Fréttablaðið - 29.07.2011, Blaðsíða 20
4 föstudagur 29. júlí
Thelma Björk
Einarsdóttir þykir
vera ein efnilegasta fót-
boltakona landsins um
þessar mundir og hefur
vakið verðskuldaða
athygli fyrir frammistöðu
sína með meistaraflokki
Vals í sumar.
Viðtal: Sara McMahon
Ljósmynd: Anton Brink
Förðun: Helena Konráðsdóttir
hjá MAC
T
helma var aðeins sex
ára gömul er hún gekk
í raðir fótboltadeild-
ar Vals eftir að hafa
sótt sumarnámskeið
á vegum félagsins. Sumum gæti
þótt ákvörðunin undarleg sér í lagi
vegna þess að Thelma bjó næstum
við hliðina á Fjölnisheimilinu til
sextán ára aldurs. „Einn þjálfarinn
á leikjanámskeiðinu bauð mér á æf-
ingu með Val og mér fannst tilboð-
ið svo spennandi að ég ákvað að slá
til og þá var ekki aftur snúið. Ég hef
spilað með Val síðan þá og aldrei
viljað skipta um lið. Þegar ég var
yngri fannst mér alltaf skemmti-
legast að mæta Fjölni því ég fékk
oft að heyra það í skólanum að ég
væri Valsari,“ segir hún og brosir.
Thelma spilar stöðu varnar-
manns bæði með Val og íslenska
landsliðinu en segist þó vera lítill
tuddi á vellinum. „Ég er frekar ný-
byrjuð að spila stöðu vinstri bak-
varðar og spilaði hana fyrst með
U19-landsliðinu árið 2009. Ég er
örvfætt og ég held að það sé ástæð-
an fyrir því að ég var sett á vinstri
kant þegar ég byrjaði. Ég get látið
finna fyrir mér í vörninni en ég er
ekki mikið í því að tudda.“
Á fimmtán ára löngum fótbolta-
ferlinum hefur Thelma aðeins feng-
ið tvö rauð spjöld og viðurkenn-
ir að það sé mjög svekkjandi að
vera vísað út af vellinum. „Ég hef
bara einu sinni fengið rautt spjald
í meistaraflokki og það gerðist núna
nýlega. Ég fékk tvö gul spjöld fyrir
frekar heimskuleg brot en sem
betur fer unnum við leikinn. Það er
alls ekki vinsælt að fá rauða spjald-
ið því maður er settur í leikbann og
þess vegna reynir maður að kom-
ast hjá því.“
FLYTUR AÐ HEIMAN
Í FYRSTA SINN
Thelma flytur til Bandaríkjanna í
næstu viku til að stunda nám við
Berkeley-háskólann í Kaliforníu.
Hún hlaut fullan námsstyrk vegna
fótboltahæfileika sinna og segist
bæði hlakka til og kvíða fyrir að
flytja að heiman. „Berkeley er bæði
með mjög gott fótboltalið og góða
námsskrá. Ég hafði skoðað fleiri
skóla í Bandaríkjunum og ætlaði
upphaflega í háskóla í Flórída en
hætti við á síðustu stundu og ákvað
að velja Berkeley í staðinn. Þetta er
í fyrsta sinn sem ég flyt að heim-
an og ég kvíði því svolítið. Ég kann
varla að sjóða egg þannig að ég
þarf að passa mig á að borða ekki
skyndibita í öll mál. Ég veit heldur
ekki alveg við hverju ég á að búast
úti en ég sé þetta svolítið fyrir mér
eins og háskólalífið er sýnt í banda-
rísku bíómyndunum. Ég vona bara
að þetta verði gaman og að ég komi
heim reynslunni ríkari.“
Thelma spilaði sinn síðasta leik
með meistaraflokki Vals síðasta
þriðjudag. Liðið keppti á móti Fylki
og fór leikurinn 4-0 fyrir Val. Hún
viðurkennir að hún eigi eftir að
kveðja liðsfélagana með miklum
söknuði. „Mér finnst tilhugsunin
um að kveðja Val á miðju tímabili
mjög erfið. Liðið er nánast eins og
önnur fjölskylda mín enda hef ég
verið hluti af þessum hópi síðan
árið 2007.“
Hún hefur eignast margar góðar
vinkonur í gegnum fótboltann og
segir stemninguna innan hópsins
ólýsanlega. „Stemningin hjá lið-
inu er mjög góð, bæði innan vallar
sem utan, en hún getur orðið súr
þegar við töpum stigum. En það eru
góðir leiðtogar í þessu liði og þær
eru fljótar að rífa upp stemninguna
þegar það gerist.“
EKKERT SKEMMTILEGRA EN
FÓTBOLTI
Þegar Thelma er innt eftir því hvað
henni finnist skemmtilegast við
fótboltaíþróttina segist hún hafa
gaman af öllu sem tengist henni.
„Það er allt skemmtilegt við fót-
bolta. Mér hefur alltaf þótt mjög
gaman í hópíþróttum og í gegn-
um boltann hef ég kynnst fullt af
skemmtilegu fólki og eignast marg-
ar góðar vinkonur. Ég er líka með
brjálað keppnisskap og fæ útrás
fyrir það í leikjum. Það kemst í raun
ekkert annað að en boltinn hjá mér,
hann er númer eitt, tvö og þrjú.“
Yfir sumartímann æfir Thelma
fimm sinnum í viku auk þess sem
hún spilar um einn leik í viku
hverri með Val. Hún segist þó aldrei
fá leiða á æfingunum eða fótbolta.
„Þetta er það skemmtilegasta sem
ég geri – nema þegar við töpum,“
segir hún hlæjandi.
Ekki eru allir jafn trúir sínu gamla
liðsfélagi og Thelma og hafa nokkrir
gamlir félagar hennar skipt um lið
í gegnum tíðina. Hún segir erfitt að
mæta gömlum liðsfélögum á vell-
inum en spilar þó jafn fast á móti
þeim og öðrum. „Ég á þrjár vinkon-
ur sem fóru yfir í Breiðablik og það
er alltaf pínu erfitt en líka gaman
að mæta þeim. Maður má ekki vera
linari við þær og við erum kannski
ekki eins góðar vinkonur meðan á
leiknum stendur en svo fellur allt í
ljúfa löð að honum loknum.“
MAMMA HELSTI
STUÐNINGSMAÐURINN
Aðspurð segist hún finna fyrir
auknum áhuga fólks á kvennafót-
bolta og segir bæði vinnufélaga og
vini fylgjast vel með gengi liðsins.
„Mamma hefur alltaf verið sér-
staklega stuðningsrík og hvatt mig
áfram. Hún hafði engan áhuga á
fótbolta áður en ég byrjaði en hann
hefur farið vaxandi með árunum.
Núna situr hún spennt yfir öllum
leikjunum. Það hafa líka orðið
breytingar í kvennaboltanum og
það er meiri metnaður hjá liðunum
til að ná árangri. Umgjörðin verður
alltaf betri og betri og fleiri stelp-
ur skila sér í atvinnumennskuna.
Svo er deildin sjálf líka orðin mun
jafnari og stórir sigrar eru sjaldgæf-
ari núna en áður.“
Fótboltinn getur verið tímafrek
iðja og segist Thelma hafa lítinn
tíma aflögu í skemmtanahald. „Það
er mjög lítið um það og enn minna
á sumrin því þá spilum við svo
mikið. Í menntaskóla missti ég af
einhverjum skemmtunum en mér
fannst ég samt aldrei þurfa að fórna
neinu fyrir boltann. Margar vinkon-
ur mínar eru líka sjálfar í boltan-
um og með sömu dagskrá og það
hjálpar.“
ATVINNUMENNSKAN
ER DRAUMURINN
Thelmu dreymir um að komast í
atvinnumennsku einhvern tím-
ann eftir námið í Berkeley og seg-
ist helst vilja spila í Svíþjóð eða
Bandaríkjunum. „Það blundar auð-
vitað í manni sá draumur, ég held
að flestar fótbolta-stelpur dreymi
um að fara í atvinnumennsku. Ég
stefni í það minnsta á að prófa at-
vinnumennskuna áður en ég hætti
EKKERT
SKEMMTILEGRA
EN FÓTBOLTI
Á leið til Bandaríkjanna Thelma Björk Einarsdóttir þykir ein efnilegasta fótboltakona landsins
næstu viku þar sem hún mun leika með liði Berkeley-háskólans.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég flyt að
heiman og ég kvíði því svolítið. Ég kann
varla að sjóða egg þannig að ég þarf að passa
mig á að borða ekki skyndibita í öll mál.“