Fréttablaðið - 29.07.2011, Síða 8

Fréttablaðið - 29.07.2011, Síða 8
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR8 1. Hversu mörg störf er talið að skapist gangi áform um uppbygg- ingu fiskeldis á Suðurnesjum eftir? 2. Hversu mörg afbrigði af rósum eru í nýjum rósagarði í Laugardal? 3. Hvaða íslenski listamaður teiknaði útför Amy Winehouse fyrir tveimur árum? SVÖR 1. Að minnsta kosti 110. 2. 130. 3. Hug- leikur Dagsson. Meira í leiðinni PUNKTAR GILDA x4 3.990 KR. +1.000 PUNKTAR SJÓPOKI 40 L FULLT VERÐ 7.990 KR. Vatnsheldur poki með límdum saumum sem hentar mjög vel í ferðalagið. Hliðarhandfang og ól yfir öxlina sem hægt er að taka af. FRÁBÆR POKI FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA N1 þjónustustöðvar N1 verslanir NOREGUR Formleg ákæra á hendur Anders Behring Breivik verður að öllum líkindum ekki tilbúin fyrr en á næsta ári. Þetta segir ríkissak- sóknari Noregs, Tor-Aksel Busch. Hann vonast til þess að hægt verði að hefja réttarhöld snemma á næsta ári. Ríkissaksóknarinn segir að mikil áhersla verði lögð á það að ódæðis- maðurinn verði látinn svara til saka fyrir hvert einasta morð sem hann framdi. Til þess að það sé hægt þurfi að vera fyrir hendi upplýs- ingar um hvert og eitt fórnarlamb og það hvernig dauða þeirra bar að. Fórnarlömbin verða öll nafngreind í ákærunni. Saksóknarar skoða nú hvort hægt verði að ákæra Brei- vik fyrir bæði hryðjuverk og glæpi gegn mannkyninu. Ákvörðun um það verður ekki tekin fyrr en rann- sókn málsins lýkur. Breivik verður yfirheyrður á ný í dag, en hingað til hefur hann aðeins verið yfirheyrð- ur í sjö klukkustundir á laugardag. Norska dagblaðið Aftenposten hefur eftir lagaprófessor í háskólan- um í Ósló að erfitt verði að ákveða ákæru. Þó að Breivik yrði ákærður fyrir bæði hryðjuverk og glæp gegn mannkyni yrði fangelsisdómurinn yfir honum aldrei lengri en þrjá- tíu ár. Þann dóm væri svo hægt að lengja í lok afplánunar um fimm ár í senn, eftir því hversu mikil hætta er talin stafa af honum. Breivik hefur sagt að hann til- heyri samtökum og að minnsta kosti tvær aðrar hryðjuverkasell- ur séu virkar. Janne Kristiansen, yfirmaður öryggislögreglunnar í Noregi, segir að enn bendi ekkert til þess að það eigi við rök að styðj- ast. „Þetta er einstakt mál. Þetta er einstök manneskja. Hann er illur,“ segir hún. Þó verður rannsókn á því hvort aðrir tengist málinu ekki hætt. Lögreglan í Noregi greindi í gær frá því að margar sprengjuhótan- ir hafi borist á síðustu dögum en engin þeirra hafi verið raunveru- leg. Það sé eðlilegt í svona ástandi að einhverjir vilji auka á ótta fólks. Lögreglan nafngreindi í gær 24 fórnarlömb til viðbótar og hafa nú verið borin kennsl á 41 lík. Leit að líkum var hætt í Útey í gær en áfram verður leitað í vatninu í kringum eyjuna. thorunn@frettabladid.is Svari til saka fyrir hvert morð Ríkissaksóknari í Noregi segir að hryðjuverkamaðurinn Breivik verði látinn svara til saka fyrir hvert morð sem hann framdi. Ákæra verður líklega ekki tilbúin fyrr en á næsta ári. Breivik verður yfirheyrður í dag. Ólafsvaka er haldin hátíðleg í Noregi í dag til minningar um dauða Ólafs Haraldssonar á þessum degi 1030. Dagurinn er opinber fánadagur í Noregi en vegna hryðjuverkanna í Ósló og Útey verður flaggað í hálfa stöng um landið allt í dag. Flaggað í hálfa MIÐBORG ÓSLÓ Hreinsunar- og rannsóknarstarf er í fullum gangi í miðborg Óslóar en eins og sjá má eru margar byggingar illa farnar eftir sprenginguna þar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MANNLÍF Eflaust hafa margir veg- farendur í Reykjavík tekið eftir götupredikaranum Duane H. Lyon á leið sinni um götur og torg. Fréttablaðið ákvað að forvitnast um hann og erindið sem bar hann hingað. „Ég hef komið til 47 ríkja Banda- ríkjanna og nú ætlaði ég að bæta Alaska í hópinn en þegar ég sá að það var dýrara að fara til Alaska en til Íslands þá sagði ég: Hei, af hverju skelli ég mér ekki bara til Íslands,“ segir Lyon. En hvað vill hann segja við Íslendinga. „Í raun og veru aðeins tvö orð; Jesús frelsar,“ svarar hann að bragði. Þegar spurt er frá hverju hann frelsi okkur stendur heldur ekki á svari. „Ég er frá Ten- nessee í Bandaríkjunum og þar vellur allt í Jack Daniel´s vískíi. Mér þótti það reyndar afskaplega gott, jafnvel allt of gott. En þegar ég stóð frammi fyrir því að þurfa að gera upp á milli Jesús og Jacks, þá sá ég að annar var á leiðinni að drepa mig en hinn vildi frelsa mig og því lá rétta ákvörðunin í augum uppi.