Fréttablaðið - 29.07.2011, Side 34
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR22
sport@frettabladid.is
SANDRA SIGURÐARDÓTTIR landsliðsmarkvörður úr Stjörnunni, fær ekki félagskipti frá sænska félaginu Jitex BK
þátt fyrir að hún hafi rift samningi sínum við félagið. Sandra ætlaði að ganga aftur til liðs við Stjörnuna en það gæti orðið bið
á því að hún spili á ný fyrir Garðabæjarliðið. Sandra hefur vísað málinu til FIFA en hún sakar Jitex um vanefndir á samningi
sínum. Sænska félagið neitar þessu og sakar Söndu um samningsbrot á móti. Málið er nú til meðferðar hjá FIFA.
FÓTBOLTI Íslenska 17 ára landsliðið
spilar um bronsið á Evrópumótinu
í Nyon í Sviss eftir 0-4 tap á móti
Spáni í undanúrslitaleiknum í gær.
Íslensku stelpurnar mæta Þýska-
landi í leiknum um þriðja sætið á
sunnudaginn en þýsku stelpurn-
ar töpuðu á móti Frökkum í víta-
keppni í undanúrslitum í gær.
Íslenska liðið hafði unnið alla
sex leiki sína og skorað 37 mörk
á leið sinni í úrslitin en íslensku
stelpurnar áttu aldrei möguleika
gegn sterku spænsku liði.
„Við áttum bara einfaldlega
afleitan dag. Leikmenn fóru bara
á taugum og þá fer allt forgörðum,
bæði sendingar og móttaka. Fólk
fer að fela sig og vill ekki fá bolt-
ann. Það var nú það sem gerðist,“
sagði Þorlákur Árnason, þjálfari
íslenska liðsins, en íslensku stelp-
urnar voru langt frá því að sýna
þann leik sem kom þeim í úrslita-
keppnina.
„Þetta var okkar versti leikur.
Það er alltaf áfall þegar þú spilar
svona illa. Við bjuggum aldrei til
leik og stelpurnar eru mest svekkt-
ar með það,“ sagði Þorlákur en
það var erfitt að horfa upp á mörk
spænska liðsins sem voru einstak-
lega klaufaleg.
„Mörkin voru mjög ódýr en
það er ekki við neinn einn að sak-
ast. Við unnum ekki nægilega
vel saman sem lið og því fór sem
fór. Við ætlum að vinna leikinn á
sunnudaginn og við munum ekki
spila svona leik aftur,“ segir Þor-
lákur en íslenska liðinu gekk afar
illa að halda boltanum og létta af
pressu spænska liðsins.
„Það var vandamálið því það
var eins og boltinn væri heitur.
Við erum góðar í að halda bolt-
anum innan liðsins og vorum ekki
að sýna okkar réttu hlið í þeim
efnum. Við þurfum að vinna í and-
lega þættinum það kom manni
bara á óvart að leikmenn skyldu
ekki ráða við spennustigið því það
er mikil reynsla í þessu liði,“ sagði
Þorlákur.
„Það er enginn pressa á okkur
fyrir þennan leik á sunnudaginn
því fólk býst ekki við miklu eftir
þetta. Við gírum okkur upp í það
enda höfum við ágætan tíma til að
fara yfir okkar leik,“ sagði Þorlák-
ur að lokum.
- óój
17 ára landslið kvenna átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Evrópumeisturum Spánar í gær:
Stelpurnar fóru bara á taugum í leiknum
SKREFI Á EFTIR Guðmunda Brynja Óladóttir í baráttu við spænska stelpu í leiknum í
gær. MYND/ÍRIS BJÖRK EYSTEINSDÓTTIR
FÓTBOLTI Lára Kristín Pedersen,
fyrirliði 17 ára landsliðsins,
viðurkenndi að íslenska liðið
hafi verið langt frá sínu besta í
leiknum við Spán í gær.
„Þær voru tilbúnar í leikinn en
ekki við. Þær komu inn í leikinn
með mun meira sjálfstraust. Það
var eins og við værum hræddar.
Nú er stressið komið úr okkur.
Við ætlum aldrei að spila svona
aftur,“ sagði Lára Kristín í viðtali
við Írisi Björk Eysteinsdóttur,
fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins,
eftir leikinn.
