Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 46
8. ágúst 2011 MÁNUDAGUR26
FÉSBÓKIN
„Við erum búnir að panta flug
og miða og hótel. Þetta verður
algjör snilld,“ segir Svavar Helgi
Jakobsson.
Hann og vinur hans, Ólafur
Sverrir Jakobsson, eru á leiðinni
í mikla pílagrímsför. Þeir verða
viðstaddir stóra hátíð í New York
um miðjan ágúst þar sem allt
leikaralið gamanmyndarinnar
vinsælu The Big Lebowski verð-
ur samankomið. Sjálfir hafa þeir
félagar skipulagt Big Lebowski-
hátíðir hérlendis undanfarin ár
en myndin hefur öðlast költstöðu
víða um heim. Yfir eitt hundrað
manns sóttu fimmtu hátíðina
sem var haldin í Keiluhöllinni í
mars síðastliðnum.
Leikararnir Jeff Bridges,
John Goodman, Steve Buscemi
og Julianne Moore verða öll
stödd í Hammerstein-salnum í
New York 16. ágúst þar sem þau
munu svara spurningum úr saln-
um. Daginn áður verður haldið
keilupartí og búningakeppni og
munu þeir Ólafur og Helgi að
sjálfsögðu taka þátt í báðum við-
burðunum. „Við ætlum að reyna
að grafa upp einhverja góða
spurningu til að spyrja þau fyrst
þau sitja fyrir svörum,“ segir
Svavar spenntur.
Lebowski-hátíðir hafa verið
haldnar árlega síðustu tíu ár í
Bandaríkjunum en þetta verður í
fyrsta sinn sem Svavar og Ólafur
mæta. Einnig er afar sjaldgæft
að leikarar úr myndinni mæti
á slíkar hátíðir. Ástæðan fyrir
komu þeirra nú er ný útgáfa
myndarinnar á Blu-ray-mynd-
diski, auk þess sem Jeff Bridges,
sem lék hinn húðlata friðarsinna
The Dude, er að gefa út sólóplötu.
„Maður er að vona að hann taki
upp gítarinn og jafnvel slopp-
inn líka. Það væri draumurinn,“
segir Svavar.
- fb
Sjá Big Lebowski-leikara í New York
Á LEIÐ TIL NEW YORK Svavar Helgi
Jakobsson og Ólafur Sverrir Jakobsson
eru á leiðinni í pílagrímsför til New York.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þessi ferð fór fram úr öllum
mínum björtustu vonum og var
frábær í alla staði,“ segir Lára
Rúnarsdóttir söngkona, sem er
nýlent á Íslandi eftir tveggja
vikna tónleikaferðalag um Evr-
ópu.
Tónleikaferðalagið var í raun
einnig fjölskyldusumarfríið hjá
Láru. Trommari hljómsveitarinn-
ar, Arnar Gíslason, er eiginmaður
Láru og því ekki hægt að skilja
eftir þriggja ára dóttur þeirra
hjóna, Emblu. Systir Láru, Mar-
grét, var síðan tekin með til að
passa. Mikil keyrsla var á sveit-
inni, sem spilaði á tíu tónleikum
á tveimur vikum.
„Það heyrðist minnst í Emblu
af öllum í ferðinni. Hún er greini-
lega fædd fyrir flakkið og fannst
þetta æðislegt,“ segir Lára, en
sveitin leigði rútu og keyrði svo á
milli Þýskalands og Sviss, lands
sem heillaði Láru upp úr skónum.
„Í Sviss leið mér eins og ég
væri stödd inni í póstkorti. Ég var
heilluð af landslaginu og svo var
alltaf hreint þarna. Íbúar lands-
ins hljóta að slá grasið einu sinni
á dag, þar var svo fullkomið,“
segir Lára, sem stefnir á að fara
aftur til Sviss. „Við kynntumst
yndislegu fólki sem var mjög
hrifið og forvitið um Ísland. Ég
gæti vel hugsað mér að fara þang-
að til að taka upp nýju plötuna
mína,“ segir Lára, sem stefnir á
að koma með nýja plötu í byrjun
næsta árs.
„Mig klæjar í puttana að fara
að vinna í nýju efni eftir ferðina.
Draumurinn væri að fara út fyrir
landsteinana með hljómsveitina,
loka okkur af á afskekktu sveita-
setri og búa til nýju plötuna þar.
Ég þarf bara að finna leið til að
fjármagna ferðalagið en ég stefni
á að byrja að vinna í plötunni í lok
ágúst,“ segir Lára og viðurkenn-
ir að það geti verið erfitt að vera
í skapandi starfi á Íslandi. „Eins
frábært og það er að búa hérna
er hraðinn sömuleiðis mikill og
maður alltaf með fullt af verk-
efnum í gangi á sama tíma. Þess
vegna væri fínt að komast út og
loka sig af.“ alfrun@frettabladid.is
LÁRA RÚNARSDÓTTIR: LEIÐ EINS OG ÉG VÆRI STÖDD Í PÓSTKORTI
Tónleikaferðalagið sam-
einaðist fjölskyldufríinu
HEILLAÐIST AF SVISS Lára Rúnarsdóttir söngkona er nýkomin heim eftir tveggja vikna
tónleikaferðalag þar sem Sviss heillaði hana upp úr skónum.
„Einn staður er ekki nóg fyrir
stærsta stuðningsmannaklúbbinn
á Íslandi,“ segir Steinn Ólason, for-
maður Manchester United-klúbbs-
ins.
Klúbburinn hefur ákveðið að
bæta Glaumbar við sem sam-
starfsaðila en hingað til hefur Spot
í Kópavogi verið eini heimavöllur
liðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Aðdáendur United á Íslandi hafa
því úr tveimur stöðum að velja á
komandi tímabili.
„Við erum stækkandi klúbbur og
einn staður er ekki nóg. Glaumb-
ar er að koma upp með nýjar og
breyttar áherslur og nýja rekstr-
araðila. Það er ágætt fyrir okkur
að hafa stað sem nær til fólksins
vestur í bæ og í miðbænum. Við
höfum ekki séð allar breyting-
arnar á Glaumbar en okkur líst
vel á það sem talað er um. Okkur
finnst sjálfsagt að United-menn
mæti þangað líka,“ segir Steinn en
yfir 2.600 manns greiddu árgjald
klúbbsins í fyrra.
Glaumbar verður opnaður 13.
ágúst og sama dag verður mikil
veisla þegar enski boltinn hefst
eftir sumarfrí. Frír bjór og snakk
verður í boði fyrir áhangendur
enska boltans. Daginn eftir verð-
ur síðan fyrsti leikur United á úti-
velli gegn WBA.
Aðspurður segist Steinn mjög
bjartsýnn fyrir tímabilið. „Ég held
að þetta verði tímabilið sem verð-
ur kallað númer tuttugu,“ segir
hann og á við að tuttugasti Eng-
landsmeistaratitill United gæti
orðið að veruleika á næsta ári. „Ég
held að Sir Alex hafi þetta. Ég hef
trú á honum.“ - fb
United-menn þurfa tvo staði
BJARTSÝNN Steinn Ólason, formaður
United-klúbbsins, er bjartsýnn fyrir
komandi tímabil. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn 2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101
Erna, stílisti
Ég hef unnið við förðun á
Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal
við förðun keppenda í Idol
og annarra sjónvarpsþátta
hjá 365. Einnig vinn ég við
auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er
óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér
mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu.
Skjöldur Mio,
tískuráðgjafi
Ég taldi mig vita flest
allt um tísku og útlit
áður en ég fór í skólann.
En annað kom á daginn.
Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu,
textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um
útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég
er að gera.
Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I
w w w . u t l i t . i s
VILTU VERÐA STÍLISTI?
The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og
textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og
atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu.
Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning
„Er í lessinu sínu.“
Fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack með
góða uppfærslu í tilefni hinsegin daga.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Má bjóða ykkur meiri Vísi?
ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT
Í VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI
Meiri Vísir.