Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 12
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR12
Fjölmörg mál er snerta
fjármálaráðuneytið hafa
verið í fréttum undanfarið
og nægir að nefna málefni
SpKef og Byrs því til sönn-
unar. Vinna við fjárlaga-
gerð fyrir árið 2012 er einn-
ig í fullum gangi og ljóst er
að þar verður aðhaldsað-
gerðum beitt áfram. Stein-
grímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir vel
hafa tekist til í endurreisn
íslensks efnahagslífs.
Tilkynnt var um samruna Lands-
bankans og SpKef í mars, að
ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.
Í síðustu viku bárust hins vegar
fregnir af því að matsnefnd á
vegum Landsbankans hefði metið
eigið fé sparisjóðsins um 20 millj-
örðum rýrara en fyrr hafði verið
gert. Verði það niðurstaðan þýðir
að 38 milljarða vantar til að sjóð-
urinn uppfylli kröfur Fjármálaeft-
irlitsins.
Steingrímur J. Sigfússon segir að
langlíklegast sé að deilan um virði
sjóðsins fari í gerðardóm. Björgun
hans hafi hins vegar verið óumflýj-
anleg. Hefði SpKef farið á hausinn
hefði innstæðueigendum verið mis-
munað, en neyðarlögin kveða á um
að allar innstæður skuli tryggðar.
„Það er auðvitað alveg ljóst að
þegar stofnun er svona illa á sig
komin og eignir duga ekki fyrir
innstæðum þá er komið þar gat
sem enginn nema ríkið getur stopp-
að í. Það liggur í því að bæði fyrr-
verandi og núverandi ríkisstjór-
nir hafa gefið út yfirlýsingar um
að allar innstæður verði tryggðar
og þeim borgið. Þannig hefur fjár-
hagsleg endurskipulagning allra
fjármálastofnana, þar með talið
stóru bankanna þriggja, verið.
Þetta er grundvöllur neyðar-
laganna og á þeim grunni hefur
áfram verið unnið. Þetta er líka
í samræmi við lög sem eru í gildi
um sérstakar aðstæður á fjármála-
markaði.“
Steingrímur segir sameininguna
við Landsbankann hafa verið
neyðarráðstöfun þegar allt var
komið í þrot. „Það er ósköp einfalt
að ef ekki næst samkomulag um
mat á eignum á móti skuldum þá
getur til þess komið að þetta fari í
gerðardóm og það stefnir nú frekar
í að svo verði.“
Steingrímur ítrekar að fjármála-
ráðuneytið sé ekki gerandi í mál-
inu, það sé Fjármálaeftirlitsins að
gefa út og innkalla leyfi fyrir starf-
semi fjármálastofnana. Ríkisins sé
að tryggja innstæður.
„Ég er ekki í neinum vafa um
að þetta var besti kosturinn úr því
sem komið var, að sameina þetta
burðugum banka sem getur unnið
í þessum málum.“
Kaupverð opinberað
Íslandsbanki keypti Byr á dögun-
um, en kaupverð hefur ekki enn
fengist upp gefið. Enn eru fyrir-
varar við kaupunum sem snúa að
fjármálaeftirliti, samkeppniseft-
irliti og ESA, eftirlitsstofnun EES.
Steingrímur segir mönnum lítill
greiði gerður með því að gefa upp
kaupverð þegar ekki sé ljóst að
verði af endanlegum viðskiptum.
Þegar og ef af verði muni kaup-
verðið að sjálfsögðu verða gefið
upp.
„Ljóst var að það voru miklir
hagsmunir fólgnir í því að ríkið
þyrfti ekki að endurfjármagna Byr,
en þetta var fjórða stærsta eigna-
safnið í bankakerfinu. Strax frá
byrjun var reynt að leggja málin
þannig upp að aðrir aðilar tækju
þá starfsemi yfir og fjármögnuðu
hana. Ríkið hefur ekki reitt fram
þar neitt fé nema stofnféð, tannféð,
sem er lágmarksfjárhæð til að fjár-
magna nýjar stofnanir; 900 millj-
ónir króna.“ Steingrímur segir að
ríkið muni að uppistöðu til fá það
fé til baka.
„Byr var settur í opið söluferli og
öllum sem áhuga höfðu gafst kost-
ur á að fá aðgang að upplýsingum.
Þeir sem sýndu áfram áhuga fengu
síðan frekari upplýsingar. Síðan
komu tilboð og það var gengið til
viðræðna við þann sem bauð best,
en menn voru sammála um hvaða
aðili það væri.“
Kvótamálin má leysa
Ríkisstjórnin hefur það á stefnu-
skrá sinni að breyta stjórnkerfi
fiskveiða. Sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra lagði fram tvö
frumvörp í þá veru í vor, annað
fékkst afgreitt en hið umfangs-
meira var sett í nefnd. Nefndin
hefur sent það út til umsagnar og
mun vinna úr þeim umsögnum í
haust. Steingrímur gerir fastlega
ráð fyrir því að nýtt og endurbætt
frumvarp komi fram á næsta þingi.
