Fréttablaðið - 19.08.2011, Qupperneq 18
18 19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaup-leiga eins og hver önnur lántaka. Í stað
þess að skilgreina lánið sem lán er búinn
til lagatæknilegur orðhengill um kaup-
leigu til að falsa bókhaldið.“ Þetta skrifaði
Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu.
Hvers vegna eru þá ökutækin sem lánað
var til enn skráð á fjármögnunarfyrir-
tækin hjá Ökutækjaskrá? Í kjölfar gengis-
dóma Hæstaréttar og lagasetningar í kjöl-
farið hafa tugþúsundir lántakenda fengið
endurútreikning á lánum sínum, sem er
viðurkenning fjármögnunarfyrirtækja á
að samningarnir voru í raun lán en ekki
leiga.
Þrátt fyrir þetta neita fyrirtækin og
Ökutækjaskrá að breyta eigendaskrán-
ingu ökutækjanna í samræmi við dómana.
Forsendan fyrir ólögmæti gengistrygg-
ingarinnar var að samningarnir væru
lán. Ástæðan var að gengistrygging leigu
er lögleg, en ekki lána samkvæmt lögum
um vexti og verðtryggingu. Í niðurstöðu
Hæstaréttar segir: „Þegar þetta allt er
virt verður að líta svo á að stefndi hafi í
raun veitt áfrýjanda lán til kaupa á bif-
reið, sem stefndi kaus í orði kveðnu að
klæða í búning leigusamnings í stað þess
að kaupa af áfrýjanda skuldabréf, sem
tryggt væri með veði í bifreiðinni.“
Fjármögnunarfyrirtækin keyptu aldrei
viðkomandi ökutæki og voru ekki aðilar
að kaupunum. Því geta þau ekki átt við-
komandi ökutæki. Eignarréttur færist frá
seljanda til kaupanda, ekki fyrirtækjanna
sem lána til kaupanna.
Þetta staðfestir skattaleg og bókhalds-
leg meðferð viðkomandi ökutækja. Í dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur nr. X-532/2010
var bent á að í bókhaldi fjármögnunar-
fyrirtækisins var tækið aldrei fært sem
eign, heldur hafi aðeins krafan verið færð
til eignar samkvæmt samningi. Tekjur
vegna samningsins voru færðar sem
vaxtatekjur, en ekki leigutekjur. Sama
virðist gilda um önnur fjármögnunar-
fyrirtæki við skoðun á ársreikningum.
Samningsákvæði um að eignarréttur
haldist hjá einhverjum sem keypti aldrei
ökutækið, eignaðist það aldrei, færði það
aldrei til bókar né taldi fram til skatts er
því merkingarlaust þegar það er lesið í
tengslum við lög, önnur ákvæði samnings-
ins, framkvæmd hans og túlkun dómstóla
á innihaldi hans.
Fjármögnunarfyrirtækin geta ekki
bæði sleppt og haldið. Annað hvort eiga
þau ökutækin eða ekki. Hæstiréttur segir
að þau eigi þau ekki og það hlýtur að
gilda.
Hver á bílinn minn?
Kaupleiga
Eygló Þ.
Harðardóttir
þingmaður
Framsóknar-
flokksins
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR
ENSKI BOLTINN
STÆRRI EN ALLT
R
íkisstjórnin stefnir enn að því að loka fjárlagagatinu
að hluta til með nýjum sköttum. Fjármálaráðherrann
er ekki sammála því að skattlagning sé komin að þol-
mörkum og að skattar séu háir á Íslandi.
Í grein á Smugunni á dögunum skrifaði Steingrímur
J. Sigfússon: „Staðreynd mála er hins vegar að öll helstu skatt-
hlutföll á Íslandi, með einni undantekningu þar sem er efra þrep í
virðisaukaskatti, eru lægri en í flestum samanburðarlöndum. Þau
eru lægri en á hinum Norður-
löndunum og yfirleitt undir
meðaltali OECD ríkja.“
Ráðherrann bætti því við að
skattahækkanir til þessa hefðu
ekki gengið lengra en svo að
þær rétt rúmlega dygðu til að
halda skatttekjum í horfinu
sem hlutfalli landsframleiðslu.
„Hægri söngurinn um óhóflega
skattpíningu er því innistæðulaus áróður. Hvort sem skatttekjur
sem hlutfall af landsframleiðslu eða samanburður við skatthlut-
föll á hinum Norðurlöndunum er notað sem viðmiðun,“ segir
Steingrímur.
