Fréttablaðið - 08.08.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 08.08.2011, Síða 16
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR2 Dagblöð sem búið er að lesa og eru á leið í tunnuna, má nota til að þurrka af speglum. Það gefst miklu betur en að nota eldhúspappír sem skilur eftir sig rákir. Spreyið örlitlum glerúða, vöðlið saman dagblaði, rennið yfir spegilinn og hann glansar. ÚTSALAN hafin Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið „Markaðurinn er vitanlega mun stærri í Ástralíu en hér heima,“ segir Hjördís Ýr Ólafsdóttir, iðn- hönnuður og grafískur hönnuð- ur. Hún flytur senn til Ástralíu með manni sínum, sem er á leið í doktorsnám. „Þetta er búið að ganga mjög vel og ég hef fengið góðar móttökur í Ástralíu. Ég hef haft samband við nokkrar hönn- unarverslanir sem hafa áhuga á að selja vörurnar,“ segir Hjördís en hún hefur sent mikið magn af hönnun sinni út. Vörurnar sem Hjördís hyggst koma á markað í Ástralíu eru barnasnagar í líki hunds og kattar og hirsla í líki húss. Þessar vörur lét hún nýverið framleiða í tiltölu- lega stóru upplagi. Sú framleiðsla seldist upp á skömmum tíma eftir að hún auglýsti á heimasíðu sinni. „Salan gekk vonum fram- ar og núna er verið að framleiða stærra upplag,“ segir Hjördís en vörur hennar fara í sölu í verslun- unum Epal, Mýrinni í Kringlunni og Hrím á Akureyri undir lok mánaðarins. Hugmyndin að baki barna- snögunum kemur frá dóttur henn- ar. „Hún hefur mikið dálæti á kött- um og hundum. Mig vantaði snaga fyrir hana. Þar sem ég er iðn- hönnuður bjó ég þá bara til,“ segir Hjördís en henni fannst vanta fal- lega barnasnaga á markaðinn. Hún framleiðir snagana í sex mismun- andi litum. Þeir fást í bæði dökk- um og ljósum tónum af bláum og bleikum og í rauðu og gulu. Húsin eiga sér aðra sögu: „Ég var alltaf að týna lyklunum og vantaði stað til að setja smáhluti á þegar ég kom inn úr dyrunum.“ Húsin eru tilvalin á vegg í forstof- ur til að geyma hluti á borð við síma, umslög og lykla. Þau eru til í tveimur útfærslum, annaðhvort með grasi eða girðingu. Þau fást líkt og snagarnir í sex mismunandi litum, það er í svörtu, hvítu, gulu, rauðu, sæbláu og grábrúnu, Hjördís framleiðir vörurnar á Íslandi en það er tiltölulega ódýrt miðað við Ástralíu, að hennar sögn. „Ég stefni á að framleiða hérlendis, senda vörurnar út og stuðla þannig að íslenskri fram- leiðslu,“ segir hún. Áhugasamir geta nálgast vörurnar á heima- síðu hennar www.byhjordis.com. Einnig heldur hún út bloggsíðunni www.byhjordis.tumblr.com. hallfridur@frettabladid.is Stefnir á ástralskan markað Hjördís Ýr Ólafsdóttir hannar barnasnaga og hirslur. Fyrsta upplag framleiðslunnar seldist strax upp. Nú hyggst hún selja vörur sínar í Ástralíu en þarlendar verslanir hafa sýnt hönnun hennar mikinn áhuga. Dóttir Hjördísar er ánægð með snagana, sem voru upphaflega hannaðir fyrir hana. Hjördís útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Istituto Europe di Design árið 2007. Hægt er að geyma umslög í húsunum og hengja lykla á grasið eða girðinguna. FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞÚ ERT MEÐ FRÆGA FÓLKIÐ Í VASANUM MEÐ VÍSI m.visir.is Fáðu Vísi í símann!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.