Fréttablaðið - 29.07.2011, Blaðsíða 4
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR4
KJARAMÁL Stefán Einar Stefáns-
son, formaður VR og Landssam-
bands íslenskra verslunarmanna,
viðrar þá hugmynd í grein í
Fréttablaðinu í dag að fólk sem
vinnur við verslun og þjónustu
fái frí helgina eftir verslunar-
mannahelgi hafi það unnið um
verslunarmannahelgina sjálfa.
Segir hann það sanngjarna
kröfu sem vert sé að láta á reyna.
„Ég er nú bara að viðra þessa
hugmynd núna,“ sagði hann í
samtali við Fréttablaðið. „Ef það
kemur í ljós að þessi hugmynd sé
góðra gjalda verð þá væri hægt
að fara með þetta inn í næstu
kjarasamningaviðræður,“ segir
hann. - jse
Formaður VR og LÍV:
Verslunarmenn
fái frí í ágúst
BORGARMÁL Borgarráð ákvað í
gær að verða við beiðni verslun-
armanna við Laugaveg um að sá
hluti götunnar sem lokaður hefur
verið fyrir bílaumferð verði ekki
opnaður á ný fyrir bíla fyrr en
mánudaginn 8. ágúst. Áður hafði
verið ráðgert að opna fyrir bíla-
umferð miðvikudaginn 3. ágúst.
Í fréttatilkynningu frá Reykja-
víkurborg segir að talning hafi
sýnt að fleiri gangandi og hjól-
andi hafi farið um Laugaveginn
eftir breytinguna. Skoða á í ljósi
reynslunnar hvert framhaldið
verður.
Borgarráð veitti jafnframt
leyfi fyrir götuhátíð á Skóla-
vörðustíg 2. til 7. ágúst en þá
verður gatan lokuð frá Berg-
staðastræti að Bankastræti. - ibs
Orðið við ósk verslana:
Göngugatan
opin lengur
Á LAUGAVEGI Vegfarendur hafa verið
ánægðir með göngugötuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
29°
23°
19°
22°
25°
22°
24°
18°
27°
21°
28°
30°
33°
27°
25°
23°
22°
Á MORGUN
víða 3-8 m/s,
SUNNUDAGUR
víða 5-10 m/s,
hvassara SA-til
13
13
12
12
13
13
20
15
17
15
10
8
8
6
7
6
2
4
3
4
5
8
11
14
12
1215
12
1213
15
16
HELGIN Það lítur
út fyrir að verslun-
armannahelgin í ár
verði dálítið vætu-
söm. Rigning með
köfl um eða skúrir
verða viðloðandi S-
og V-land og von
á stöku skúr víðast
hvar annars staðar.
Bjartast verður
þó N- og A- til og
hlýjast þar í dag og
á morgun en snýst
svo í A-átt.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
NÁTTÚRA Nokkrar nýjar tegundir fundust í
árlegri ferð vísindamanna til Surtseyjar.
Tanginn norðan á eyjunni hefur minnkað um
100 metra á einu ári, að því er fram kemur á
vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Meðal nýrra landnema sem biðu vísinda-
mannanna í Surtsey þetta árið var tungljurt,
sem er smávaxin burknategund. Hún er sjö-
tugasta tegund háplantna sem nemur land á
eynni. Gróskumikið graslendi hefur myndast
á suðurhluta Surtseyjar. Í ferðinni fundust
einnig í fyrsta skipti bjöllutegundirnar járn-
smiður og silfurrani.
Talið er að ellefu tegundir fugla hafi verpt í
eynni þetta árið, en fýll, svartbakur, sílamáf-
ur og silfurmáfur voru algengustu tegundirn-
ar á eyjunni.
Surtsey sjálf hefur verið að minnka að flat-
armáli undanfarin ár þar sem sjórinn brýtur
niður sandstrendurnar. Borgþór Magnússon,
leiðangursstjóri í ferðinni, segir að Surtsey
hafi verið um 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli
eftir gos, en sé nú um 1,3 ferkílómetrar.
Borgþór segir ekki talið að Surtsey sökkvi
í sæ í bráð, enda harður móbergskjarni sem
mun væntanlega standa þótt annað eyðist
utan af henni.
Nú má sjá hraunjaðarinn í flæðarmálinu,
en upprunalega var jaðarinn um 500 metra
frá vesturströndinni. - bj
Nýir landnemar fundust í árlegri ferð vísindamanna til Surtseyjar þar sem þróun eyjunnar er skrásett:
Járnsmiður, silfurrani og tungljurt nema land
SURTSEY Gróskumikið graslendi hefur myndast á suður-
hluta Surtseyjar og baldursbráin er áberandi.
MYND/BORGÞÓR MAGNÚSSON
LÍBÍA, AP Hundruð uppreisnar-
manna hröktu hermenn Múamm-
ars Gaddafí, leiðtoga Líbíu, frá
þremur bæjum sem þeir hafa
haldið í Vest-
ur-Líbíu.
Árásinni
er lýst sem
stærstu sókn
uppreisnar-
manna frá því
átök í landinu
hófust fyrir
fimm mánuð-
um . Svæðið
sem uppreisn-
armenn sækja
að er nærri landamærum Líbíu
við Túnis, og talið hernaðarlega
mikilvægt.
Uppreisnarmönnum hafði lítið
orðið ágengt undanfarnar vikur
og mánuði, og virtist þrátefli
komið upp í baráttu þeirra við
Gaddafí um völd í landinu. - bj
Uppreisnarmenn sækja fram:
Hertaka svæði
stjórnarhersins
MUAMMAR GADDAFÍ
Maðurinn sem var handtekinn fyrir
vörslu barnakláms og ósæmilega
hegðun gagnvart börnum var ekki
starfsmaður Bandalags íslenskra
skáta líkt og sagt var í Fréttablaðinu
í gær. Hið rétta er að maðurinn var
sjálfboðaliði hjá KFUM og KFUK.
ÁRÉTTING
SJÁVARÚTVEGUR Eigendur þriðjungs-
hlutar í Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum hafa krafist þess að
farið verði í ítarlega rannsókn á
starfsemi fyrirtækisins og að höfð-
að verði skaðabótamál gegn fram-
kvæmdastjóra og stjórnarmönnum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar, segir þetta birtingar-
mynd þeirra deilna sem verið hafi
við þessa hluthafa undanfarin ár.
Á aðalfundi félagsins lögðu full-
trúar Stillu útgerðar fram tillögur
um úttekt á fyrirtækinu. Að baki
Stillu standa bræðurnir Guðmund-
ur og Hjálmar Kristjánssynir,
kenndir við útgerðarfélagið Brim.
Þeir eiga tæpan þriðjung í Vinnslu-
stöðinni.
Meðal þess sem fulltrúar Stillu
vildu að yrði rannsakað var fyrir-
komulag á afurðasölu, umboðslaun,
flutningskostnaður, afleiðusamn-
ingar, vaxtaskipta- og gjaldmiðla-
samningar. Fulltrúar meirihlutans
höfnuðu alfarið tillögum um slíka
rannsókn á aðalfundi Vinnslustöðv-
arinnar.
„Þarna er verið að búa til ein-
hverjar fréttir um rannsóknir
og misferli til að reyna að knýja
meirihlutann til að kaupa þá út á
verði sem er óraunhæft,“ segir
Sigurgeir. Hann segir þetta ekki í
fyrsta skipti sem þeir leiki þenn-
an leik.
„Þeir geta alveg gleymt því að
við förum að kaupa þá út á ein-
hverju óraunhæfu verði og steypa
okkur sjálfum í skuldir sem við
ráðum ekki við. Þeir verða að átta
sig á því að árið 2007 er löngu
liðið,“ segir Sigurgeir. Hann segir
fulltrúa Stillu í stjórn Vinnslu-
stöðvarinnar hafa aðgang að öllum
upplýsingum um félagið og því
þurfi ekki að kveðja til rannsókn-
arnefnd og leggja í kostnaðarsama
rannsókn.
Í kjölfar aðalfundarins fóru full-
trúar Stillu fram á hluthafafund
þar sem þeir áforma að leggja til
að Vinnslustöðin höfði skaðabóta-
mál gegn framkvæmdastjóra og
nokkrum stjórnarmönnum vegna
kaupa félagsins á útgerðinni Ufsa-
bergi.
Sigurgeir segir augljóst að kaup
Vinnslustöðvarinnar á 35 prósenta
hlut í Ufsabergi hafi verið góð
kaup. Bæði fyrirtækin hafi skilað
hagnaði á hverju ári frá því kaupin
hafi verið gerð, og nú sé stefnt á að
sameina þau.
Í kjölfar þess að meirihlutinn
hafnaði tillögum fulltrúa Stillu
á aðalfundi Vinnslustöðvarinn-
ar voru Hjálmar og Guðmundur
Kristjánssynir felldir af meirihlut-
anum í kjöri til stjórnar og vara-
stjórnar, þar sem þeir áttu áður
sæti.
Guðmundur vildi ekki tjá sig um
deilurnar í stjórn Vinnslustöðvar-
innar þegar í hann náðist í gær.
Hann sagði þó að hann og aðrir
sem standi að Stillu hafi viljað
selja sinn hlut í Vinnslustöðinni í
á þriðja ár, og þeir vonist til að það
takist bráðlega. brjann@frettabladid.is
GENGIÐ 28.07.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,9568
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,48 116,04
188,32 189,24
164,98 165,90
22,144 22,274
21,345 21,471
18,177 18,283
1,4839 1,4925
184,80 185,90
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Ef þú ert adrenalínfíkill og fílar
hraða, þá er Jet Ski eitthvað fyrir
þig. Það er ekkert skemmtilegra
en að þeytast um á vatninu í
Eiðsvíkinni á 60–100 km/klst.
og skoða náttúruperlur Íslands.
JET SKI leigan – JETSKI.is
HÓPKAUP.IS Í DAG
í krafti fjöldans
hópkaup.is
4.500 kr.
15.500 kr.
Verð
71%
Afsláttur
11.000 kr.
Afsláttur í kr.
30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
GILDIR 48 TÍMA
Krefjast rannsóknar
hjá Vinnslustöðinni
Deilur milli eigenda Vinnslustöðvarinnar birtast í kröfum eigenda þriðjungs
hlutafjár um rannsókn hjá fyrirtækinu. Verið að reyna að knýja meirihlutann
til að kaupa hlut minnihlutans á óraunhæfu verði segir framkvæmdastjóri.
FISKVINNSLA Deilur hafa verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar undanfarin ár. Eigendur
minnihluta hlutafjár vilja að meirihlutinn kaupi þá út, en ekki hefur náðst samkomu-
lag um verð. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI