Fréttablaðið - 19.08.2011, Síða 16
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR16
É
g lít málefni þessa félags þann-
ig að þar hafi, líkt og hjá þúsund-
um annarra félaga, allar forsend-
ur í efnahag brostið í hruninu þar
sem gengislánin hækkuðu um yfir
100 prósent, verðbólgustig var
mjög hátt og vextir fóru upp úr öllu valdi.“
Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, um Olíufélagið N1, en
hann gegndi stjórnar formennsku í félaginu
árin 2005 til 2008. Bjarni segist ekki taka
umræðuna um N1 nærri sér, en á dögunum
var tilkynnt að þrátt fyrir rúmlega milljarðs
hagnað af reglulegri starfsemi hafi vegna fjár-
hagslegrar endurskipulagningar verið fram-
kvæmd gjaldfærsla í reikningum félagsins upp
á 12 milljarða króna.
„Það er á efnahagsreikningi félagsins sem
hlutirnir fara úr böndunum af fyrrgreindum
ástæðum. Rekstur félagsins, sem keyptur var
árið 2006, hefur gengið nokkuð vel og mér sýn-
ist hann hafa gengið betur en nokkru sinni fyrr
í sögu félagsins.“
Bjarni segir erlendar skuldir hafa tvöfaldast
í hruninu og þar með hafi allar forsendur fyrir
kaupunum brostið. „Í stuttu máli hefur rekstur-
inn gengið ágætlega, sala á vörum og þjónustu
á móti því sem kostað var til. Skuldir félagsins
sem tengjast fasteignum, kaupum á félaginu og
að hluta rekstrarskuldir tvöfalduðust. Þetta er
ekkert öðruvísi en með fjölda annarra félaga.
Höfum í huga að Kauphöllin á Íslandi þurrk-
aðist út og öll stóru félögin hér hafa meira eða
minna skipt um hendur. Sama gerðist hjá fjölda
heimila, allar forsendur brustu.“
Bjarni segir umræðuna um félagið ekki
óþægilega fyrir sig sem stjórnmálamann,
hann hafi ekkert að fela hvað sína aðkomu að
félaginu varðar. En auðvitað harma ég það
mjög að þetta skyldi fara svona. „Ég tel að fólk
sjái það í hendi sér að það eru ytri aðstæður
sem gjörbreytast og valda vandræðum hjá
þessu félagi og um allt þjóð félagið. Í því sam-
hengi skiptir líka máli að eigendur félagsins
komu með mikið eigið fé í reksturinn og það
stóð vel eftir kaupin. Þá hefur ekki verið tekið
fé út úr fyrirtækinu. Til dæmis var aldrei
greiddur arður á meðan ég starfaði þar. Eig-
endur litu á félagið sem fjárfestingu til fram-
tíðar og eflaust var það keypt nokkuð dýru
verði. Nú hefur hins vegar þurft að endur-
skipuleggja efnahagsreikninginn, reksturinn
er traustur sýnist mér.“
Forsendubrestur viðræðna
Ummæli Bjarna um að rétt væri að slíta við-
ræðum við Evrópusambandið hafa vakið
nokkra athygli. Eru þau ekki í mótsögn við
fyrri yfirlýsingar hans?
„Menn hafa farið aftur til ársins 2008 og
vísa í ummæli sem ég lét falla fyrir fyrirhug-
aðan landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ákveð-
ið hafði verið að Sjálfstæðisflokkurinn tæki
Evrópumálin fyrir á sérstökum landsfundi
árið 2009. Ég taldi mikilvægt að flokkurinn
leiddi fram niðurstöðu í þessu máli, sem hafði
verið átakamál, með lýðræðislegum hætti. Ég
tefldi fram hugmynd sem varð ekki ofan á hjá
flokknum, heldur vildu flokksmenn leita eftir
umboði þjóðarinnar áður en lagt yrði af stað.
Ég var mjög sáttur við þá niðurstöðu og hef
fylgt henni eftir síðan.“
Bjarni minnir á að hann hafi greitt atkvæði
gegn því að sótt yrði um aðild og eins með því
að þjóðin fengi að eiga fyrsta skrefið. Hann
hafi áður sagt að rangt sé að standa í aðildar-
viðræðum. „Ég var því ekki að flytjan nýjan
boðskap, enda hefur landsfundur flokksins
ályktað um þetta og ég áður tekið fram að ég
styðji þá niðurstöðu.“
Bjarni telur ýmislegt hafa gerst frá því að
umsóknin var lögð fram sem gefi tilefni til að
endurhugsa málið frá grunni. Það sé grunn-
forsenda að ríkisstjórnin sé einhuga um það
hvernig unnið sé í málinu en ekki einu þetta
grunnatriði sé í lagi. „Mér finnst sú hug-
myndafræði sem Vinstri græn hafa lagt fram
í málinu, að þau geti átt í aðildar viðræðum og
jafnvel lokið samningi og snúið sér síðan til
þjóðarinnar og barist gegn þeirri niðurstöðu,
rökleysa og held að enginn hljómgrunnur sé
fyrir henni.“
Efnahagsvandi hefur ríkt á evrusvæðinu og
Bjarni telur að taka verði tillit til þess. Gjald-
miðlakreppan hér á landi hafi vegið þungt í
ákvarðanatökunni á sínum tíma og umræð-
an um annan gjaldmiði verið hávær. Ekki sé
hægt að horfa framhjá efnahags þróuninni í
Evrópu. „Ísland á að mínu áliti ekki erindi í
ESB. Okkar fámenna þjóð mun ekki fá rönd
við reist þegar stóru ríkin fara sínu fram og
þróunin er öll í átt til aukinnar miðstýringar.