„Við mætum tilbúnar í næsta
leik, slökum á og höldum
boltanum betur. Ætlum að gera
það sem við erum bestar í og
standa okkur vel á sunnudag,“
sagði Lára að lokum. - óój
Lára Kristín Pedersen:
Spilum aldrei
aftur svona
LÁRA KRISTÍN PEDERSEN Stressið fór illa
með íslenska liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/KTD
KÖRFUBOLTI Þrír leikmenn íslenska
landsliðsins voru meðal þeirra
sjö hæstu í framlagi á nýloknu
Norðurlandamóti í Sundsvall í
Svíþjóð.
Hlynur Bæringsson var í 2.
sæti á eftir Dananum Nicolai
Iversen, Pavel Ermolinkskij var
sjötti og Jakob Örn Sigurðarson
var síðan í næsta sæti á eftir
honum. Íslenska liðið fékk
bronsið á mótinu og þeir Hlynur
og Jakob voru valdir í úrvalsliðið.
Hlynur tók flest fráköst á
mótinu eða 10,3 í leik en Pavel
varð þar í 2. sæti með 8,0 fráköst
í leik. Pavel var einnig annar í
stoðsendingum með 4,3 í leik og
Jakob skoraði 17,8 stig að meðal-
tali og varð í fjórða sæti yfir flest
stig að meðaltali í leik. Hlynur og
Logi Gunnarsson voru einnig inni
á topp tíu í stigaskorun. - óój
Framlag leikmanna á NM:
Þrír íslenskir
meðal 7 hæstu
JAKOB ÖRN SIGURÐARSON Varð fjórði
stigahæstur á NM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Sölvi Geir Ottesen var
hetja FC Kaupmannahafnar
á móti Shamrock Rovers
í 3. umferð í undankeppni
Meistaradeildar Evrópu þegar
hann skoraði eina mark leiksins í
1-0 sigri.
Mark Sölva kom strax á 4.
mínútu en búist var við að Kaup-
mannahafnarliðið færi létt með
írsku meistarana. Sölvi Geir, sem
spilar sem miðvörður, hefur verið
á skotskónum að undanförnu með
dönsku meisturunum.
Sölvi skoraði bæði mörkin í 2-2
jafntefli gegn OB frá Óðinsvéum
um helgina og svo sigurmarkið
í fyrrakvöld og hefur því skorað
þrjú mörk fyrir FCK í röð. Það
er enginn stuðningsmaður FCK
heldur búinn að gleyma dýmæta
markinu sem Sölvi Geir skoraði
og tryggði með því FCK sæti í
riðlakeppni Meistaradeildar á
síðustu leiktíð. - óój
Sölvi Geir Ottesen:
Hefur skorað 3
mörk FCK í röð
SÖLVI GEIR OTTESEN Er bæði lykilmaður
í vörn og markaskorun FCK liðsins þessa
dagana. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson
vill ekki fara til Vålerenga þó að
Stabæk sé búið að semja um söl-
una á honum til nágranna sinna
í Ósló.
„Ég sagði nei við tilboði Våler-
enga. Ég vil frekar spila áfram
með Stabæk en fara til Våler-
enga. Ég á eftir eitt og hálft ár
af mínum samningi við Stabæk
og gæti alveg verið áfam þar því
mér líkar vel hjá félaginu,“ sagði
Veigar Páll í viðtali við Aften-
posten.
Arnór Guðjohnsen, umboðs-
maður Veigars Páls, lét hafa
það eftir sér að Veigar Páll væri
búinn að ná samkomulagi við
Rosenborg. Stabæk vill fá meira
fyrir Veigar Pál en Rosenborg
vill borga. - óój
Veigar Páll Gunnarsson:
Vill ekki fara til
Vålerenga
Íslendingar á topp 10 á NM
Framlag í leik
Hlynur Bæringsson 2. sæti (19,5)
Pavel Ermolinkskij 6. sæti (15,5)
Jakob Örn Sigurðarson 7. sæti (14,5)
Stig í leik
Jakob Örn Sigurðarson 4. sæti (17,8)
Hlynur Bæringsson 7. sæti (15,5)
Logi Gunnarsson 8. sæti (12,8)
Fráköst í leik
Hlynur Bæringsson 1. sæti (10,3)
Pavel Ermolinkskij 2. sæti (8,0)
Logi Gunnarsson 10. sæti (4,0)
Stoðsendingar í leik
Pavel Ermolinkskij 2. sæti (4,3)
Haukur Helgi Pálsson 8. sæti (2,7)
Hlynur Bæringsson 9. sæti (2,5)
Stolnir boltar í leik
Pavel Ermolinkskij 3. sæti (2,00)
Haukur Helgi Pálsson 6. sæti (1,67)
Jakob Örn Sigurðarson 8. sæti (1,50)
FÓTBOLTI KR-ingar steinlágu á
heimavelli gegn Dinamo Tbilisi
frá Georgíu í gær en það er óhætt
að segja að vannýtt færi KR-inga
og gæði gestanna á síðasta þriðj-
ungi vallarins hafi skilið liðin að.