Eins og stundum áður skiptir máli að sambærilegir hlutir séu
bornir saman þegar metið er hvort skattar á Íslandi séu hærri
eða lægri en í öðrum vestrænum ríkjum. Í skýrslu sem Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn gerði í fyrra að beiðni ríkisstjórnarinnar og
fjallaði um leiðir sem mætti fara til að auka tekjuöflun ríkissjóðs,
var dregið skýrt fram að við mat á skatttekjum sem hlutfalli af
landsframleiðslu á Íslandi yrði að taka tillit til þess að Íslendingar
borguðu hátt hlutfall af launum sínum til einkarekinna lífeyris-
sjóða. Í flestum öðrum OECD-löndum væru lífeyristryggingar
hins vegar fjármagnaðar með sköttum. Þess vegna yrði annað
hvort að bæta lífeyrisiðgjöldunum við skattana á Íslandi við
útreikning skattbyrði eða draga frá útgjöld til lífeyristrygginga
í öðrum löndum.
AGS komst að þeirri niðurstöðu að sama væri hvor leiðin væri
farin, skattar væru hátt hlutfall landsframleiðslu, með þeim
hæstu í OECD og jafnvel háir í norrænum samanburði.
Á þessum staðreyndum byggði AGS síðan þau tilmæli sín að
varlega yrði að fara í frekari skattahækkanir, til dæmis stig-
hækkandi tekjuskatta, ættu þær ekki að valda hagkerfinu „alvar-
legum skaða“.
Samtök atvinnulífsins hafa rifjað upp þessa skýrslu AGS og
jafnframt vísað á samanburð OECD á skatthlutföllum, að frá-
dregnum framlögum til lífeyristrygginga. Þar er Ísland í fjórða
til fimmta sæti OECD-ríkja ásamt Noregi hvað varðar hlutfall
skatta af landsframleiðslu, á eftir Danmörku, Svíþjóð og Nýja-
Sjálandi. Samtökin álykta réttilega að Ísland sé háskattaland.
Íslendingar bera nú þegar „norræna“ skattbyrði, sem er ein-
hver sú hæsta á Vesturlöndum. Ríkisstjórnin getur auðvitað
ákveðið að hækka skattana ennþá frekar, en það er ekki hægt
að gera í skjóli þess að þeir séu svo lágir í samanburði við önnur
lönd og ríkissjóður eigi þannig mikið inni hjá skattgreiðendum.
Eru skattarnir á Íslandi háir eða lágir
samanborið við önnur vestræn ríki?
Háskattalandið
Átakasæknin
Rétturinn til að knýja fram kjarabætur
með verkfalli er undirstaða lífs kjara
launafólks. Á bóluárunum mátti oft
heyra að verkföll og verkalýðsbarátta
væri úrelt; allt átti að gerast á forsend-
um einstaklingsins og samstaða þótti
gamaldags. Nú eru leikskólakennarar á
leið í verkfall og krefjast sambærilegra
launa og grunnskólakennarar,
enda menntunin eins. Seint
verður sagt að sveitarfélögin
sýni lipurð í samskiptum, for-
maður Sambands íslenskra
sveitarfélaga hótar upp-
sögnum og skattahækkunum
verði gengið að kröfunum og
nú hefur samninganefndin
lýst því yfir að vonast sé
til að hægt verði að forðast átök við
verkfallsverði. Það bendir ekki til mikils
samningsvilja að slagsmál séu möguleg,
en ekki æskileg.
Ábyrgð kjörinna fulltrúa
Samninganefndin starfar á vegum Sam-
bands íslenskra sveitar félaga og á bak
við hana geta kjörnir fulltrúar í sveitar-
félögunum skýlt sér. Þeir þurfa
því ekki að svara fyrir launa-
kjör leikskólakennara, hvort
mánaðarlaun þeirra séu
eðlileg hjá fólki sem elur
börnin okkar upp. Vel
má vera að
hagræði
sé í einni
samninga-
nefnd en heldur snautlegt er að kjörnir
fulltrúar svari ekki fyrir stefnuna.
Menntunin og launin
Leikskólakennsla er göfugt starf og á
að vera vel borgað. Eðlilegt er einnig að
fyrir sambærileg störf fáist sömu laun.
Sú skoðun, sem til dæmis sást í pistli
í Viðskiptablaðinu í gær, að forsenda
ásóknar í menntun sé hærri laun
er hins vegar umhugsunarefni.
Vissulega má færa fyrir því rök
að lán fyrir margra ára námi
kalli á laun sem undir þeim
standi. Hvatinn að menntun ætti
hins vegar að vera þekkingarleit
og – svo naívisminn sé kallaður
til – von um betri heim. Ekki bara
krónur og aurar. kolbeinn@frettabladid.is