„Ég er enn þeirrar trúar að
þarna sé efniviður í farsæla lausn
í því máli. Menn þurfa bara að setj-
ast yfirvegað yfir það og fara yfir
fjölmarga þætti. Ég held að þar
sé efniviður í lausn sem allir eiga
að geta búið við í farvegi þessara
nýtingarsamninga með hliðarráð-
stöfunum í pottum. Það eru fyrst
og fremst lengd og framlengingar-
ákvæði þeirra samninga sem þarf
að ræða, hlutfall milli þeirra og
pottanna, upphæð veiðileyfagjalds
og svo framsals- og veðsetningar-
ákvæði.
Ég tel að það sé ekki sérstaklega
flókið að finna lausn á þessu ef
menn setjast yfir málið.“
Kjarasamningar taka í
Fjárlagavinna fyrir næsta ár er í
fullum gangi og Steingrímur segir
ekki framhjá því horft að nýgerð-
ir kjarasamningar hafi ansi mikil
útgjaldaáhrif. Spurður hvort það
þýði meiri niðurskurð en gert var
ráð fyrir segir hann það allavega
þýða að hvergi sé hægt að slaka á í
þeirri glímu við að gera ríkisfjár-
málin sjálfbær.
„Það stendur ekki til að slá neitt
af í þeim efnum. Við þurfum nátt-
úrulega, eins og við höfum alltaf
gert, að vega og meta aðstæður út
frá því hvað er efnahagslega skyn-
samlegt. Við þurfum að láta ríkis-
fjármálin, eftir því sem hægt er,
styðja við batann án þess að missa
fyrir borð markmiðið að draga úr
hallanum. Þetta er dínamísk áætl-
un sem þarf að endurskoðast í takt
við aðstæður, þar á meðal atvinnu-
leysi, hagvaxtarhorfur og hvern-
ig gengur að ná fjárfestingum í
gang.“
Steingrímur segir atvinnu-
ástandið fara batnandi þó að allir
FRÉTTAVIÐTAL: Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
Bjartara útlit en ekki má sofna á ver
FJÁRMÁLARÁÐHERRANN Steingrímur segir að þrátt fyrir uggvænlegar horfur í efnahagsmálum heimsins sé tilefni til bjartsýni hvað íslenskan efnahag varðar. Tækifærin séu
mikil og fyrst og fremst þurfi að komast á eðlilegt ástand eftir hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Steingrímur segir tímamótaviðburð hafa orðið í vor, sem kannski hafi ekki
fengið verðskuldaða athygli, þegar ríkið komst á alþjóðlegan skuldabréfa-
markað og fékk 1 milljarð dollara lán. Kjörin á því láni hafi verið ásættanleg.
„Það voru gríðarleg tímamót í efnahagslegri endurreisn Íslands, sem hefur
vakið jákvæða og verðskuldaða athygli erlendis en minna verið talað um
hér. Almennt er litið svo á að með þessu sé Ísland að komast inn úr kuld-
anum og sýna að það er komið aftur í aðstöðu til að vinna sig úr vandanum.
Þá náðist mikill árangur hér í vor með fimmtu endurskoðun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, sem náðist á réttum tíma.
Endurskoðunin, skuldabréfaútboðið og það að lánshæfismat landsins
var ekki lækkað eru allt saman mjög jákvæð innlegg í málið. Það þýðir ekki
að menn megi sofna á verðinum. Við þurfum áfram að vinna fyrir hverjum
einasta hlut sem snýr að því að byggja upp trúverðugleika fyrir landið á
nýjan leik og koma okkur í eðlileg samskipti við umheiminn. En okkur miðar
mikið í þeim efnum.“
Tímamót urðu í vor
Mín trú er að þeir miklu fjármunir sem fara í hagkerfið,
í gegnum kjarasamninga, greiðslur í bótakerfinu og
greiðslur upp í vaxtakostnað, svo dæmi sé nefnd, muni hafa
jákvæð áhrif og styðja við hagkerfið.
www.madurlifandi.is
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
Hæðarsmára 6
201 Kópavogur
Sími: 585 8710
Hafnarborg
220 Hafnarfirði
Sími: 585 8720
Jasmine | Red Fruits & Aronia
Nettle | Lemon & Ginger | White tea
Clipper te 20%
afsláttur
Sérvaldar tegundir með 20% afslætti.
Clipper te eru lífrænt vottuð og
einstaklega ljúffeng.