Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2011 17 Þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og svokallaður þjóðarvilji er talsvert í umræð- unni m.a. í tengslum við vinnu stjórnlagaráðs. Að einhverju leyti mótast þetta af vantrú á þjóð- kjörnum fulltrúum og þar með fulltrúalýðræðinu, en þetta er líka eðlileg þróun í lýðræðis- þjóðfélagi. Hins vegar má nefna mörg dæmi um skoðanakannanir eða kosningar þar sem sjónar- mið fjöldans endurspegla ekki endilega skynsamlegustu niður- stöðuna eftir á að hyggja. Meiri- hluti þingmanna kemst heldur ekki alltaf að skynsamlegustu niðurstöðunni. Hvort sem þing eða þjóð á í hlut þarf að byggja á því að þeir sem kjósa séu vel upp- lýstir og viti hverjir valkostirnir eru. Þannig er það ekki alltaf, síst af öllu í þjóðfélagi þar sem fjöl- miðlar eru veikir og hlutdrægir. Almenningur og þingmenn geta ekki treyst því að fá réttar eða ítarlegar upplýsingar. Hvalfjarðargöngin Árið 1996 var meirihluti fólks skv. skoðanakönnun á móti gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Um 52% voru andvíg göngunum en 23% fylgjandi. 25% voru hlut- laus. Veitingastaðnum Þyrli í Hvalfirði var lokað árið 2008, en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar- ganganna. Olíufélagið, forveri N1, hefur eflaust treyst á að eitt- hvað væri að marka skoðana- könnunina sem gerð var 1996. Göngin áttu sem betur fer eftir að vera góð og arðsöm samgöngu- bót fyrir flesta og stuðla að orku- og tímasparnaði. Reykjavíkurflugvöllur Árið 2001 kusu Reykvíkingar um það hvort flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Um 37% Reykvíkinga tóku þátt í henni, en þeir einir máttu taka þátt. Úrslitin voru nánast hnífjöfn, 14.529 með flugvellinum en 14.913 á móti. Ekki var þó ljóst hvert flugvöllurinn ætti að fara og mörgu var ábótavant við þess- ar kosningar varðandi þá valkosti sem voru í boði. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan yrði önnur í dag, enda nú flestum ljóst að annað- hvort verður hann í Vatnsmýr- inni eða starfsemi hans flyst að fullu til Keflavíkur. Kosning um flugvöll, þar sem valkostir eru ekki skýrir, er dæmi um óheppi- legt kosningamál. Aftur á móti þarf að komast að niðurstöðu um flugvöllinn enda verið að endur- skoða aðalskipulag Reykjavíkur. Samkvæmt núverandi skipulagi á flugvöllurinn að víkja að hluta árið 2016 og að fullu árið 2024 og í mikilvægum skipulagsmál- um þarf að horfa áratugi fram í tímann. Kárahnjúkavirkjun Vel má vera að meirihluti lands- manna hafi verið á móti Kára- hnjúkavirkjun á sínum tíma. Þar réðu bæði umhverfissjónarmið og arðsemissjónarmið miklu, en sumir töldu framkvæmdina líka tæknilega of áhættusama. Við- horfin gætu verið önnur í dag. Kosningar um svona verkefni verða alltaf erfiðar og spurning hvort allur almenningur sé best til þess fallinn að ráða úrslitum í svona máli og á þá vægi Austfirð- inga að ráða meiru alveg eins og Reykvíkingar töldu sig eiga að ráða því hvort flugvöllur fyrir innanlandsflugið yrði í Vatns- mýrinni eða annars staðar. Eldsneytisverð og vegatollar Ólíklegt er að almenningur sam- þykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hækkun skatta t.d. á eldsneyti og upptöku vegatolla, en þetta er þó líklega skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Skattur- inn leggst þyngst á þá sem keyra mest og eru á þyngstu og eyðslu- frekustu bílunum. Auk þess stuðlar hærra eldsneytisverð að sparnaði í innflutningi eldsneyt- is og ýtir undir notkun annarra orkugjafa. Þetta er því betri skattstofn en t.d. tryggingagjald á laun eða almennir launaskattar. Hlutur fjölmiðla Hlutur fjölmiðla er umtalsverð- ur þegar kemur að því að móta skoðanir fólks. Svo getur tíðar- andinn og ástandið í þjóðfélag- inu haft mikil áhrif og hvað fólk telur þjóna best sínum persónu- legu hagsmunum. Umræðan um sjávarútvegsstefnuna og kvótamál, stóriðju, eldsneytis- verð o.fl. eru dæmi um mál sem geta hentað illa í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið jákvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hve- nær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðar- innar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum. Það er ekki alltaf réttlætanlegt að meirihlut- inn geti knúið fram niðurstöðu gegn minnihlutanum. Fram- kvæmdin og hvernig staðið er að kynningu getur ráðið úrslitum um niðurstöðuna. Kjósendum þarf þá að vera ljóst hverjir val- kostirnir eru og afleiðingarnar fyrir einstaklinga og almenning. Skoðanakannanir og þjóðarvilji Kúgun kvenna og barna Sigríður Þorgeirsdóttir heim-spekiprófessor skrifaði athyglisverða hugvekju um ofbeldi gegn konum og börnum í Fréttablaðið fyrir skömmu. Svo áleitin var hugvekjan að hún vakti meira að segja huga minn, karlklerks á eftirlaun- um. Í hugvekjunni beinir Sig- ríður athyglinni að menningar- bundnum rótum slíks ofbeldis, sem hún telur ekki nægur gaum- ur gefinn. Hún vekur athygli á rótum vestrænnar menningar og leitast við að greina hvaðan hugmyndir vestrænna hvítra karla um rétt sinn til að vaða yfir konur og börn með ofbeldi séu komnar. Hún skrifar: „Þetta virðingarleysi gagnvart öllum þeim sem eiga ekki hlutdeild í kerfi karlhverfra, hvítra yfir- ráða, gegnsýrir hugmyndasögu Vesturlanda. Í einu af ritum Páls postula í Biblíunni er boðað að konum skuli meinað að tala í kirkjum. Konur eru sagðar óhreinar.“ Sigríður segir þenn- an „hugarburð“ eiga sér „rætur í forngrískri heimspeki sem leggur fræðilegan grunn að kvenfyrirlitningu okkar menn- ingar. Heimspeki Aristótelesar fer í gegnum heimspeki Tómas- ar frá Akvínó beint inn í kenn- ingar kristinnar kirkju.“ Hvetur Sigríður til þess að í menntun guðfræðinga, heimspekinga og kennara sé lögð meiri áhersla á menningarlega greiningu þessa vandamáls. Síðan spyr hún: „Hefur samstaða karla í gegn- um aldirnar að einhverju leyti fengið kraft úr ímynd sambands guðföður og sonar?“ Upptendraður af hvatningu prófessorsins til að skoða þenn- an vanda í ljósi menningar hvarflaði hugur minn til Kína en þar tíðkaðist öldum saman að reyra fætur stúlkubarna í frumbernsku til að auka kven- leika þeirra, þannig að þær urðu nær ófærar til gangs. Hugurinn leitaði einnig til hins kommún- íska Kína þar sem stúlkubörn voru gjarnan borin út fremur en piltbörn eftir að stjórnvöld settu kvóta á barneignir. Og mér var hugsað til Indlands þar sem konur hafa verið brennd- ar lifandi með líki eiginmanna sinna. Og hugurinn leitaði til Afríku, þar sem víða tíðkast að meta gildi kvenna til kýrverðs og ungar stúlkur eru limlestar með umskurði. Og allt eru þetta hefðir lausar við áhrif frá þeim kumpánum Aristótelesi, Páli postula og Tómasi frá Akvínó, og þar sem kristnar ímyndir um samband „guðföður og sonar“ eru órafjarri. Þetta menningarlega sjónar- horn vakti með mér þá spurn hvort hér væri ekki um að ræða sammannlegan brest, ásókn í vald og hneigð til undirokun- ar þeirra sem lítils mega sín, hneigð sem býr til eða leitar að farvegi innan heimspekikerfa, trúarbragða og menningar. Er hugsanlegt að menningararfur- inn og trúarbrögðin sem slík séu ekki sökudólgurinn, heldur mað- urinn sjálfur, hver sem hann er og hvar sem hann er? Ástæða er vissulega til að greina þá þætti menningar eða átrúnaðar sem hægt er að misbeita til illvirkja. Við þá greiningu ættum við jafnframt að hjálpast að við að greina og rækta þá þætti í menn- ingu og trúarbrögðum hvarvetna í heiminum sem hamlað geta hvers konar kúgun og ofbeldi. Þá væri jafnvel hægt að syngja með Páli postula óð hans til kær- leikans sem hefst svona: „Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvell- andi bjalla.“ Í slíku mannrækt- ar- og uppbyggingarstarfi væri dýrmætt að geta notið leiðsagn- ar fordómalausra og víðlesinna fræðimanna. Ég þakka Sigríði hugvekjuna. Ofbeldi Dr. Sigurður Pálsson fyrrverandi sóknarprestur Þjóðaratkvæða- greiðsla Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið já- kvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hvenær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðarinnar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.