Vesturbæingar fengu óskabyrj-
un á blautum KR-vellinum í gær-
kvöldi. Eftir rúmlega mínútu leik
sendi Viktor Bjarki boltann inn
fyrir vörnina á Guðjón Baldvins-
son sem lék á markvörð Tbilisi og
skoraði. Sofandaháttur hjá
miðvörðum gestanna en
frábær afgreiðsla hjá Guð-
jóni. Strax í kjölfarið átti
Kjartan Henry skot fyrir utan teig
í varnarmann og þaðan fór boltinn
í stöngina. Áhorfendur trúðu vart
sínum eigin augum. Velgengni
KR hefur verið ótrúleg í sumar
og ekki útlit fyrir annað en Evr-
ópuævintýri KR-inga myndi halda
áfram.
Svo fór ekki. Georgíumennirnir,
sem höfðu virkað nokkuð áhuga-
lausir í fyrri hálfleiknum sýndu
úr hverju þeir voru gerðir. Eftir
þunga sókn KR-inga geystust
gestirnir í sókn og skoruðu mark
eftir vel útfærða sókn. KR-ing-
ar voru seinir til baka og það
átti eftir að verða tilfellið
nokkrum sinnum í leikn-
um.
„Okkur fannst leikmaðurinn
spila boltanum tilbaka á mark-
manninn. Dómarinn dæmdi
ekkert og leikmennirnir voru
óánægðir með það og voru að
svekkja sig. Á sama tíma grýtti
markvörðurinn boltanum fram
og þeir lenda fjórir á þrjá og jafna
leikinn. Það var vendipunkturinn
í þessu,” sagði Rúnar Kristinsson
þjálfari KR um fyrsta mark gest-
anna.
KR-ingar komu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og létu strax
reyna á markvörðinn. Kjartan
Henry fékk dauðafæri í mark-
teignum en skaut í markvörðinn
og Guðjón Baldvinsson skaut í
tréverkið af stuttu færi í stöðunni
1-2. Íslensk félagslið sem ætla að
standa í hærra skrifuðum and-
stæðingum þurfa að nýta færi
sem þessi.
„Það lið sem skorar fleiri mörk
vinnur leikinn,” sagði Casanas
þjálfari Tbilisi og var ekkert að
flækja hlutina. Orð að sönnu enda
gerðu Georgíumennirnir nákvæm-
lega það. Þeir skoruðu þrjú mörk
á stundarfjórðungi um miðjan síð-
ari hálfleikinn og kláruðu leikinn.
Evrópuævintýri KR-inga úti.
„Við erum að tapa hér fyrir mun
slakara liði en Zilina. Það er það
leiðinlegasta í þessu. Okkur líður
eins og við höfum tapað fyrir liði
sem við eigum ekki að tapa fyrir,”
sagði Óskar Örn Hauksson og bætti
við: „Mér fannst við ekkert slakari
en þeir. Við áttum að skora mörk
en vorum óheppnir. Klárlega mjög
gott lið samt og þeir refsuðuð okkur
fyrir hver mistök.”
Síðari leikurinn fer fram að viku
liðinni og sanngjörn spurning hvort
KR-ingar muni ekki hvíla leikmenn
í þeim leik. Möguleikinn í hitanum
í Tbilisi lítill með þetta veganesti.
„Við gerum okkur alveg grein
fyrir því að við erum ekki að fara
áfram í þessari keppni. Við viljum
samt spila almennilegan leik á úti-
velli og vera KR til sóma. Á sama
tíma þurfum við að hvíla einhverja
leikmenn og gefa öðrum leikmönn-
um tækifæri á að spila. Leikmönn-
um sem þurfa á leikæfingu að
halda og að fá möguleikann. Við
munum nýta þennan leik í það,”
sagði Rúnar svekktur með tapið
sem hann sagði alltof stórt.
kolbeinntd@365.is
ÚTI ER EVRÓPUÆVINTÝRI
KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3.
umferð undankeppni Evrópudeildar á KR-vellinum í gær þrátt fyrir að hafa
fengið óskabyrjun og komist í 1-0 eftir aðeins tveggja mínútna leik.
DRAUMABYRJUN DUGÐI SKAMMT Markaskorari KR, Guðjón Baldvinsson, í skallabar-
áttu við leikmann Dinamo Tbilisi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG