Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 36
22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is STAÐARTÓNSKÁLD Í SKÁLHOLTI þessa helgi er Elín Gunnlaugsdóttir. Hún mun flytja erindi í Skálholtsskóla á morgun kl. 14, en verk eftir hana verða flutt á tónleikum kl. 15 og endurtekin á sunnudaginn kl. 15. Stór og mikil sýning var opnuð í Listasafni Reykjavíkur á Listahá- tíð í maí, ekki aðeins eiga þar fjölmargir listamenn verk held- ur sætir viðfangsefnið tíðindum í íslenskri sýningarsögu. Sýning- arstjórar eru átta, þau Aðalheið- ur Lilja Guðmundsdóttir, Gunnar J. Árnason, Gunnar Harðarson, Hafþór Yngvason, Jón Proppé, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Ólaf- ur Gíslason, en þau völdu á sýn- inguna verk eftir um það bil fimmtíu listamenn, langflesta innlenda en örfáa erlenda. Við- fangsefnið er opið svæði, óskil- greint og lifandi í umræðu og skrifum samtímans; mót mynd- listar og heimspeki. Í umfjöllun um íslenska mynd- list er áhersla iðulega lögð á teng- ingu íslenskra listamanna við náttúruna, litaval sem einkennir norðurslóðir, óvenju stóran þátt landslags sem myndefnis. Allt þetta er líka satt og rétt, klisjan er oft sönn. En hér kveður við annan tón. Á undanförnum áratugum hefur jafnt og þétt fjölgað í íslensku fræðasamfélagi, nýlið- un verður í mörgum fögum, þar á meðal í fræðilegri umfjöllun um myndlist. Það er mikilvægt að stærri söfnin fylgist vel með slíkri þróun, enda hægðarleikur í svo smáu samfélagi sem okkar. Hér eru líka úrvals fræðimenn á ferð. Einnig er ánægjulegt að sjá að kynjahlutföllin, bæði á meðal sýningarstjóra og lista- manna sem eiga verk á sýning- unni, eru bara í nokkuð fínu lagi. Með sýningunni fylgir bók með greinum eftir sýningarstjórana þar sem þeir segja frá afstöðu sinni og fjalla nokkuð um þau verk sem þeir hafa valið. Þetta er eigulegt greinasafn, fjallað er um mörg þekkt verk íslenskrar listasögu frá sjónarhóli sem ef til vill hefur ekki verið í brennidepli áður. Um hvað snýst þá sýning sem hefur mót myndlistar og heim- speki að viðfangsefni? Sýningin er svo fjölbreytt að með engu lagi má nefna eitthvað eitt sem sam- einar verkin. Ekki er það efnis- notkunin, ekki formið, framsetn- ingin eða viðfangsefni einstakra verka, – í stuttu máli eru verkin hvert öðru ólíkari. Samt er hér eitthvað. Oft gætir húmors og leiks, listaverkin velta fyrir sér tilver- unni, eigin tilvist og merkingu á einhvern hátt. Saman komin sýna þau vel hversu sterkur hinn heimspekilegi eða tilvistarlegi þáttur er í íslenskri myndlist. Við höfum séð slitur af þessum þætti áður, hjá einstaka listamönnum, í einu verki hér og öðru þar og á minni sýningum. Nú hafa verið stilltir saman strengir á flottan hátt, útkom- an er frábær sýning sem eng- inn sem hefur minnsta áhuga á íslenskri myndlist ætti að láta framhjá sér fara. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Frábært úrval íslenskra og erlendra myndlistarverka, einstakt tækifæri til að sjá með eigin augum lykilverk í íslenskri listasögu síðustu áratuga. Efnistök og vinnuaðferðir af hálfu Listasafnsins og sýningarstjóra marka tímamót í íslenskri sýningar- sögu. Á OPNU SVÆÐI Danska djasssöngkonan Cathrine Legardh og íslenski saxófónleik- arinn Sigurður Flosason halda tónleika í Norræna húsinu þriðju- daginn 26. júlí klukkan 20. Tón- leikarnir eru haldnir í til- efni af útkomu geisladisks þeirra, Land & Sky, á Íslandi en diskurinn kom út hjá hinni virtu útgáfu Storyville í Kaupmanna- höfn í mars síðastliðnum. Meðleikarar þeirra á tónleikunum verða úr framlínu Íslandsdjassins: Agnar Már Magnússon á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Land & Sky er tvöföld geisla- plata sem geymir 20 ný lög. Lögin eru eftir Sigurð og textar eftir Cat- hrine. Upptökur fóru fram í ágúst 2010 í Kaupmannahöfn. - fsb Land & Sky kemur út SIGURÐUR FLOSASON FRÁBÆR SÝNING Þríhyrningur í ferningi eftir Kristján Guðmundsson frá árinu 1972 er á meðal þeirra verka sem eru til sýnis. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Myndlist ★★★★★ Sjónarmið Sýningarstjórar: Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Gunnar J. Árnason, Gunnar Harðarson og fleiri. Listasafn Reykjavíkur, Hafnar- húsinu Land hamingjunnar er yfirskrift tónleika Bjargar Þórhallsdótt- ur sópransöngkonu, Elísabetar Waage hörpuleikara og Hilmars Arnar Agnarssonar orgelleikara. Þau halda þrenna tónleika á næstu dögum, þá fyrstu á sumartónleik- um í Hóladómkirkju sunnudaginn 24. júlí kl. 14, á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. júlí kl. 12.10 og í Hólmavíkur- kirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 20. Á efnisskránni eru íslenskar sönglagaperlur og trúarsöngvar eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálm- ar H. Ragnarsson, Emil Thorodd- sen, Gunnar Reyni Sveinsson, Karl Ó. Runólfsson og Sigvalda S. Kaldalóns. Samstarf Bjargar og Elísa- betar hófst haustið 2006 og hafa þær síðan haldið fjölmarga tón- leika víða um land, meðal annars á Sumartónleikum í Akureyrar- kirkju og í Hóladómkirkju, Lista- sumri á Akureyri, í Reykjavík, Mývatnssveit og víða á Vestfjörð- um. Árið 2008 voru þær fulltrú- ar Íslands á norrænu tónlistarhá- tíðinni NICE á Englandi og komu fram í breska ríkisútvarpinu, BBC. Síðastliðin þrjú ár hafa þær haldið tónleika í Strandarkirkju á Maríumessu og þetta er fimmta árið í röð sem þær halda tónleika í Sumartónleikaröð Hóladóm- kirkju. Í ár njóta þær liðsauka Hilmars Arnar Agnarssonar dómorganista í Landakotskirkju. Land hamingjunnar TÓNLEIKAFERÐ Björg Þórhallsdóttir söngkona ferðast um landið með Land hamingjunnar. MYND/HEIÐA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 22. júlí 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Tónleikar með Hjaltalín og Ragga Bjarna á hátíðarsviði Mærudaga á Húsavík. Yfir daginn er dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir. 20.00 Söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir syngja á tónleikum með píanóleikaranum Birni Þór Jónatanssyni í Hólmavíkurkirkju. Allir velkomnir. 21.00 Lokatónleikar hringferðar hljóm- sveitanna Agent Fresco, Of Monsters and Men og Lockerbie verða í Gamla kaupfélaginu á Akranesi 22. júlí. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 21.00 Hljómsveitirnar Valdimar, Miri og 1860 halda tónleika í félagsheimilinu á Borgarfirði eystri til að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Bræðsluna. Eftir tón- leikana er slegið upp balli. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Pétur Ben og Eberg með útgáfu- tónleika á Græna hattinum, Akureyri. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Brother Grass spila blús og þjóðlagatónlist á Fjallaloftinu á FAB Travel, Akureyri. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og aðeins tekið við reiðufé. 22.00 Hljómsveitin Lame Dudes með tónleika á Kaffi Rauðku, Siglufirði. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 23.00 Hljómsveitin Of Monsters and Men spilar á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. ➜ Söfn 13.00 Smiðjuhátíð Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði hefst í dag. Hægt að skoða handverk, sjá hand- verksmenn vinna og kíkja á tónleika. Aðgangur er ókeypis. ➜ Tónlistarhátíð 20.00 Opnunartónleikar Reykholts- hátíðarinnar haldnir í Reykholtskirkju. Aðgangseyrir er kr. 2.500. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. LESTU ÞESSA STRAX! „SKURÐLÆKNIRINN ER FANTAGÓÐ MORÐGÁTA … HRÖÐ OG SPENNANDI LESNING.“ Nýjasta bók kínverska rithöfund- arins Liao Yiwu mun líta dagsins ljós í hinum enskumælandi heimi í ágúst. Harper Collins gefur út. Bókin heitir God is Red: The Sec- ret Story of How Christianity Sur- vived and Flourished in Comm- unist China. Þar fjallar höfundur um vakningu innan kristinna söfnuða í Kína og veltir fyrir sér hvort kristindómurinn muni hjálpa til við umbyltingu lands- ins. Bókin bygg- ist, eins og margar aðrar bækur Liao, á frásögnum einstak- linga og lífi þeirra. Uppgangur kristni í Kína LIAO YIWU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.