Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 26

Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 26
KYNNING − AUGLÝSINGmaraþon MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20112 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365. is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Regenovex er náttúrulegt efni sem virkar gegn liðverkjum og bólgum. Fólki sem stundar mikla heilsu- rækt og hreyfingu er hættara við að fá liðverki. Maraþonhlaupurum er hætt við liðverkjum þar sem álagið á hné og mjaðmir er mikið. Hlaupar- ar ættu því að hugsa um rétta nær- ingu fyrir liðina og huga að fyrir- byggjandi aðgerðum. Náttúrulyfið Regenovex gæti verið lausnin. „Regenovex hentar jafnt ungum sem öldnum,“ segir Þuríður Hrund Hjartardóttir, framkvæmdastjóri neytendavörusviðs hjá Icepharma. „Bæði hentar það fólki sem þjáist almennt af liðverkjum og fólki sem hreyfir sig mikið.“ Regenovex er samsett úr tveimur náttúrulegum efnum, hýlúrónsýru og bionovex-olíu sem saman mynda þá virkni sem dregur úr sársauka og viðheldur og byggir upp liði. „Þar sem hýlúrónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamót- unum á þetta sama efni í Regeno- vex að hjálpa okkur að endurhlaða birgðir líkamans af því og þar með virka smyrjandi og höggdeyfandi á liðina,“ segir Þuríður og tekur fram að sé hýlúrónsýra á undanhaldi í liðunum vanti smurninguna, lið- irnir nuddist saman og valdi þann- ig sársauka. Bionovex-olían inniheldur hins vegar omega-3 olíu sem unnin er úr grænkræklingi og hefur bólgu- eyðandi eiginleika. Vegna þessarar olíu hentar varan ekki þeim sem eru með ofnæmi fyrir skelfiski. „Ég hef sjálf verið ansi slæm í hnjám og hálsliðum eftir íþrótta- iðkun,“ segir Þuríður. „Svo slæm að ég var hætt að geta stundað úti- hlaup. Með Regenovex fór ég að geta hlaupið á ný. Ég tek alltaf eina töflu á morgnana með vítamíninu mínu og nota svo gelið eftir þörfum á hné og háls ef ég er undir miklu álagi.“ Regenovex er hægt að fá í þrem- ur útfærslum: sem perlur til inn- töku, gel til að bera á liðina og sem plástur. „Plásturinn virkar svipað og gelið nema hann virkar lengur; hann hefur 12 tíma virkni og gefur góða kælingu á bólgur. Margir setja plástur á álagssvæði á nóttunni og eru lausir við verkinn að morgni,“ segir Þuríður. Starfsfólk Icepharma hefur feng- ið margar ánægjulegar sögur af fólki sem hefur þjáðst lengi af verkjum, til dæmis í mjöðmum, hálsliðum og hnjám, en náð að halda verkjunum í skefjum með Regenovex. „Þessar sögur hafa hvatt okkur til að kynna efnið fyrir fleirum. Aðalplúsinn er svo að varan er hundrað prósent náttúruleg sem þýðir að neytand- inn er laus við alls kyns aukaverk- anir sem mörg önnur bólgueyð- andi og verkjastillandi lyf hafa,“ segir Þuríður, sem getur með góðri samvisku hvatt alla til að reyna Re- genovex. Regenovex gegn lið- verkjum og bólgum Þuríður með undraefnið góða. MYND/ANTON Nú eru rúmar þrjár vikur í Reykjavíkurmaraþonið. Þeir sem ætla lengri vegalengdir eru væntanlega löngu byrjaðir að æfa og eins þeir sem stefna á góðan tíma í tíu kílómetra hlaupinu. Það er hins vegar enn þá tími til að koma sér í sæmilegt hlaupaform og taka þátt í tíu kílómetrunum fyrir fólk sem er ágætlega á sig komið. Þeir sem eru vanir fjallgöngum, líkamsrækt eða annari hreyfingu ættu að fara nokkuð létt með það Hér eru nokkur ráð: Af stað! Byrjið allaf á upphitun því annars er hætt við þrálátum meiðslum. Byrjið svo á því að skokka skamma vegalengd í hverfinu. Haldið út í að minnsta kosti fimmtán mínútur. Hvíl- ið næsta dag en farið svo aftur af stað. Reynið að komast aðeins lengra. Skokk- ið að minnsta kosti þrisv- ar í v iku og reynið fljótlega að komast upp í fimm kílómetra. Reynið ykkur á hlaupaleiðinni Kynnið ykkur leiðina sem hlaup- in verður (sjá www.marathon.is). Takið ykkur stöðu við markið og reynið að komast nokkuð áleiðis. Þá er hægt að gera sér grein fyrir því hvort takmarkið muni yfir höfuð nást. Það gefur góða raun að þekkja hlaupaleiðina sem farin verður. Þá liggur ljóst fyrir hvaða kaflar munu reynast auðveldir og hverjir eru erf- iðari. Eins er gott að vita hvað er langt í mark enda hefur hugurinn mikið að segja þegar úthald er ann- ars vegar. Farið að minnsta kosti sjö kílómetra í viku tvö og reynið að komast alla leið í viku þrjú. Þá er hægt að vera viss um að takmarkið muni nást og minni hætta á því að koma skríðandi í mark. Veljið réttu tónlistina í eyrun Mörgum gengur betur að hlaupa með hressandi tónlist í eyrum. Þannig má auðveldlega gleyma sér og allt í einu liggja fleiri kílómetrar að baki. Aðrir vilja vera einir með hugsunum sínum og fá aldrei betri hugmyndir en á hlaupum. Finnið út hvað ykkur hentar. Ekki borða rétt fyrir hlaup Það er ekki ráðlegt að borða innan við tveimur tímum fyrir hlaup. Þá er maginn enn að melta á meðan á þeim stendur. Í það fer talsverð orka og þyngslatilfinning gerir vart við sig á hlaupunum. Mörgum verður auk þess flökurt, fá hlaup- asting og finnst maturinn vera að skila sér öfuga leið og þá fer ein- beitingin út um þúfur. Best er að borða um það bil þremur tímum fyrir hlaup og þá fremur létta en kolvetnaríka máltíð. Hvílið á milli Tíminn fram að hlaupi er naumur og þó reglulegar æfingar séu nauð- synlegar til að ná settu marki er hvíldin líka mikilvæg og þýðir lítið að mæta uppgefinn með strengi í hlaup. Hvílið vel á milli æfinga og gætið þess að fara ekki langar vega- lengdir dagana fyrir hlaup. Ráðlegt er að vakna að minnsta kosti þrem- ur tímum áður en hlaupið er ræst á keppnisdag. Þannig er hægt að láta þrjá tíma líða frá síðustu máltíð og tryggja að líkaminn sé almenni- lega vaknaður þegar átökin hefjast. Í hlaupaform á þremur vikum Aðalatriðið er að byrja! NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.