Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Föstudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 22. júlí 2011 169. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 É g veit ekki hvað þetta er með mig og dýrin mín, þau eru öll svo ein tök hegðun og lund varðar. Þegar húnflutti til Ítalí þ MYND/ÚR EINKASAFNI Raddlistakonan og tónskáldið Gunnlaug Þorvaldsdóttir laðar að sér fjórfætlinga í Róm. Laðar að sér ferfætlinga í Róm Friðarhlaupinu hringinn í kringum landið lýkur í dag og verður móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 12. Hlaupið hefur staðið yfir frá 5. júlí eða í 17 daga. Maraþonhlauparinn Tegla Loroupe frá Keníu mun hlaupa síðasta spölinn með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 22. júlí 2011 PÉTUR MARTEINSSON Framtíðin er Kexið ● Druslugangan ● Á rúmstokknum ● Yfirheyrslan Reykholtshátíð 15 ára Auður Hafsteinsdóttir er nýr listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar. tímamót 20 Stríðsáraball að breskum sið Hópur áhugafólks um Lindy-Hop sýnir listir sínar á Bar 46 á morgun og kennir réttu sporin. allt 2 Tjú tjú Cocoa Puffs! FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM Í dag verður hæg suðlæg eða breytileg átt. Víða skýjað með köflum en bjartara eystra. Hiti 12-18 stig. VEÐUR 4 15 13 14 12 15 GLAÐUR Á GULUM VAGNI Hallgrímur P. Gunnlaugsson, varðstjóri hjá Strætó bs., var glaður í bragði þegar hann tók af stað frá stoppistöð í Garðabænum í gær. Fjöldi fólks hefur ferðast með Strætó í sumar þrátt fyrir skerta þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG DÝRALÍF Raddlistakonan og tón- skáldið Gunnlaug Þorvaldsdótt- ir, sem er búsett í Róm, hefur laðað að sér bæði flækings- hunda og -ketti. Kötturinn Mau hefur hænst svo mikið að henni að hann reynir sem best hann getur að herma eftir henni í athöfn- um daglegs lífs. Hann drekkur til að mynda úr glasi og gerir þarfir sínar í klósett. Gunnlaug, eða Gulla eins og hún er kölluð, er þekkt fyrir að geta framkallað alls kyns fugla- hljóð og ræktaði Abyssiníu- og Sómalíuketti á Íslandi með góðum árangri áður en hún hélt til Rómar. - jma / sjá allt Óvenjulegur köttur í Róm: Köttur sem hagar sér eins og maður GUNNLAUG ÞORVALDSDÓTTIR BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd ætla framvegis að reiða sig á einkafyrirtæki, þegar koma þarf geimförum til alþjóðlegu geim- stöðvarinnar, nú þegar bandarísku geimferjurnar hafa verið teknar úr notkun. Í staðinn fyrir að ríkið standi straum af þessu mun ríkið borga einkafyrirtækjum fargjöld fyrir hvern geimfara, sem sendur verður á loft með væntanlegum farartækjum. Einnig verði einkafyrirtækjum greitt fyrir að senda birgðir með ómönnuðum geimförum. Nokkur fyrirtæki eru þegar byrjuð að undirbúa sig og stefna á að vera tilbúin með nothæf farar- tæki innan þriggja ára. Aðrir telja raunhæfara að reikna með fimm til tíu árum. Þangað til munu Rússar sjá um að ferja bandaríska geimfara til stöðvarinnar úti í geimnum, og fá greitt frá banda- rískum stjórnvöldum fyrir hvern farþega. Það var tilfinningaþrungin stund í stjórnstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA á Canaveral-höfða þegar síðasta geimferjan, Atlantis, lenti í gær. Haldnar voru hástemmdar ræður og Mike Leinbach, sem hefur haft umsjón með geimskotum, sagði fólk engan veginn geta haldið aftur af tárunum. Geimferðastofnunin vonast til þess að fé, sem sparast við að fá einkafyrirtæki til þess að sjá um geimflutningana, geti nýst til þess að þróa þá tækni sem þarf til að senda mönnuð geimför enn lengra út í geiminn en áður hefur þekkst, og þá til að byrja með til reiki- stjörnunnar Mars. - gb Bandarísk stjórnvöld hætt að þróa og reka geimferjur: Geimferðir einkavæddar ATLANTIS LENDIR Síðasta geimferjan komin til jarðar úr síðustu geimferðinni. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL „Útlendingastofn- un er búin að fá öll þau gögn sem hún óskaði eftir,“ segir Þórólfur Gunnarsson sem hefur barist ötullega fyrir því að Priyanka Thapa, 23 ára Nepali, fái dvalar- leyfi á Íslandi. Mál Priyönku hefur mikið verið í umræðunni frá því hún sagði sögu sína í Fréttablaðinu um síðustu jól. Priyanka kom til Íslands til að vinna sem barnfóstra hjá Þórólfi og konu hans. Hún hefur auk þess lagt stund á nám hjá Keili með frá- bærum árangri. Vistráðning henn- ar er hins vegar runnin út og ef hún fær ekki dvalarleyfi á Íslandi þarf hún að snúa aftur heim. Einstæð móðir hennar á orðið erfitt með að framfleyta sér og fötl- uðum syni sínum. Hún tók því til þess ráðs að gefa Priyönku fertug- um manni sem hefur lofað að sjá fyrir fjölskyldunni. Útlendingastofnun synjaði Priyönku upphaflega um dvalar- leyfi en umsókn hennar var síðan tekin til endurskoðunar eftir að Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra átti fund með forsvarsmönn- um stofnunarinnar. Priyanka þurfti þá að afla frekari gagna. „Það var mikið ævintýri að útvega þessi gögn. Við þurftum að sanna sögu hennar og koma með vottorð sem staðfesti and- lát föður hennar og bróður. Faðir hennar dó á Indlandi svo að við þurftum að útvega vottorð þaðan,“ segir Þórólfur. Sömu sögu var að segja frá Nepal. „Við þurftum að fá mann til að fara fyrir okkur í þriggja daga leiðangur í lítið þorp þar sem fjölskyldan er skráð, það er fæðingarstaður þeirra. Hann þurfti að taka lest, rútu og labba svo restina,“ segir Þórólfur. „Við skiluðum síðustu pappír- unum í þarsíðustu viku. Þá á Útlendingastofnun að vera komin með öll þau gögn sem hún óskaði eftir.“ En hvað tekur þá við? „Nú tekur bara það sama við – endalaus bið. Við vitum í raun ekki neitt,“ segir Þórólfur. - kh Bíður enn eftir dvalarleyfi Priyanka Thapa frá Nepal sem var upphaflega synjað um dvalarleyfi á Íslandi hefur nú skilað inn öllum gögnum sem Útlendingastofnun bað um. Hún bíður nú milli vonar og ótta eftir svari frá stofnuninni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp sem fjalla á um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Ögmundur boðaði breytingar á málefnum útlendinga í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðs- ins um málefni Priyönku Thapa í byrjun apríl. Verkefni starfshópsins verður að móta stefnu fyrir stjórnvöld í málefnum útlendinga utan EES sem leita hælis eða óska eftir dvöl á Íslandi. „Þessi réttindi [dvalarleyfi] hafa verið mjög vinnumarkaðstengd til þessa. Mér finnst mikilvægt að aðrir þættir komi ekki síður við sögu, það er sam- félagslegar áherslur og félagslegt réttlæti,“ sagði Ögmundur við Fréttablaðið í gær. Aukin áhersla á félagslegt réttlæti Rannsóknarnefndir Löggafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefnd- ir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, skrifar Róbert R. Spanó. umræðan 15 KR-ingar komust áfram KR stóðst pressu Zilina í lokin og sló Slóvakana út. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.