Fréttablaðið - 29.07.2011, Side 6
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR6
Meira í leiðinni
N1 þjónustustöðvar
N1 verslanir
CARS VÖRUR FÁST
HJÁ N1
KJÖRKASSINN
VEÐUR Verslunarmannahelgin er
gengin í garð á nýjan leik með til-
heyrandi hefðum landans. Veð-
ur-spáin hefur oft verið betri
fyrir þessa stærstu ferðamanna-
helgi ársins, en samkvæmt spá
Veðurstofu Íslands í gær verð-
ur helgin að öllum líkindum
nokkuð vot.
Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur segir þó
að töluvert hafi dreg-
ið úr líkum á mikilli
rigningu miðað við
spárnar síðustu daga.
Lægð, sem átti að fara
yfir landið, sneiðir líklega hjá og
heldur sig sunnanlands.
„Á laugardag er spáð skúraleið-
ingum um sunnanvert landið, en
þetta verður sennilega
sáralítið á Norður- og
Austurlandi,“ segir hann.
„Vætan er í raun lítil miðað
við það sem áður var í kort-
unum.“
Einar telur víst að á laugardag
verði aukin hætta á rigningu sunn-
anlands. Á sunnudag heldur lægðin
til austurs og þá fari hugsanlega að
rigna á því svæði en um norðanvert
landið verði að mestu leyti þurrt
seinnipart helgarinnar.
Einar telur að þjóðhátíðargestir
þurfi líklega að sætta sig við tölu-
verðan strekking og vætu.
„Hann blæs úr austri um helgina
og það er ekkert sérstaklega hag-
stætt fyrir Vestmannaeyjar. Lægðin
gæti verið upp á sitt besta á sunnu-
dag og mánudag,“ segir Einar. „Svo
fer hún hjá, sem betur fer ekki yfir
landið, og verður því sennilega mun
þurrara um mest allt land á sunnu-
dag.“
Besta veðrið verður því líklega
á norðan- og austanverðu landinu
þessa verslunarmannahelgina, og
mestar líkur þar á hlýindum, logni
og þurri jörð.
sunna@frettabladid.is
Útlit fyrir vætusama helgi
Allt útlit er fyrir frekar vætusama verslunarmannahelgi þetta árið. Samkvæmt spá Veðurstofunnar í gær-
kvöldi verður útileguveðrið best á Austurlandi. Eyjamenn þurfa sennilega að sætta sig við rigningu og rok.
Veðurhorfur á landinu á laugardag og sunnudag
8
7
6
4
3
2
1
13
10
10
11
13
16
16
5
Á HÁDEGI SUNNUDAGS:
Á HÁDEGI LAUGARDAGS:
10
10
16
14
11
12
13
9
SKÝRINGAR:
? Útihátíð
10 Hitastig
Rigning
Skýjað
Sól
Heimild: veður.is
Stærstu hátíðirnar um
verslunarmannahelgina
1. Þjóðhátíð í Eyjum
2. Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri
3. Innipúkinn í Reykjavík
4. Mýrarboltinn á Ísafirði
5. Síldarævintýrið á Siglufirði
6. Ein með öllu á Akureyri
7. Unglingalandsmótið á Egilsstöðum
8. Neistaflug í Neskaupstað
BRETLAND Bresk kona á ferðalagi
um Norður-Indland telur sig hafa
fundið Madeleine McCann, sem
hvarf sporlaust í Portúgal fyrir
fjórum árum. Hún er átta ára
gömul, sé hún á lífi. Lögreglan á
Indlandi hefur tekið DNA-sýni úr
stúlkunni sem leiða eiga sannleik-
ann í ljós.
Konan var í hópi ferðamanna
þegar hún sá stúlku sem henni
þótti líkjast Madeleine. Frönsk
kona og belgískur maður voru með
stúlkunni og fullyrða þau að þau
séu líffræðilegir foreldrar hennar.
Litlu munaði að til handalögmála
kæmi þegar bandarískur maður
reyndi að taka stúlkuna af fólkinu.
Fram kemur á vef breska dag-
blaðsins Daily Mail að foreldrar
Madeleine taki þessum fréttum
með miklum fyrirvara, enda sé
þetta ekki í fyrsta skipti sem ein-
hver telur sig hafa séð Madeleine
á þeim fjórum árum sem liðin eru
frá hvarfi hennar.