“ Hann leggur ríka áherslu á að það sé ekki leiðinlegt líf að vera trúaður. „Þetta er bara hreint og beint fjör,“ segir hann og hlær við. „Ég er að láta draum minn ræt- ast, ég hef ferðast um 58 lönd á 28 árum og kynnst yndislegu fólki. Núna er ég til dæmis hæstánægð- ur hér á Íslandi, fólkið er yndislegt og veðrið er frábært. Ef einhver er að kvarta út af verðinu hérna getur sá hinn sami minnst þess að við í Tennessee borgum háar fjár- hæðir til þess að fá inn til okkar þennan ferska blæ en Guð lætur ykkur fá hann endurgjaldslaust,“ svo skellihlær hann. - jse Götuprédikari hefur ferðaðst til 58 landa á 28 árum: Jesús tók við af Jack Daniel ś hjá Duane ÞAÐ ER FJÖR AÐ VERA TRÚAÐUR Duane H. Lyon segist kunna vel við sig í svölu íslensku sumarveðri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Kauphöll Íslands hefur áminnt og sektað fimm sveitarfélög fyrir að skila árs- reikningum of seint. Sektin nam einni og hálfri milljón króna á hvert sveitarfélag; Reykjavíkur- borg, Vestmannaeyjabæ, Norður- þing, Sandgerðisbæ og Langanes- byggð. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands er þetta í fyrsta sinn sem sveitarfélög eru sektuð vegna þessa. Er það nú gert í ljósi þess að ofangreind sveitarfélög hafi áður fengið áminningar um sein skil á ársreikningum. Þarna sé um endurtekin brot að ræða. Samkvæmt sveitarstjórnar- lögum ber sveitarfélögum að skila ársreikningum fyrir lok aprílmán- aðar. Sé það ekki gert gerir Kaup- höllin fyrst athugasemd, veitir svo áminningu, síðan opinbera áminn- ingu og loks sekt. Reykjavíkurborg, Vestmanna- eyjabær, Norðurþing og Sandgerði skiluðu ársreikningum til Kaup- hallarinnar um miðjan maí síðast- liðinn. Vestmannaeyjabær skilaði reikningi sínum í seinni hluta júní. Tíu sveitarfélög til viðbótar skiluðu ársreikningum of seint, en brugðust við áminningum frá Kauphöllinni og sluppu þar með við sekt. - sv Kauphöll Íslands áminnir og sektar sveitarfélög fyrir vanskil á ársreikningum: Sveitarfélög sektuð um 1,5 milljónir VESTMANNAEYJAR Yfirvöld í Vestmanna- eyjum skiluðu ársreikningi nær tveimur mánuðum of seint. DANMÖRK Fimm mánaða vist danskrar fjölskyldu í haldi sómal- skra sjóræningja gæti lokið innan skamms samkvæmt fregnum í þarlendum fjölmiðlum. Fjölskyldan var tekin í gísl- ingu í febrúar síðastliðnum þegar þau sigldu skútu sinni um Ind- landshaf í átt að Rauðahafi. Fréttir herma að samkomulag sé að nást um lausnargjald að upphæð fimm milljónir Banda- ríkjadala, sem jafngildir 574 milljónum íslenskra króna. - þj Möguleg lausn í sjónmáli: Danskir gíslar eygja frelsi ESB Danir og Þjóðverjar eru þær þjóðir innan Evrópusambands- ins, ESB, sem fá flesta frídaga. Þeir fá að meðaltali 40 frídaga á ári að helgidögum meðtöldum, samkvæmt könnun á vegum sam- bandsins. Svíar fá að meðaltali 34 frídaga á ári en Grikkir og Portú- galar að meðaltali 33 frídaga á ári. Rúmenar, sem eru neðstir á listanum, fá 27 daga árlega. Angela Merkel Þýskalands- kanslari sagði á fundi í maí síð- astliðnum að almenningur í Suð- ur-Evrópu fengi of marga frídaga og færi of snemma á eftirlaun. Ekki væri hægt að hafa sameig- inlegan gjaldmiðil þegar sumir fengju mikið frí og aðrir lítið. - ibs Könnun á frídögum hjá ESB: Lengsta fríið í Danmörku og Þýskalandi Meiddust lítið í bílveltu Bíll valt á Fróðárheiði á Snæfells- nesi í fyrradag og er talið að mikil bleyta á malarveginum og rok á heiðinni hafi valdið slysinu. Þetta kemur fram á Skessuhorni. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi missti ökumaður stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Ferðamennirnir voru fluttir á heilsugæslustöðina í Ólafsvík til aðhlynningar en þeir sluppu vel og meiðsl þeirra eru minni háttar. LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.