Það er í raun merkilegt að umræða um ESB-
aðild skuli þrífast á sama tíma og hér á landi
er rætt um að færa völdin í auknum mæli út
til fólksins með beinu lýðræði.“
Finnum agann heima fyrir
Margir hafa talað fyrir því að gott sé fyrir
Íslendinga að fara undir erlent agavald í
fjármálum; hér hafi skort aga til að halda úti
sjálfstæðri mynt.
„Ég verð nú að lýsa mig mjög ósammála
þessu. Í fyrsta lagi því að við séum komin að
einhverjum tímamörkum þar sem það sé full-
reynt hvort við getum sýnt nægilegan aga við
hagstjórnina til að standa undir sjálfstæðri
mynt.
Í öðru lagi er ábyggilegt að ef við viljum
setja okkur strangari viðmið og gera betur
þurfum við ekki að gangast undir erlent vald
til að ná því markmiði. Það má skoða ýmis-
legt, t.d. ströng viðmið um útgjaldaramma í
stjórnarskrá,“ segir Bjarni og vísar til þýsku
stjórnarskrárinnar og bendir einnig á nýlega
umræðu frá Bandaríkjunum um skuldaþak.
Þetta sé hægt að gera hér heima fyrir, engin
þörf sé á að gangast undir erlent agavald til
að ná árangri í þessum efnum.
Þá segir hann átök á milli vinnumarkaðs og
ríkisstjórnar hafa skemmt mjög mikið fyrir.
Stjórnvöld hafi viljað koma fram pólit ískum
markmiðum, til dæmis með breytingum á
fiskveiðistjórnunarkerfi og íhalds samari
orkunýtingu, en það hafi stangast á við vænt-
ingar aðila vinnumarkaðarins. Þessi tvö mál
hafi valdið spennu og á endanum orðið til þess
að laun voru hækkuð í vor umfram það sem
raunhæft var.
„Við höfum byggt upp ótrúlega góð lífs-
kjör á grundvelli íslensku krónunnar. Það
hefur hins vegar kostað miklar sveiflur, ekki
vegna gjaldmiðilsins sem slíks, heldur vegna
þess að við höfum of oft hagað okkur með
óábyrgum hætti. Í sögunni hafa verið teknar
út launahækkanir umfram það sem innistæða
var fyrir, við höfum líka stundað ofveiðar og
þetta hefur kallað yfir okkur aukna verð-
bólgu og gengisfellingar.
Af þessu drógu menn lærdóm þegar kvóta-
kerfinu var komið á og lokst tókust samning-
ar upp úr 1990 með þjóðarsáttinni og hindra
átti þessa víxlverkun.
Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög
erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og
hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það
má orða það svo að sveiflurnar séu eins og
fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt og
verkefnið að halda þeim í algjöru lágmarki.“
Þau atriði sem mestu skipti segir Bjarni
vera að eiga fyrir útgjöldum, framleiða meira
en sótt sé til annarra landa. Þá þurfi að vera
til staðar samhent átak líkt og farið var í í
tengslum við þjóðarsáttina.
Útgjaldarammi
Ríkissjóður hefur bólgnað út á undan förnum
árum og Bjarni segir að setja þurfi ytri
ramma um hversu langt má ganga. Lausbund-
in viðmið við fjárlagagerð hafi ekki staðist
og ekki heldur rammafjárlög til lengri tíma.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur
lagt fram frumvarp þar sem enn frekar er
þrengt að rammanum við fjárlagagerð. „Það
getur vel verið að það sé sársaukafullt fyrir
þingmenn að horfast í augu við það, en það er
langbest að taka á hlutunum snemma. Þótt
það kosti einhverjar pólitískar fórnir eru
menn að vinna þjóðinni gagn í lengri tíma.“
Bjarni segir að í útgjaldaramma, sem sjá
má í fjárlögum yfirstandandi árs, sjáist að sú
stefna sem fylgt hafi verið frá 2008 sé sú að
auka ekki útgjöld á næstu fjórum árum. „Ég
held að það sé skynsamleg stefna, áherslan
er lögð á að ná jöfnuði í ríkisfjármálum, en
það er ekki að takast á tilsettum tíma. Þetta
gengur mun hægar en ég hefði viljað sjá. Með
svona fjögurra ára plan á útgjaldahliðinni
eiga menn heldur ekki að segja við þjóðina að
hér verði stóraukið við velferðarkerfið. Menn
eiga að tala um hlutina eins og þeir eru. Það
eru ekki til peningar í augnablikinu.“
Framúrkeyrsla í bólunni
Bjarni segir að menn hafi reist sér hurðarás
um öxl á síðustu árum þegar vöxtur ríkis-
útgjalda var sem mestur, ríkisútgjöldin hafi
aukist allt of hratt.
