugsunarháttur litar heimspeki fram á okkar daga, en heimspekingurinn Hegel frá 19. öld vildi meina konum aðgang að pólítík þar sem þær gætu skap- að óreiðu og usla. Heimspekingar lögðu konur gjarnan að jöfnu við börn og bæði konur og börn voru talin þurfa leiðsagnar karla, feðra og húsbænda og áttu að lúta þeim. Það gaf þessum forréttindahóp – sem sumar konur samsama sig með og sem sumir karlar standa utan við – yfirráð yfir konum og börnum. Konur eru ekki einsleit- ur hópur og börn ekki heldur. Einn þolenda úr Landakotsskóla segir í viðtali að skólastjórinn hafi hlíft börnum sem voru álitin standa sterkar að vígi vegna stéttarstöðu eða bakgrunns heima fyrir. Þau sem álitin voru varnarlausari urðu fyrir ofbeldinu. Samtrygg- ing feðra/karlveldisins viðheldur síðan þögguninni. Það er nauðsynlegt að velta fyrir sér hvers vegna vestræn hugmyndasaga er uppfull af svona hugmyndum. Hvers vegna er þörf á að upphefja sig á kostnað kvenna og barna? Hvers vegna er gert lítið úr móðurinni, upphafinu og kven- legri kynverund? Svörin ber öll að sama brunni sem er viðhald yfir- ráða. Það er einnig skýring á því að um þessar hliðar menningar okkar er sáralítið fjallað í námi þeirra sem leggja stund á greinar á borð við guðfræði og heimspeki. Guð- fræðimenntaðir fara út í kirkjur og skóla án þess að fjallað hafi verið kerfisbundið í náminu um lotn- ingu fyrir hinu karllega, lítillækk- un kvenna og barna og þeirra sem eru taldir öðruvísi í menningar- arfinum. Hvernig eiga þeir að miðla þess- um arfi áfram án skýrrar vitund- ar um þetta? Og hvernig eiga þeir að geta hafið sig upp yfir þetta án þekkingar á margs konar frjórri og róttækri viðleitni til að endurhugsa þær hefðir sem við höfum í fartesk- inu? Læra nemendur að spyrja sig gagnrýnið um guðlegar ímyndir föður og sonar og velta fyrir sér margs konar menningarsögulegri merkingu móður og móðurleika? Hefur samstaða karla í gegnum aldirnar að einhverju leyti fengið kraft úr ímynd sambands guðföð- ur og sonar? Hvers vegna virðast konur ekki eiga sér öflugar fyrir- myndir samstöðu með eigin kyni í táknkerfi menningarinnar? Eða eru þær til en eru lítt kynntar? Læra nemendur að velta fyrir sér hvernig hugmyndir hefðarinnar um „manninn“ taka iðulega mið af af hugsjón um karlinn, sem er skil- greind í andstöðu við það sem er talið einkenna konur, mæður, börn og þau sem eru frávik? Hefðir þurfa að endurnýjast, ekki hvað síst hefðir sem kenna sig við „mótmælendur“ og gagnrýna og skapandi hugsun. Það eru ekki til hreinar og upprunalegar kenningar trúarbragða (sem væru „sannar“ í eitt skipti fyrir öll) heldur einung- is breytilegar sögulegar birtingar- myndir og túlkanir þeirra. Með því að láta undir höfuð leggjast að gera hugmyndir um kyn, börn og þau sem hafa verið talin frávik að þætti í kjarnanámi guðfræðinga, heimspekinga og kennara á sviði mannvísinda og menningararfs er viðhaldið skorti á næmi fyrir kven- fyrirlitningu og misnotkun barna og alið á skeytingarleysi um marg- breytileika mannanna. Trúfélög, skólar og ofbeldi gegn konum og börnum Samfélagsmál Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki Hefur sam- staða karla í gegnum aldirnar að einhverju leyti fengið kraft úr ímynd sambands guðföður og sonar? Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir • 10 Akureyri 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal NJÓTTU AFURÐA ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Á HÓTEL EDDU Í SUMAR! BROSANDI ALLAN HRINGINN Á HÓTEL EDDU ERU FYRSTA FLOKKS VEITINGASTAÐIR SEM LEGGJA SÉRSTAKA ÁHERSLU Á AÐ MATREIÐA ÚR ÍSLENSKU HRÁEFNI. Í SUMAR TÖFRUM VIÐ MEÐAL ANNARS FRAM GÓMSÆTA LAMBAKJÖTSRÉTTI ALLAN HRINGINN.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.