Fréttablaðið - 29.07.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 29.07.2011, Síða 18
2 föstudagur 29. júlí núna ✽ góða helgi augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar H arpa Einarsdóttir, fatahönnuður og listamaður, er einn af þeim hönnuð- um sem taka þátt í hönnunarkeppn- inni Reykjavík Runway. Harpa brá á það ráð að selja nokkur listaverk eftir sig til að standa undir kostnaði nýrrar fatalínu sem hún er að hanna fyrir keppnina. Að sögn Hörpu er kostnaðarsamt að framleiða sýnishorn af línu og því ákvað hún að verða sér úti um svolítinn pen- ing með því að selja nokkur listaverk. „Það komu nokkrir englar og keyptu af mér verk. Það kemur mér eitthvað áfram en þó ekki mjög langt. Það er mjög dýrt að gera prótótýpur af línunni og það er ein- faldast að láta framleiða hana í heild í verk- smiðju. Það er þó jákvætt hvernig hugsunar- hátturinn innan íslenska hönnunarbransans hefur breyst, núna hjálpa allir hver öðrum og það gerir þetta auðveldara. Sérstaklega þegar maður er orðinn svona ryðgaður eins og ég,“ segir hún brosandi. Harpa hannar undir heitinu ZISKA og þykir nýja línan nokkuð sérstök. Hún inniheldur meðal annars áprentað munstur og falleg efni og lýsir Harpa henni sem bóhemískri og dulúð- ugri. Áður hannaði hún undir heitinu Starkiller ásamt Selmu Ragnarsdóttur klæðskera og náði það merki nokkrum vinsældum árið 2007. „Við gerðum allar flíkurnar sjálfar og höfðum varla undan að anna eftirspurn. Á þessum tíma var ég einnig í fullri vinnu hjá CCP og hafði eiginlega ekki orku í að halda þessu gangandi. Þetta er erf- iður og kostnaðarsamur bransi og ég nennti ekki að vera í einhverju hálfkáki.“ Hörpu bauðst að sækja sölusýningar í New York í haust og leitar nú að fjárfestum til að aðstoða hana við framhaldið. „Vonandi kemst maður út og fær pantanir svo hægt sé að setja línuna í framleiðslu. Svo er bara að hanna haust- línuna og hringrásin heldur áfram.“ - sm HARPA EINARSDÓTTIR SELDI LISTAVERK TIL AÐ GETA HANNAÐ NÝJA FATALÍNU: LISTIN BJARGAÐI HÖNNUNINNI Bjargar sér Harpa Einarsdóttir, listakona og fatahönnuður, brá á það ráð að selja listaverk eftir sjálfa sig til að standa undir kostnaði við nýja fatalínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÍÐUR HÓPUR Leikkonan Mila Kunis mætti í þessum fallega kjól á frumsýningu myndarinnar Friends With Benefits. Hér er hún ásamt mótleikurum sínum, Justin Timber- lake og Will Gluck. NORDICPHOTOS/GETTY Innipúkinn Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tíunda sinn nú um verslunar- mannahelgina. Hátíðin mun að mestu fara fram í Iðnó og verður nóg að sjá og hlýða á fyrir þá sem ekki nenna út úr bænum þessa miklu ferðahelgi. Meðal þeirra sem koma fram um helgina eru Valdimar, Sin Fang, Ólöf Arnalds, Agent Fresco og Apparat Organ Quartet. Auk þess verða Hugleikur Dagsson, Ari Eldjárn og Ugla Egils með uppistand. List á Suðurnesjum Sýningin UNDIR NIÐRI: UNDER- NEATH – Spiritual cocoon/Sound installation eftir listamanninn Gra- ham Keegan og tónlistarkonuna Kiru Kiru er í fullum gangi í Hlöð- unni í Vogum við Vatnsleysuströnd. Á sýningunni má sjá ullarmusteri Keegans og hlýða á nýtt tónverk eftir Kiru Kiru. Því ekki að gera sér skemmtilega dags- ferð með nesti í poka og skoða þessa skemmti- legu sýningu. ÓMISSANDI FYRIR HELGINA Þær sem ætla að sletta úr klaufunum um helgina, og skiptir þá engu hvort um er að ræða úti- hátíð eða einfaldlega næsta bar, ættu að lauma þessu setti frá MAC í veskið. Þrifklútarnir eru frábærir til að ná af málningu gærkvöldsins og steinefnaúðinn endurnærir þreytta húð. Sakamálasagan Snjóblinda fjallar um lögreglunýliðann Ara sem hefur störf hjá lögreglunni á Siglufirði. Ari býst við rólegum vetri í hinu nýja starfi en raunin er önnur því lögreglan á Siglu- firði verður að takast á við dul- arfullt dauðsfall og mögulegt morðtilræði. Snjóblinda er önnur skáld- saga Ragnars Jónassonar en áður gaf hann út bókina Fölsk nóta sem hlaut einróma lof gagnrýnenda. Verkið er vel skrifað og aldrei kemur fyrir dauður kafli. Það eina sem finna mætti að hjá Ragnari er að persónur verks- ins hafa allar gengið í gegn- um mikla erfiðleika um ævina og glímt við skyndileg dauðs- föll ástvina. Þetta verður svo- lítið einsleitt og á köflum nán- ast ótrúverðugt. Þess utan er bókin kjörinn ferðafélagi fyrir þá sem ætla að bregða sér út á land um helgina. Föstudagur mælir með: Góður ferðafélagi Snjóblinda Bókin er lipurlega skrifuð og kjörinn ferðafélagi um helgina. LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR LAUGAVEGI 66 –– 101 REYKJAVÍK –– S. 565 2820 50-80% NÝJAR SENDINGAR FRÁ FILIPPA K FASHIONOLOGY BEST BEHAVIOR GK HERRASKYRTUR 16.900,- 4.900,- GK DÖMUSKYRTUR 16.900,- 4.900,- FILIPPA K RÜTZOU SUIT HUBERT JEFFREY CAMPBELL BRUUN & STENGADE BARBARA I GONGINI SPORTMAX

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.