Fréttablaðið - 29.07.2011, Page 33

Fréttablaðið - 29.07.2011, Page 33
FÖSTUDAGUR 29. júlí 2011 21 Safnpakki með öllu því sem enska hljómsveitin The Smiths gaf út á ferli sínum er væntan- legur í búðir 3. október. Pakkinn hefur að geyma endurhljóðbland- aðar útgáfur af átta plötum, bæði á geisladiskum og vínyl, endur- unnar útgáfur af 25 smáskífum og fleira efni. Það voru gítar- leikarinn Johnny Marr og Frank Arkwright sem önnuðust endur- hljóðblöndunina. Aðeins þrjú þúsund eintök verða í boði af þessum safnpakka. Plöturnar átta verða einnig fáanlegar sem geisladiska- og vínylpakki í tak- mörkuðu upplagi. Safnpakki með Smiths MORRISSEY Safnpakki með Morrissey og félögum í The Smiths er væntanlegur. Hljómsveitin Prinspóló, sem hefur slegið í gegn með laginu Niðrá strönd, hefur sent frá sér plötuna Jukk á vínylplasti. Plöt- unni fylgir einnig niðurhalskóði svo hægt sé að nálgast tónlistina á stafrænu formi. Platan inniheld- ur níu lög (þau hin sömu og eru á geisladisknum) og aukalagið 18 & 100 sem kom út á stuttskífunni Einn heima sumarið 2009. Útgef- andi er Kimi Records. Prinspóló verður með plötusnúðasett á Inni- púkanum í Iðnó og er að safna kröftum fyrir tónleikaferð sína um Vestfirði í ágúst. Jukk í nýrri vínylútgáfu PRINSPÓLÓ Platan Jukk er komin út á vínyl ásamt einu aukalagi. Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er óánægður með að plötufyrirtæki hinnar sálugu Amy Winehouse og annað fólk í kringum hana hafi ekki veitt henni nægilega hjálp. „Ég skelli skuldinni á fólkið í kring- um hana. Hvar voru allir sem græddu á henni þegar hún þurfti á sem mestri hjálp að halda?“ sagði hann og bætti við að 27-klúbburinn væri hræðilegur. Í honum eru tónlistarmenn sem létust 27 ára, langt fyrir aldur fram. „Sumt fólk heldur að það sé flott að vera í þessum klúbbi. Það er kolrangt.“ Amy fékk litla hjálp ÓSÁTTUR Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er ósáttur við fólkið í kringum söngkonuna Amy Winehouse. Thule Rock-hátíðin fer fram í bakgarði Dillon um versl- unarmannahelgina, en um er að ræða útihátíð í miðbæ Reykjavíkur. Tónleikadagskráin er þétt, en hátíðin stendur frá föstudegi til sunnudags. Lay Low, Vicky, Q4U, Bárujárn, The Vintage Caravan, Lockerbie og Kiriyama Family eru á meðal þeirra hljómsveita sem staðfest hafa komu sína. Thule Rock-hátíðin var fyrst haldin á Dillon árið 2006, en hún hefur stækkað jafnt og þétt og fleiri listamenn taka þátt með ári hverju. Aðstandendur hátíðarinnar lofa lágu miðaverði og þeir, sem ekki vildu eyða formúu í að fara úr bænum yfir þessa stærstu ferðahelgi ársins, ættu að geta gert sér glaðan dag. Útihátíð á Dillon um helgina ÚTIHÁTÍÐ Lay Low og Q4U eru á meðal þeirra fjölmörgu sem koma fram á Dillon um helgina á sér- stakri útihátíð í bakgarði barsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.