Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.07.2011, Blaðsíða 42
22. júlí 2011 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is KR-INGAR hafa nú þegar tryggt sér 45 milljónir króna með árangri sínum í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þeir fengu 15 milljónir króna fyrir að komast í keppnina og svo fimmtán milljónir fyrir að komast áfram í hverri umferð fyrir sig. KR hefur nú slegið út færeyska liðið ÍF frá Fuglafirði og slóvakíska liðið Zilina. Næst á dagskrá eru leikir við Dinamo Tbilisi frá Georgíu. Vínlandsleið 6-8 S: 530 9400 www.totem.is VERSLUN Gaddaskór Complete TFX Star Léttir og góðir alhliða gaddaskór. Henta vel fyrir flestar greinar í frjálsum íþróttum. Stærðir: 35-45 Verð: 13.990 kr. Usain Bolt Fljótasti maður heims, hleypur alltaf í PUMA Söluaðilar: Borgarsport Borgarnesi, Sportver Akureyri, Tákn Húsavík, Íslensku Alparnir Egilsstöðum, Fjarðasport Neskaupstað, Sport-X Hornafirði, Axel Ó Vestmannaeyjum. Axel Bóasson, Kristján Þór Einarsson og Alfreð Brynjar Kristinsson spiluðu frábærlega í Leirunni í gær á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik. Enginn hefur byrjað Íslandsmótið betur undanfarin 36 ár en þessir þrír eins og sjá má í töflunni hér til hægri. Fyrir neðan má síðan sjá samanburð á þessum þremur sjóðheitu kylfingum í gær. Besta skor eftir fyrsta hring (Á Íslandsmótinu í höggleik 1975-2011) - 7 Axel Bóasson, GK 2011* - 6 Kristján Þór Einarsson, GKj 2011* - 6 Alfreð Brynjar Kristinsson, GR 2011* - 5 Heiðar Davíð Bragason, GKj 2005* - 4 Helgi Birkir Þórisson, GSE 2011* - 4 Hjörleifur G. Bergsteinsson, GK 2011* - 4 Björgvin Sigurbergsson, GK 2008 - 4 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 2004 - 4 Örn Ævar Hjartarson, GS 2002 - 4 Ottó Sigurðsson, GKG 2000 * á Hólmsvelli í Leiru Þrír sjóðheitir á fyrsta deginum Alfreð Brynjar Kristinsson GKG Skor 66 högg 6 undir pari Fyrri níu: 35 (-1) Seinni níu: 31 (-5) Pör 10 Fuglar 7 Örn 0 Skollar 1 Kristján Þór Einarsson GKj Skor 66 högg 6 undir pari Fyrri níu: 34 (-2) Seinni níu: 32 (-4) Pör 13 Fuglar 4 Örn 1 Skollar 0 Axel Bóasson GK Skor 65 högg 7 undir pari Fyrri níu: 32 (-4) Seinni níu: 33 (-3) Pör 11 Fuglar 7 Örn 0 Skollar 0 GOLF Axel Bóasson 21 árs kylfing- ur úr Keili spilaði manna best á fyrsta degi Íslandsmótsins í högg- leik á Hólmsvelli í Leiru á Suður- nesjum í gær. Axel lék hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins og jafnaði vallar- metið. Hann var að vonum ánægð- ur með frammistöðuna. „Sæla, gleði, gleði og allir sáttir með þetta,“ voru fyrstu viðbrögð Axels sem deilir vallarmetinu sem Gunnar Þór Jóhannsson setti fyrir tíu árum. Axel segir Hólmsvöllinn henta sér vel. „Það má segja það. Að geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna. Ég er búinn að slá vel og þetta var vandræðalaust eins og sagt er,“ sagði Axel. Alfreð Brynjar Kristinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili fylgja fast á hæla Axels. Alfreð og Kristján spiluðu hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í,“ sagði Alfreð Brynjar. Hann sagði hringinn sinn með besta í móti í sumar en þó hefðu fleiri pútt mátt detta. Kristján Þór tók í sama streng. „Þetta er fyrsti hringurinn sem ég spila í sumar án þess að tapa höggi þannig að ég myndi segja að þetta væri besti hringurinn minn í sumar,“ sagði Kristján Þór sem lauk hringnum á glæsilegum erni á 18. holu. Kristján Þór, sem spilað hefur háskólagolf í Bandaríkjunum í vetur líkt og Axel, hefur glímt við smávegis meiðsli í úlnliðnum. „Ég fann aðeins fyrir þessu í lok hringsins. Ákveðnar hreyfingar voru óþægilegar. Ég ætla að bera krem á þetta og vona það besta.