Fréttablaðið - 19.08.2011, Page 10
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR10
MEÐGÖNGUSUND
s. 412 3253
www.medgongusund.is
medgongusund@medgongusund.is
Sundleikfimi hjá sjúkaþjálfurum
Dagtímar á Hrafnistu í Reykjavík
Síðdegistímar á Boðaþingi í Kópavogi
Kvöldtímar á Reykjalundi í Mosfellsbæ
KJARAMÁL Nokkur af stærstu
fyrirtækjum landsins hafa nú
fundað um hvernig bregðast
skuli við ef til verkfalls leikskóla-
kennara kemur á mánudag. Ljóst
er að verkfallið mun hafa mikil
áhrif í samfélaginu, eða á um fjór-
tán þúsund fjölskyldur og sextán
þúsund börn.
Forsvarsmenn tölvuleikjafram-
leiðandans CCP hafa ákveðið að
koma upp barnagæslu í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins, en þar
er herbergi með afþreyingarefni
fyrir börnin. Þá munu starfsmenn
sjálfir sjá um að passa börnin. Um
300 manns starfa hjá CCP.
Stoðtækjaframleiðandinn Össur
mun ekki hafa barnagæslu á sínum
snærum. Starfsmannastjóri fyrir-
tækisins, Jón Kr. Einarsson, telur
slíkt vera á gráu svæði er varð-
ar verkfallsreglur, en fólki verði
vissulega sýndur aukinn sveigjan-
leiki og boðið upp á möguleikann
að vinna heima þar sem það á við.
Um 320 starfsmenn vinna hjá Öss-
uri á Íslandi.
Kristján Kristjánsson, upp-
lýsingafulltrúi Landsbankans,
segir að ef til verkfalls komi muni
það hafa gífurleg áhrif á starfs-
menn bankans. „Það er gríðar-
legur fjöldi fólks hér með börn á
leikskólaaldri. Við munum reyna
eftir fremsta megni að sýna fólki
sveigjanleika og einhverjir geta
kannski unnið heima hjá sér,“
segir Kristján. „Einhverjir geta
kannski tekið börnin með, en það
er auðvitað ekki á þau leggjandi
að vera föst á vinnustað allan dag-
inn.“
Kristján segir meginvandann
vera hjá þeim sem þjónusta við-
skiptavini í útibúum, sem eru
45 talsins um land allt. „En það
kemur ekki til greina af okkar
hálfu að setja upp einhvers konar
pössun eða eitthvað slíkt. Enda er
það sennilega verkfallsbrot,“ segir
Starfsfólki sýndur
aukinn sveigjanleiki
Vinnustaðir búa sig nú undir mögulegt verkfall leikskólakennara á mánudag.
Sumir ætla að halda úti barnapössun, aðrir bjóða upp á aukinn sveigjanleika.
Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum og fundir skila ekki árangri.
BÖRN AÐ LEIK Allt stefnir í að verkfall leikskólakennara hefjist á mánudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EVRÓPUMÁL „Ég þekki það ekki að
nokkur maður hafi rætt um að
Jón Bjarnason fari út úr ríkis-
stjórn,“ segir Össur Skarphéðins-
son utanríkisráðherra.
Í Morgunblaðinu í gær var því
haldið fram að Jóni Bjarnasyni,
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðherra, hefði verið hótað
embættis missi vegna ágreinings
við Össur út af aðildarviðræðum
Íslands og ESB, en ef Jóni yrði
bolað úr ríkisstjórn með valdi
gæti það þýtt að ríkisstjórnin
missti meirihluta sinn á Alþingi.
Össur var því spurður hvort
nokkuð væri til í þessum vanga-
veltum. Hann kannast ekkert við
það en segir samskipti sín við
Jón Bjarnason hafa verið „full-
komlega fagleg og vinsamleg“
þótt augljós skoðanaágreiningur
sé uppi um ýmis mál.
„Við Jón erum með allt á hreinu
og ég hef hvergi komið að slíkum
umræðum,“ segir Össur.
Spurður um framgöngu Jóns í
málinu, það er að landbúnaðar-
ráðherra virðist meðvitað vera
að tefja ríkisstjórnarmál, segir
Össur: „Mér kemur ekki til hugar
að Jón Bjarnason sé viljandi að
reyna að koma í veg fyrir að það
sé reynt að framkvæma sam-
þykkt Alþingis.“
- kóþ
Utanríkisráðherra trúir ekki að landbúnaðarráðherra fari gegn vilja Alþingis:
Ekki minnst á embættismissi
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
JÓN BJARNASON
Enn ósammála um verkfallsaðgerðir
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taldi mikilvægt að ná
samkomulagi við Félag leikskólakennara um framkvæmd mögulegs verkfalls
til að koma í veg fyrir átök við leikskóla ef til verkfalls kemur. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Samninganefnd
Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur mótmælt [...] því að stéttarfélag gefi
stjórnendum sveitarfélaga bein fyrirmæli,“ segir í yfirlýsingunni og er að
lokum ítrekað að samninganefndin hyggist vísa málinu til félagsdóms ef til
verkfalls komi.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, sagði í samtali
við Vísi að nefndirnar hefðu ákveðið að vera „sammála um að vera ósam-
mála“. Tveir fundir um verkfallsaðgerðir hafa verið haldnir og hefur þeim
báðum lokið án niðurstöðu.
hann. Um 1.250 manns vinna hjá
Landsbankanum.
