Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 18
22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað viðmiðunar- verðskrá sína um 25%. Naut- gripabændur boða hækkanir á heildsöluverði á kjöti. Í kjölfarið má búast við verulegum hækk- unum á kindakjöti og nautakjöti til neytenda. Þessar tilkynningar hafa að vonum vakið reiði neyt- enda og undrun sumra. Í krafti takmarkana á inn- flutningi landbúnaðarafurða eru bændur í einkasölustöðu gagn- vart íslenskum neytendum. Bændur geta hagað verðlagningu sinni eins og þeim best hentar, íslenskir neytendur geta fátt gert til að bregðast við annað en að fækka kjötmáltíðum lítillega. En því eru takmörk sett hversu langt neytendur geta gengið í neyslu- samdrætti á því sviði því ekki lifa menn og konur á pastanu einu saman. Sé verð vöru hækkað fylgir samdráttur í eftirspurn, mismik- ill eftir því hversu mikilvægt er fyrir neytandann að komast yfir vöruna. Sé um nauðsynjavöru á borð við matvæli að ræða dregst eftirspurn aðeins óverulega saman. Þetta þýðir að sammæl- ist matvælaframleiðendur um að hækka verð geta tekjur þeirra aukist: Þrátt fyrir að seldum kíló- um fækki vegur hækkun verðs á hvert selt kíló þar á móti og gott betur. En þó verðhækkun dragi óverulega úr sölu hvetur hún ein- staka framleiðendur til að auka framleiðslu. Þess vegna hefur sú staða þrásinnis komið upp að einkasöluaðilinn, hvort sem hann hefur heitið Landssamtök sauð- fjárbænda eða eitthvað annað, hafi gripið til þess ráðs að urða kindakjöt á ruslahaugum fremur en að selja það íslenskum neyt- endum. Til skamms tíma tíðkað- ist einnig að skattgreiðendur greiddu niður kjöt sem flutt var út. Þannig má segja að íslenskir kjötframleiðendur hafi stundað „dumping” á erlendum mörk- uðum með stuðningi íslenskra skattgreiðenda! Þetta ástand, að framleiðsla sé meiri en söluað- ilar vilja selja á innanlandsmark- aði, er dæmigert fyrir einkasölu- markaði. Vegna lágs raungengis krón- unnar undangengin misseri er komin upp ný staða: Íslenskir bændur geta nú flutt út „umfram- framleiðslu” án þess að fá „styrk“ frá skattgreiðendum. Nú borgar sig því fyrir bændur að hækka verð til innlendra neytenda og selja sem mest þeir mega erlend- um neytendum! Miðað við núver- andi stöðu á markaði er óskastaða bænda að halda verðinu á innan- landsmarkaði um það bil tvisvar til þrisvar sinnum hærra en svari til verðsins sem þeir rukka erlenda neytendur um. Íslenskir neytendur munu því áfram þurfa að búa við óheyri- lega hátt landbúnaðarverð. Það mun ekki breytast nema annað tveggja gerist: Að ofurtollar á landbúnaðarafurðum verði afnumdir eða að bændum verði bannað að flytja út afurðir sínar eða að urða þær á innlendum ruslahaugum. Haldi núverandi landbúnaðarráðherra andstöðu sinni við innflutning á landbúnað- arafurðum til streitu er það ský- laus krafa íslenskra neytenda að útflutningur landbúnaðarafurða verði bannaður eða á hann lagðt útflutningsgjald er jafngildi ofur- tollum á innfluttan landbúnaðar- varning. Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stór- iðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengd- ar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkufram- leiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stór- iðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjana- framkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Lands- virkjun framleiðir og selur lið- lega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrir- tækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagn- aður Landsvirkjunar nær sex- faldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orku- fyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Lands- virkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krón- um. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfest- ingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Lands- virkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisins En er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af fram- leiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raf- orkuverð til stóriðju hefði umtals- verð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raun- in er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raf- orku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veg- inn hina miklu arðsemi Lands- virkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arð- semi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenn- ingur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% með- alnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkj- un nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda. Um miðjan júnímánuð felldu félagsráðgjafar hjá Reykja- víkurborg samninga sem þeim voru boðnir með 75% greiddra atkvæða. Þessi grein er rituð í nafni starfandi félagsráðgjafa í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og verða í henni rakin sjónarmið þess hóps. Allt frá því að þjónustumið- stöðvar