Karen og Gerry McCann, for-
eldrar Madeleine, gáfu nýverið út
bók um hvarf hennar. Þau hyggjast
nota ágóðann af sölu bókarinnar til
að fjármagna áframhaldandi leit
að dóttur sinni. - bj
Breskur ferðamaður telur sig hafa fundið Madeleine McCann á Norður-Indlandi:
DNA-sýni leiði sannleikann í ljós
HORFIN Foreldrar Madeleine McCann hafa ekki gefið upp vonina um að finna dóttur
sína, en taka fréttum frá Indlandi með miklum fyrirvara. NORDICPHOTOS/AFP
SÓMALÍA Um 5.500 börn eru nú í
næringarstöðvum Rauða krossins
í Sómalíu þangað sem þau komu
aðframkomin af hungri. Þessar
næringarstöðvar eru meðal ann-
ars á svæðum uppreisnarmanna,
að því er Þórir Guðmundsson,
sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða
kross Íslands, greinir frá.
„Rauði krossinn getur náð til
nauðstaddra á svæðum sem aðrir
komast ekki inn á. Það er vegna
einstaks hlutverks samtakanna
og áherslu þeirra á óhlutdrægni
og hlutleysi gagnvart aðilum
átaka. Auk þess sem börnum er
hjúkrað til heilbrigðis í næringar-
stöðvum þar sem þeim er gefið
vítamínbætt hnetusmjör dreifir
Rauði krossinn matvælum til þús-
unda fjölskyldna í Mið- og Suður-
Sómalíu, þvert á átakalínur á
meðan stríð geisar.“ - ibs
Rauði krossinn í Sómalíu:
Hjúkra fimm
þúsund börnum
AÐFRAMKOMIN Þúsundir fjölskyldna í
Sómalíu fá aðstoð frá Rauða krossinum.
NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAGSMÁL Íslenska ríkið vanefndi skuld-
bindingar sínar við Sólheima þegar fjárframlög
til stofnunarinnar voru skorin niður um ellefu
milljónir króna, eða fjögur prósent, á fjárlögum
fyrir árið 2009. Það er niðurstaða Héraðsdóms
Reykjavíkur sem dæmdi ríkið, með dómi sínum
í gær, til þess að greiða málskostnað Sólheima
að upphæð tveggja milljóna króna.
Dómurinn sagði skerðinguna ganga gegn
þágildandi þjónustusamningi, en hins vegar var
ekki fallist á að skerðingin hafi verið ólögmæt.
Guðmundur Ármann Péturson, framkvæmda-
stjóri Sólheima, sagði í samtali við Fréttablaðið
að dómurinn væri mikill léttir en þó væri enn
óvissa um framhaldið fyrir Sólheima.
„Þetta er í raun fullnaðarsigur því að það
er alveg skýrt í dóminum að það var brotið á
okkur. Það er þó óvíst hvernig framhaldið verð-
ur.“
Guðmundur segist hræddastur um að málið
muni tefjast fram úr hófi í meðförum ríkisins,
þar sem óvíst sé hvort úrskurði hérðasdóms
verði áfrýjað.
„Í millitíðinni getum við ekki veitt fötluðum
þjónustu þar sem við fáum ekki fjármuni til
þess,“ segir Guðmundur.
43 fatlaðir einstaklingar búa á Sólheimum, en
nú standa yfir samningaviðræður við sveitarfé-
lagið Árborg um áframhaldandi starfsemi Sól-
heima. - þj
Héraðsdómur Reykjavíkur segir ríkið hafa brotið á Sólheimum:
Máttu ekki skera niður til Sólheima
FRÁ SÓLHEIMUM Íslenska ríkið fór á svig við þjónustu-
samning við Sólheima þegar fjárframlög til stofnunar-
innar fyrir árið 2009 voru skorin niður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Deild á Patró starfar áfram
Tveir verkefnisstjórar hafa verið ráðnir
á Vestfirði í þróunar- og uppbygging-
arverkefni í menntun og rannsóknum.
Þetta er liður í aðgerðum ríkisstjórnar
til að efla byggð á Vestfjörðum. Þá er
tryggt að Framhaldsdeild Fjölbrautar-
skóla Snæfellinga starfar áfram á
Patreksfirði. BB sagði frá.
MENNTAMÁL
Hefur þú styrkt hjálparstarf á
þessu ári?
Já 67,9%
Nei 32,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú farið á Þjóðhátið í
Vestmannaeyjum?
Segðu þína skoðun á Vísi.is