Fréttablaðið - 29.07.2011, Side 22

Fréttablaðið - 29.07.2011, Side 22
6 föstudagur 29. júlí Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Frjálsar ástir og gegnblaut tjöld Helgin sem flest ungmenni hafa beðið spennt eftir allt sumarið er loksins komin. Hin langþráða verslunarmannahelgi sem lofar einu lengsta og skipulagðasta djammi ársins. Fólk virðist fara með alls kyns væntingar inn í helgina og oftar en ekki á þetta að vera helgin sem ber af. Það eru „töfrar“ í loftinu og nú á að hafa gaman. Gott ef stefnan er ekki líka sett á smá kynlíf. Innan um þúsundir annarra ölvaðra einstaklinga sem allir vilja skemmta sér hljóta tveir að geta rek- ist saman og kynnst nánar inni í næsta tjaldi eða á gras- bala. Þegar ég var unglingur var líka sérstök pressa sett á þá sem litla sem enga reynslu höfðu af kynferðismálum að nú skyldi ganga lengra. Hvort sem það var fyrsti sleikurinn, káf og kelerí eða farið „alla leið“. Persónulega, þá á ég erfitt með að skilja þessa kynferð- islegu rómantík í kringum útihátíðir, sérstaklega þessa tilteknu helgi. Ég er ekki hrifin af ofurölvuðu kynlífi enda gleymast oft öryggisatriði eins og smokkurinn eða nafn bólfélagans. Báðir anga af víni og það er vitað að fólk getur átt erfiðara með að fá fullnæg- ingu, konur blotna síður og karlar eiga erfiðara með að viðhalda stinningu. Af hverju er þetta þá svona spennandi? Þetta ber ekki að skilja sem svo að mér finnist Íslendingar vera „druslur“. Síður en svo. Við byrjum að stunda kynlíf aðeins yngri en aðrar þjóðir, eigum nokkra bólfélaga umfram meðaltalið og erum með háa tíðni kynsjúkdóma og unglingaþungana en við erum líka forvitin ung þjóð sem hefur gaman af því að stunda kynlíf. Hvað sem mér finnst um ölvað kynlíf, þá er tilhlökkun fyrir helginni. Ég bauð einu sinni gesti frá Bandaríkjunum á Þjóðhátíð. Viðkomandi skemmti sér konunglega og sagði að á öllum sínum ferðalögum um heiminn þá stæði verslunarmannahelgin upp úr og gott ef hann líkti henni ekki við stóra tónlistarhá- tíð sem átti sér stað á sjöunda áratug seinustu aldar. Frjálsar ástir finnst mér hljóma krúttlega, að frátöldu minnisleysi, þynnku og uppköstum. Mig langar því að senda þig, lesandi, inn í helgina með það hollráð að kaupa nóg af smokkum og nota þá. Gerðu kröfu um smokkanotkun fyrir sjálfan þig og hinn aðilann. Á þriðjudaginn eftir helgi langar mig að biðja þig að fara í kynfæraskoðun á Húð & Kyn. Svo, ef þú manst nafn viðkomandi eða hann þitt, og þín bíður kannski vinabeiðni á ónefndri vefsíðu, þá er þetta mögulega upphafið að fallegu ástarsambandi. Þá er nú smartara að vera sjúkdómalaus þegar farið er á fyrsta stefnumótið, er það ekki? S öngkonan Amy Wine-house lést síðasta laugar- dag á heimili sínu í London að- eins 27 ára að aldri. Winehouse þótti sérlega efnilegt tónskáld og söngkona en hún setti ekki síður mark sitt á tískuna enda með einstakan stíl. Winehouse var auðþekkjanleg af sínu himinháa hári, svartri augn- málningu og ballerínuskón- um sem hún klæddist við flest tækifæri. Fjöldi tískublaða og hönnuða virðist hafa sótt inn- blástur sinn beint til söngkon- unnar eins og sjá má. Amy Winehouse hafði mikil áhrif á tískuheiminn: Sóttu innblástur til Amy Vinsæll stíll Winehouse sást aldrei án dökkrar augn - málningar eð a uppsetts hárs . Love 2009 Of-urfyrirsætan Adriana Lima í tískuþætti sem innblásinn er af stíl Amy Wine-house. Vogue 2008 Tískuþáttur fyrir franska Vogue í febrúar árið 2008. Fyrirsætan Isabeli Fontana í gervi Amy Winehouse. NORDICPHOTOS/GETTY minnst 60% afsláttur af fatnaði og skóm Vertu vinur okkur á facebook ÚTSALA LÉTTÖL Sumarið er stutt, njóttu þess alla leið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.