„Þá gættu menn sín ekki á því að tekjur
ríkis sjóðs voru á þessum tíma ekki sjálfbær-
ar til lengri tíma, en athugaðu það að jafn-
vel þó ríkisútgjöldin hafi vaxið á þessu tíma-
bili þá var mjög mikill afgangur á ríkissjóði,
skuldir voru greiddar niður og skattar lækk-
uðu og afgangur af ríkissjóði fór vaxandi. Við
þessar aðstæður er kannski ekki við öðru að
búast en að eitthvað vaxi á útgjaldahliðinni.“
Sáttur við fyrrverandi formenn
Oft er sagt að það versta sem nýir formenn
erfi sé forverarnir, sérstaklega ef þeir stíga
ekki til hliðar. Bjarni segir atkvæðamikla
fyrrverandi formenn staðreynd og því verði
ekki breytt. Hann sé sáttur við það.
„Það truflar mig alls ekki. Í öllum grund-
vallaratriðum eru þeir fyrrverandi for-
menn, og eftir tilvikum ráðherrar, Sjálf-
stæðisflokksins sem enn eru þátttakendur
í umræðunni að halda á lofti okkar stefnu-
málum og sjónarmiðum. Auðvitað eru dæmi
um að menn takist á og stundum mjög harka-
lega, en það er bara lifandi og opin umræða
sem við höfum gott af að fari fram. Ég geri
enga athugasemd við að þeir, eins og aðrir,
hafi skoðun á þjóðmálunum og ætla ekki að
vera sá sem setur pottlokið á þá umræðu. Ég
hef ekki alltaf verið sammála þessum fyrr-
verandi formönnum. Ég held að það hafi ekki
farið framhjá neinum.
Ég legg áherslu á að fylgja minni sannfær-
ingu og er meira en tilbúinn að taka afleiðing-
unum af því. Það er miklu erfiðara að lifa með
því að hafa í sínum störfum látið stjórnast af
einhverju öðru en sannfæringu sinnig og sitja
uppi með afleiðingarnar af því.“
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisfl okksins
Ég var ekki sammála Þorsteini Pálssyni um að
það væri rétt að standa í aðildarviðræðum og
ekki heldur Davíð Oddssyni um Icesave.
Umræðan er ekki óþægileg
„Það er mjög skrítið fyrir bæði heimili og fyrirtæki á íslandi í dag að horfa upp á niðurstöðu rann-
sóknarskýrslunnar að það hafi verið bankarnir sjálfir sem fóru í mikinn ofvöxt og sem á endanum
leiddi til þess að allt hrundi. Það voru bankarnir sjálfir sem tóku of mikla áhættu, uxu langt undir
eigin getu til að standa undir áföllum og getu stjórnvalda til að koma þeim til aðstoðar.
Ein af meginniðurstöðum rannsóknarskýrslunnar að bankarnir hefðu orðið allt of áhættusæknir
í erlendum yfirtökum og lánveitingum, en síðan þegar áhrifin af þessu koma fram lendir það ekki
síst á íslenskum heimilum og fyrirtækjum, viðskiptamönnum bankanna. Nú standa þeir í erfiðum
samningaviðræðum við sína gömlu banka um hvernig eigi að greiða úr þessu. Það er ekki nema
von að mörgum finnist eitthvað öfugsnúið í þessu.“
En tóku þau ekki sjálf lánin? „Jú, þau tóku lánin og bera ábyrgð á þeirri lántöku í sjálfu sér – en
hver er ein meginástæða þess að gjaldmiðillinn hrynur með öllum þeim ósköpum sem fylgja? Var
það ekki áhættusækni bankanna sjálfra? Gleymum því ekki að upphafið að öllu þessu var það að
bankarnir gátu ekki greitt skuldir sínar.“
Bankarnir beggja megin borðs
FORMAÐURINN Bjarni Benediktsson vill að Íslendingar hætti aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hann
telur mikilvægara að beina kröftum að sköpun starfa og hagvaxtaraukningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bjarni Benediktsson telur að
hætta eigi aðildarviðræðum
við ESB. Stjórnvöld eigi að
einbeita sér að innri upp-
byggingu samfélagsins. Hann
ræddi við Kolbein Óttarsson
Proppé um stjórnmál, for-
mennsku og rekstur á N1.