Reykjavíkurborgar tóku til starfa árið 2005 hefur legið ljóst fyrir að félagsráðgjafar hafa búið við lökust kjör þeirra háskólastétta sem þar starfa. Við stofnun þjónustumiðstöðv- anna komu saman fagaðilar frá Félagsþjónustunni, Fræðslumið- stöð Reykjavíkur og Leikskólum Reykjavíkur. Launakjör á þeim stöðum höfðu verið ærið misjöfn og ljóst að ekki var hægt að skýra þennan mun með lengd mennt- unar, ábyrgð eða álagi. Við gerð síðustu samninga árið 2006 var látið að því liggja að umræddur launamunur myndi jafnast út á skömmum tíma, með innleiðingu starfsmatskerfis og samnings- bundnum hækkunum. Sú hefur ekki orðið raunin. Þvert á móti hafa fastlaunasamningar við aðra en félagsráðgjafa viðgengist áfram og starfsfólk með BA-próf verið híft upp í launum til jafns við félagsráðgjafa. Það er sláandi að lesa grein sem við félagsráð- gjafar rituðum og birtist í Morg- unblaðinu 26.02.2006, en þar stóð orðrétt: „Félagsráðgjafar telja sýnt að þeir séu ein lægst launaða háskólastéttin innan þjónustu- miðstöðva Reykjavíkurborgar. Þeir vilja njóta jafnréttis í laun- um á við aðrar fagstéttir sem þar starfa, enda er um að ræða kjaramun sem ekki getur talist réttlætanlegur, hvort heldur sem tekið er mið af menntun, ábyrgð í starfi, álagi eða öðrum þáttum. Í flestum tilvikum er ekki endi- lega um að ræða grófan mun á grunnlaunum umræddra stétta, heldur þá staðreynd að sumum stéttum hefur verið boðið upp á einhvers konar fastlaunasamn- inga, sem fela í sér óunna yfir- vinnu, lesdaga o.þ.h. Á sama tíma hafa félagsráðgjafar sem vinna hjá Reykjavíkurborg sjaldnast möguleika á að auka tekjur sínar, þar sem þeir sæta nær undan- tekningalausu yfirvinnubanni. Mismunurinn á kjörum félags- ráðgjafa og þessara stétta skýr- ist af ofangreindum uppbótum og dæmin sýna að hann nemur allt að 100.000 kr. á mánuði.“ Það er sorglegt en satt að þessi orð eiga jafn vel við í dag og þegar þau voru sett á blað fyrir rúmum 5 árum síðan. Slíkur hefur vilji Reykjavíkurborgar til að jafna launamisrétti verið. Í dag eru félagsráðgjafar fjöl- mennasti faghópurinn á skrif- stofum Þjónustumiðstöðva Reykjavíkur, þrátt fyrir að erfið- lega hafi gengið að manna stöð- ur þeirra með ráðningu löggiltra félagsráðgjafa undanfarin miss- eri. Af fjöldanum má þó ljóst vera að þáttur félagsráðgjafa í starf- semi þjónustumiðstöðvanna er drjúgur. Við leyfum okkur að fullyrða að af fagstéttum innan borgarkerfis- ins hafi álag aukist einna mest á félagsráðgjöfum eftir hrun efna- hagskerfisins. Vorið 2010 var gerð könnun á álagi meðal starfs- manna Reykjavíkurborgar. Niður- stöður hennar gáfu ótvírætt til kynna að starfsmenn velferðar- sviðs og þ.m.t. þjónustumiðstöðva þess, teldu of mikið álag í störf- um sínum og að það hefði aukist undangengna 12 mánuði. Þessi upplifun var mun meiri meðal þessa hóps en hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar almennt. Mest álag innan velferðarsviðs upp- lifðu fagaðilar sem voru í mikl- um tengslum við þjónustuþega, s.s. félagsráðgjafar. Til að setja umræðuna um álag í starfi félagsráðgjafa í frekara samhengi má nefna að þeim sem fengu fjárhagsaðstoð/heimildar- greiðslur hjá Reykjavíkurborg fjölgaði um 48,7% milli áranna 2007 og 2010. Það sem af er þessu ári (eða frá janúar til maí 2011) hefur þeim sem njóta fjárhagsað- stoðar til framfærslu á þjónustu- svæði Laugardals og Háaleitis fjölgað um 25,1%. Mikilvægt er að hafa hugfast að fjárhagsaðstoð er einungis hluti þeirra verkefna sem félagsráðgjafar í þjónustu- miðstöðvum borgarinnar sinna. Þörf einstaklinga og fjölskyldna fyrir félagslega ráðgjöf og stuðn- ing er nú síst minni en áður. Á næstunni er að vænta annarr- ar greinar frá félagsráðgjöfum í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Þar verður vikið frekar að sam- anburði við aðrar háskólamennt- aðar stéttir hjá Reykjavíkurborg og þeirri staðreynd að félagsráð- gjafar sem starfa í þjónustumið- stöðvum Reykjavíkurborgar búa við lakari kjör en kollegar þeirra hjá öðrum sveitarfélögum. Við leyfum okkur að fullyrða að af fag- stéttum innan borgarkerfisins hafi álag aukist einna mest á félagsráðgjöfum eftir hrun efnahagskerfisins. Íslenskir neyt- endur munu því áfram þurfa að búa við óheyrilega hátt land- búnaðarverð. Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju … Félagsráðgjafar hafa fengið nóg Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur Arðsöm raforku- sala til stóriðju Kjaramál Edda Lára Lárusdóttir félagsráðgjafi Sigríður Jóhanna Haraldsdóttir félagsráðgjafi Þorbjörg Róbertsdóttir félagsráðgjafi Áliðnaður Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samál – Samtaka álframleiðenda á Íslandi Landbúnaður Þórólfur Matthíasson prófessor við HÍ Höfum opnað OUTLET í hluta verslunar okkar BYKO Kauptúni Opnunartímar í Kauptúni: Mán.-Fös.: 08:00 - 18:00 Laugardaga: 10:00 - 17:00 Sunnudaga: 11:00 - 17:00 KauptúniG A R Ð A B Æ Mikil verð- lækkun 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.