Ómar Örn Jónsson, markaðs-
stjóri Öryggismiðstöðvarinnar,
segir fólk vera að kanna þann
fjölda starfsmanna sem eigi börn
á leikskólaaldri. Nauðsynlegt sé að
bregðast við á einhvern hátt ef til
verkfalls komi.
„Við erum með barnaherbergi
á staðnum og erum að viðra þá
hugmynd að foreldrar geti skipt
með sér barnapössun. Þetta mun
hafa gífurleg áhrif á fyrirtækið
ef helmingur starfsmanna þarf að
vera heima með börnin.“
Ekkert hefur þokast í kjara-
viðræðum leikskólakennara og
sveitar félaganna. Þó verður áfram
reynt að ná sátt og hefur verið
boðað til fundar klukkan tíu í dag.
sunna@frettabladid.is
MEDVEDEV RÚSSLANDSFORSETI Dmitrí
Medvedev mundar myndavélina þar
sem hann skemmtir sér við að kafa í
ánni Volgu í sumarfríinu sínu.
NORDICPHOTOS/AFP
FÆREYJAR Lögþingið í Færeyjum
samþykkti á þriðjudag að fækka
sóknardögum um 10 til 20 pró-
sent, þrátt fyrir andstöðu annars
stjórnarflokks minnihlutastjórn-
ar landsins við málið.
Það voru þingmenn Þjóðveldis-
flokksins og Jafnaðarflokksins
sem greiddu frumvarpinu
atkvæði sitt ásamt þremur öðrum
þingmönnum. Sambandsflokkur-
inn, sem myndar minnihluta-
stjórn í Færeyjum ásamt Jafn-
aðarflokknum, var andvígur því
að skerða sóknardagana. - gb
Samkomulag í Færeyjum:
Sóknardögum
verður fækkað
HAFNARFJÖRÐUR Gjaldskrá leik-
skóla Hafnarfjarðar mun hækka
um tíu prósent frá og með 1. októ-
ber næstkomandi. Þetta var sam-
þykkt í fræðsluráði bæjarins í
vikunni og er í samræmi við fjár-
hagsáætlun bæjarins fyrir yfir-
standandi ár.
Áður hafði verið samþykkt að
hækka verð á hádegismat grunn-
skólabarna úr 300 krónum upp í
350.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
sem eru í minnihluta, sátu hjá við
afgreiðslu málsins og bókuðu að
umræddar hækkanir séu „liður
í framkvæmd þeirrar fjárhags-
áætlunar sem meirihlutinn í
bæjar stjórn stendur að“.
- þj
Hækkanir í Hafnarfirði:
Leikskólagjöld
hækka í október
SVÍÞJÓÐ Starfsmönnum á hjúkr-
unarheimili fyrir hreyfihamlaða
og minnisskerta í Jönköpingsléni
í Svíþjóð fannst einn vistmann-
anna sjúga fötin sín of mikið.
Starfsmennirnir reyndu að
koma í veg fyrir þessa hegðun
með því að strá pipar á fatnað
vistmannsins. Nú hafa félags-
málayfirvöld áminnt starfs-
mennina, meðal annars vegna
siðferðis mats þeirra.
Í annað skipti gleymdu starfs-
mennirnir vistmanni á salerni.
Sá datt og beinbrotnaði en brotið
uppgötvaðist ekki fyrr en rúmri
viku seinna. - ibs
Starfsmenn áminntir:
Stráðu pipar á
föt vistmanns
DANMÖRK Bæjaryfirvöld í Óðins-
véum íhuga nú að banna starfs-
fólki sínu að reykja á vinnutíma.
Héraðsblaðið á Fjóni vísar í
umfjöllun sinni til rannsókna sem
benda til þess að þar sem reyk-
ingafólk taki fleiri pásur og sé
oftar veikt, geti Óðinsvé sparað
sér sem jafngildir um 500 millj-
ónir króna árlega. Meðalfjöldi
veikindadaga er nú átján á ári en
gæti fækkað niður í þrettán með
reykingabanninu.
Hlutfall reykingafólks í Dan-
mörku hefur lækkað verulega síð-
asta áratug. Nú segjast um 24%
fullorðinna Dana reykja. - þj
Tóbaksvarnir í Danmörku:
Enginn smókur
í Óðinsvéum?
VILJA BANNA REYKINGAPÁSUR Bæjar-
yfirvöld í Óðinsvéum vilja banna reykingar
starfsfólks á vinnutíma. NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands
hélt í vikunni sitt annað útboð
á krónum fyrir eigendur gjald-
eyris. Alls bárust tilboð að fjár-
hæð 3,4 milljónir evra og var
öllum tilboðum tekið að fullu og
greiddar 210 krónur fyrir hverja
evru. Sem greiðslu fyrir gjald-
eyrinn fá kaupendur afhent verð-
tryggð ríkisverðbréf. Útboðið
er liður í losun gjaldeyrishafta
samkvæmt áætlun stjórnvalda og
Seðlabankans.
Í fyrra krónuútboði Seðlabank-
ans sem fór fram í lok júní bárust
tilboð að fjárhæð 71,8 milljónir
evra. Eftirspurn var því mun
minni í þetta skiptið en þá voru
greiddar 210 krónur fyrir evruna
eins og nú. - mþl
Gjaldeyrisútboð Seðlabanka:
Þátttaka í gjald-
eyrisútboði lítil
SEÐLABANKI ÍSLANDS Seðlabankinn
hefur í sumar stigið fyrstu skrefin í átt að
losun gjaldeyrishafta.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR