Fréttablaðið - 27.07.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 27.07.2011, Síða 36
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Íslensk brúðuleikhús eru að slá í gegn í Rússlandi. Hallveig Thorlacius með sýninguna Minnsta tröll í heimi og Bernd Ogrodnik með Umbreytingu sóttu rússnesku brúðuhátíðina Baltic Sea Countries Puppet Theatre Festi- val í Sankti Pétursborg í Rússlandi á dögunum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þeim hafa borist mörg til- boð um sýningar í Rússlandi. „Ég er að fara með brúðusýningu til Múrmansk í september,“ segir Hall- veig Thorlacius brúðuleikari og bætir við að hún eigi eftir að vinna úr fleiri tilboðum um sýningar í Rússlandi á næsta ári. „Það er mikil hefð fyrir brúðuleikhúsi í Rússlandi og virð- ing borin fyrir því,“ segir Hallveig sem fengið hefur gæðastimpil á leik- hús sitt í Rússlandi. Hallveig segir að Rússar séu óvanir því að fólk leiki eitt. „Þetta eru stór leikhús en þeir eru að læra af okkur því við höfum reynslu í að vera fá,“ útskýrir Hallveig Sýningu Hallveigar í Sankti Péturs- borg sóttu aðallega fullorðnir. Hall- veig segir hlæjandi að einungis þrjú börn hafi verið á staðnum. „Það gerði ekkert til, það var bara dásamlegt,“ segir Hallveig sem lék í Dostojevskí- safni. „Frá því að ég kom inn á sviðið og þar til ég fór út aftur þá var ég með óskipta athygli áhorfenda.“ Áhorfend- ur taka þátt í sýningu Hallveigar. „Ég læt börnin, vanalega, hjálpa söguhetj- unni að bjarga sér úr klónum á Grýlu en í þetta skiptið mátti ég hafa mig alla við til að leyfa börnunum að taka þátt af því að fullorðna fólkið var svo fljótt að grípa tækifærið.“ Dóttursonur Hallveigar, Úlfur Elí- asson, átta ára, fór til Sankti Péturs- borgar með henni. Honum fannst það mikil upplifun en komst að þeirri nið- urstöðu að Grýla myndi ekki vera spennt fyrir því að borða Rússa. „Af því þeir voru alltaf að reykja.“ martaf@frettabladid.is HALLVEIG THORLACIUS: BRÚÐURLEIKHÚS HENNAR EFTIRSÓTT Í RÚSSLANDI Rússnesk tilboð streyma inn VINSÆL Í RÚSSLANDI Úlfur Elíasson fór ásamt ömmu sinni Hallveigu Thorlacius til Rússlands og komst að því að Grýla myndi ekki vera spennt fyrir að borða Rússa, sem reykja mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALEXANDRE DUMAS (1824-1895) rithöfundur fæddist þennan dag. „Hamingjan er eins og þeir staðir í ævintýrunum sem vaktaðir eru af drekum, við verðum að berjast til að öðlast hana.“ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Ása Kristinsdóttir Grenimel 43, sem andaðist mánudaginn 11. júlí, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarfélagið Göngum saman (gongumsaman.is, eða sími Krabbameinsfélagsins: 5401990). Svavar Björnsson Ásta Svavarsdóttir Tómas R. Einarsson Sigrún Svavarsdóttir Kristín Svavarsdóttir Sæmundur Runólfsson Björn Þór Svavarsson Sigrún Jóna Andradóttir og barnabörn Yndislega eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Róshildur Stefánsdóttir Ljósuvík 14, Reykjavík, sem lést aðfaranótt fimmtudagsins 21.júlí, verður jarðsett föstudaginn 29. júlí kl. 11 frá Grafarvogskirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Birkir Þór Gunnarsson Gunnar Birkisson Jóhanna Bergmann Þórhallsdóttir Stefán Hjálmar Birkisson Margrét Björk Kjartansdóttir Dagný Björk Stefánsdóttir Steindór Hjartarson Aron Birkir Stefánsson Hanna Björt Stefánsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Úlfarssonar Teigagerði 16. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A6 á Landspítalanum Fossvogi. Margrét K. Björnsdóttir Björn Úlfar Sigurðsson Ósk Halldórsdóttir Sigríður Margrét Sigurðardóttir Ágúst Benediktsson barnabörn og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðlaug Eggertsdóttir Andrésbrunni 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29. júlí kl. 13.00. Kristján Ragnarsson Gunnar S. Jónsson Þuríður M. Jónsdóttir Kristján Gunnarsson Heiða Björk Jónsdóttir Þröstur I. Jónsson Kolbrún Jónsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir Árskógum 2, áður Norðurgarði, Vestmannaeyjum, andaðist föstudaginn 22. júlí á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur R. Guðnason Kristín A. Schmidt Helgi Þ. Guðnason Guðlaug K. Einarsdóttir Ása F.M. Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Herdís Guðrún Ólafsdóttir Brúnavegi 9, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 21. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. júlí kl. 15. Viðar Gunnarsson Guðbjörg Bergs Ómar Þór Gunnarsson Guðný Ólafsdóttir Ástríður Ólöf Gunnarsdóttir Kjartan Hrafn Helgason Bjarni Matthías Gunnarsson Hulda Björk Erlingsdóttir Elskuleg móðir okkar, amma, dóttir, systir og mágkona, Ástríður Karlsdóttir Klapparstíg 14, 101 Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, laugardaginn 23. júlí. F.h. aðstandenda, Dóra Sif Tynes Hrefna Tynes. Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, Guðmundur Helgason Sæbólsbraut 23, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 21. júlí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið. Helgi Ragnar Guðmundsson Jóna Heiða Hjálmarsdóttir Sölvi Rúnar Guðmundsson Þorsteinn Rafn Guðmundsson Þorsteinn Helgason Ástfríður Árnadóttir og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.