Fréttablaðið - 19.08.2011, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
Föstudagur
skoðun 18
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Föstudagur
19. ágúst 2011
192. tölublað 11. árgangur
Fylgi eigin sannfæringu
Bjarni Benediktsson kveðst
sáttur við fyrrverandi for-
menn Sjálfstæðis flokksins
þótt hann sé ekki alltaf
sammála þeim.
föstudagsviðtalið 16
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512
S tefán Ingi Svansson, yfir-kokkur Veisluturnsins, hefur vakað yfir grill-inu í sumar og grillað alls kyns krásir fyrir sjónvarpsáhorf-endur í þættinum Grillað ásamt þeim Sigurði Gíslasyni og Völundi Snæ Völundarsyni. Þeir félagar gera gjarnan óáfenga fordrykki sem Stefán Ingi segir góða til að koma bragðlaukunum í gang. Hann hrærði saman léttan drykk í takt við árstíðina. „Þar sem berin eru farin að spretta ákvað ég að gera krydd-aðan trönuberjadrykk með fersk-um nýtíndum bláberjum. Ég nota lífrænan trönuberjasafa sem er ekki eins sætur og á hbund i
Kryddaðir fordrykkir passa vel á svölu síðsumri og hita upp fyrir grillsteikur og aðrar krásir:
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Grillaður hvítmygluostur með apríkósumarmelaði, sultuðum fíkjum og heslihnetum.1 stk. hvítmygluostur2 msk. apríkósumarmelaði3 stk. sultaðar fíkjur30 g heslihnetur2 stk. timjangreinar
Setjið ostinn í stálform og dreifið sultunni, fíkjunum og hnetunum yfir. Skreytið með
timjan.
Grillið á
miðl-
Trönuberja- og bláberjadrykkur með myntu
1 l trönuberjasafi3 msk. söxuð bláber2 msk. hrásykursafi úr ½ sítrónu2 cm ferskur engifer15 stk. myntulaufísmolar
Skrælið engifer og rífið niður með rifjárni í stóra skál. Bætið hrásykri, sítrónusafa og blá-berjum út í ásamt
BLÁBERJAFORDRYKKUR OG GRILLAÐUR OSTUR
Kemur bragð-laukunum í gang
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík, Bryggjan og
CCP standa fyrir dagskrá við höfnina á Menningar-
nótt. Þar verða hljómsveitir, föndursmiðja fyrir börn
og upplestrar. Þá verður hægt að dansa á Bryggju-
pallinum frá 20 til 22, þar sem félagsskapurinn
Komið og dansið verður í fararbroddi.
ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA
Verð aðeins1.895með kaffi eða te
föstudagur
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 19. ágúst 2011
HELGA LIND
Opið til 19
Nýtt kortatímabil
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
Brautarholti 8
Skólabóka-
markaður
Opið 10 - 16
um helgina
15 - 25%
afsláttur
EVRÓPUMÁL Sú afstaða Jóns Bjarna-
sonar landbúnaðarráðherra að
leyfa ekki sérfræðingum sínum að
taka þátt í undirbúningsvinnu við
að móta samningsafstöðu Íslands
í aðildarviðræðum við ESB gæti
tafið viðræðurnar um fjóra til sex
mánuði, herma heimildir blaðsins
í stjórnarráðinu.
Utanríkisráðherra, Össur Skarp-
héðinsson, óttast að þessi afstaða
landbúnaðarráðherra leiði til
þess að Íslendingar verði beðnir
að sýna fram á hvernig þeir ætli
að standa við yfirlýsingar síðan
í janúar, um áætlanir sem sýna
hvernig kerfið verður tilbúið
fyrir ESB-aðild að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Fréttablaðið greindi frá þessari
yfirlýsingu á sínum tíma, en í
henni kom fram að Ísland ætlaði
ekki að laga lög sín eða stjórn-
sýslu að reglum ESB, fyrr en þjóð-
in hefði samþykkt aðild. Í staðinn
áttu að koma þessar áætlanir.
„Þessi yfirlýsing var gefin á
grundvelli minnisblaðs sem var
sérstaklega samþykkt í ríkisstjórn
og veitti samninganefndinni þetta
umboð,“ segir Össur.
Því hefur áætlunargerðinni, sem
lofað var, seinkað. Landbúnaðar-
ráðherra ákvað síðla vetrar að lána
ekki sína sérfræðinga í undirbún-
inginn, sem ætti að vera lokið nú.
Þetta mun hafa valdið nokkurri
tortryggni hjá Evrópusamband-
inu gagnvart íslenskum samninga-
mönnum, að ekki hafi verið staðið
við gefin fyrirheit. Það tefur ferlið
enn fremur ef ESB biður Íslend-
inga að standa við sitt með því að
setja svokölluð opnunarviðmið
fyrir viðræðurnar.
„Þau verða að vísu ekki öðru-
vísi en svo að óskað verður
eftir því að Íslendingar standi
við þessa yfirlýsingu um vinnu-
áætlunina. Reynslan sýnir þó að
slík opnunar viðmið gætu tafið upp-
haf samninga viðræðna um land-
búnaðinn, þótt undir búningur fyrir
aðra kafla hafi gengið mjög vel.
Þetta er það sem ég hef reynt að
fá Jón til að falla frá,“ segir Össur.
Afleiðingin gæti því orðið sú
að bíða þyrfti þess að 27 aðildar-
ríki ESB samþykktu, hvert fyrir
sig, áætlun Íslendinga um kerfis-
breytingar í landbúnaði, áætlun
sem ekki er til staðar sem stendur.
„Ég er vitaskuld ekki hress
með þetta því þetta tefur að við
getum opnað landbúnaðarkaflann
en það hefur einmitt verið keppi-
kefli Steingríms, mitt og ekki síst
Ögmundar Jónassonar að opna
þungu kaflana sem fyrst í ferlinu,“
segir Össur Skarphéðinsson.
Jón Bjarnason vill ekki tjá sig
um málið. - kóþ / sjá síðu 10
Jón sagður tefja viðræður
Tregða landbúnaðarráðherra til þátttöku í ESB-viðræðum gæti leitt til þess að kafli um landbúnaðarmál
verði ekki opnaður fyrr en á næsta ári. Fyrst gætu 27 þjóðir þurft að samþykkja áætlun Íslendinga.
Óskað verður eftir
því að Íslendingar
standi við þessa yfirlýsingu.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
UTANRÍKISRÁÐHERRA
HVESSIR SA-TIL Í dag verður
víða hæg NA-átt en hægt vaxandi
SA-til. Að mestu hálfskýjað en
bjartast V-til. Víða líkur á skúrum
eða lítilsháttar vætu. Hiti 7-16 stig.
VEÐUR 4
7
13
11
9
10
Kennir í Laugum
Áslaug Óskarsdóttir, danskennari
í San Francisco og New York,
kennir einn danstíma í
Laugum í kvöld.
allt 2
Nýtt hlutverk
Ásgrímur Már Friðriksson
einn stjórnenda Nýs útlits.
fólk 42
MENNTAMÁL Mennta- og menningarmálaráðuneytið
telur að Kvikmyndaskóli Íslands uppfylli ekki skilyrði
um rekstrarhæfi. Ríkisendurskoðun tekur undir mat
ráðuneytisins og telur auk þess rétt að ráðist verði
í sérstaka úttekt á því hvernig farið hafi verið með
framlag ríkisins til skólans.
Í ljósi þessa verður ekki gengið til samninga um
hækkun á fjárframlögum til skólans meðan svo mikil
óvissa ríkir um reksturinn.
Svandís Svavarsdóttir, mennta- og menningar-
ráðherra, kynnti forsvarsmönnum og nemendum skól-
ans þessa niðurstöðu ráðuneytisins í gær. Þar áréttaði
Svandís að skólinn hefði skuldbindingar gagnvart
nemendum og óskaði eftir svörum frá stjórnendum um
hvernig það yrði gert. Þær upplýsingar liggja því til
grundvallar með hvaða hætti ráðuneytið „getur komið
að þeim skrefum með hagsmuni nemendanna að leiðar-
ljósi,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. - shá
Ráðuneytið segir Kvikmyndaskólann ekki uppfylla skilyrði um rekstrarhæfi:
Ríkisendurskoðun vill úttekt
Góður fyrsti dagur
Ólafur Björn Loftsson
lék vel á PGA-mótinu í
Wyndham í gær.
sport 38
TÍMI TIL AÐ TENGJA Undirbúningur fyrir Menningarnótt Reykjavíkurborgar er með ýmsum hætti
en það fellur í hlut Eiríks Lárussonar að sjá til þess að 856 tívolíbombur fari í loftið skammlaust. Eiríkur starfar
innan vébanda Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, sem hefur umsjón með sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARAMÁL Ekkert hefur þokast í
kjaraviðræðum leikskólakennara
og sveitarfélaga. Að öðru óbreyttu
hefst verkfall á mánudag. Reynt
verður til þraut-
ar að ná sáttum
og hefur verið
boðað til fundar
klukkan tíu í
dag.
Haraldur
Freyr Gíslason,
formaður Félags
leikskólakenn-
ara, sagðist í
samtali við Vísi
mundu mæta á fundinn. Mikill hiti
væri í félagsmönnum, sú staðreynd
að 96 prósent hefðu greitt atkvæði
með verkfalli segði allt um það.
Mörg fyrirtæki búa sig undir
verkfall enda ljóst að það hefði
mikil áhrif á barnafólk. Til að
mynda hafa forsvarsmenn tölvu-
leikjaframleiðandans CCP ákveðið
að koma upp barnagæslu í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins, komi upp
verkfall. Þar myndu starfsmenn
fyrirtækisins sjálfir sjá um að
passa börnin. - sv /sjá síðu 10
Fundað áfram í dag:
Útlit fyrir verk-
fall á mánudag
HARALDUR FREYR
GÍSLASON