“ Aðstæður voru frábærar í Leir- unni í gær. Nokkuð stillt, kargi í lágmarki og því breiðar brautir sem henta vel högglöngum kylfing- um. Draumaaðstæður fyrir þá sem kjósa lengd fram yfir nákvæmni í upphafshöggum sínum. „Það má segja það. Geta hamrað út um allt með sleggjunni. Maður gat verið í sínu veldi hérna,“ sagði Axel sem ætlar að styðjast við sömu uppskrift í dag og skóp árangur hans í gær. „Sama hugarfar. Vera rólegur og hafa gaman af þessu,“ sagði Axel. Dregið var í ráshópa gærdagsins en í dag verða kylfingar ræstir út miðað við frammistöðuna í gær. Axel, Alfreð Brynjar og Kristján Þór fara því síðastir út eftir hádegi. 72 kylfingar komast í gegnum niðurskurðinn í karlaflokki fyrir síðustu 36 holurnar sem leiknar verða um helgina. kolbeinntd@365.is Strákarnir í stuði í Leirunni Axel Bóasson fór á kostum á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik í gær. Axel spilaði á sjö höggum undir pari og hefur eins höggs forskot á Alfreð Brynjar Kristinsson og Kristján Þór Einarsson sem einnig voru í stuði á sex undir pari. GOLF Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Kili er í fyrsta sæti að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. Tinna lék holurnar átján á 69 höggum eða þremur höggum undir pari Hólmsvallar og setti vallarmet. Tinna lauk hringnum á fugli á átjándu holunni. „Þessi seinasta er „birdie“- hola. Ég hélt að upphafshöggið hefði farið í tjörnina vinstra megin. Ég var heppin að hann tórði á landi. Ég tók því fegins hendi og fékk fugl,“ sagði Tinna sem var skiljanlega ánægð með spilamennsku sína í dag. Tinna segist að röff-leysið hafi hentað henni vel í gær. Hún hafi bætt högglengd sína undanfarið en sé þó venjulega á braut. „Það gekk ekki alveg upp í dag. Upphafshöggin fóru út um allt. Það gerist stundum þegar það er enginn fókus á braut. Maður bara lúðrar þessu áfram,“ sagði Tinna. Henni gekk líka vel í stutta spilinu. „Ég fékk fugl á öllum par fimm holunum. Þar var ég að slá fleyg- járnshöggin mjög nálægt pinna,“ sagði Tinna. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Golfklúbbnum Oddi er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari og jafnaði þar með fyrra vallarmet Hólmsvallar. Eygló Myrra fór illa af stað á Hólmsvelli í gær og spilaði aðra holu vallarins á þremur höggum yfir pari. „Ég var komin fjóra yfir eftir þrjár holur þannig að þetta leit ekkert voðalega vel út. En þetta eru fjórir hringir og ég búin með þrjár holur. Nóg af holum eftir. Ég sá að strákarnir voru að spila á sjö undir og fá fullt af fuglum. Það kom mér í gang að hugsa um þá,“ sagði Eygló. Eygló segist ekki hafa séð svona skor hjá sér lengi. Hún sé búin að vinna vel í vetur og sumar en árangurinn látið á sér standa, þar til nú. „Já, ég var að jafna besta hringinn minn í tvö ár. Ég er búin að bíða eftir þessu lengi,“ sagði Eygló sem segir fólk í kringum sig hafa hvatt sig til að sýna þolinmæði. Vinnan myndi skila árangri á endanum. Eygló er afar ánægð með ástand Hólmsvallar og tekur undir með Tinnu varðandi skort á röffi. „Það hentar mér mjög vel. Maður getur slegið út um allt og verið í góðum málum. Flatirnar eru ótrúlega góðar og völlurinn í toppstandi.“ Signý Arnórsdóttir úr Kili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni spiluðu á einu höggi undir pari og eru jafnar í þriðja sæti. - ktd Tinna Jóhannsdóttir úr Kili spilaði á þremur höggum undir pari í Leirunni í gær: Tinna hóf titilvörnina á vallarmeti TINNA JÓHANNSDÓTTIR Íslandsmeist- arinn lék vel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL AXEL BÓASSON Sló frábærlega í gær, jafnaði vallarmetið og var nálægt því að bæta það í lokapúttinu. MYND/STEFÁN GARÐARSSON/GSÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.