Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 19

Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 19
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 2011 19 Ríkið mun hjálpa Sumir leigja þær íbúðir sem þeir búa í. Aðrir eiga þær íbúðir sem þeir búa í. Flestir þeirra sem eiga íbúðirnar eiga þær þó einungis í þeim skiln- ingi að þeir hafa skuldbundið sig til að greiða einhverjum öðrum stóran hluta tekna sinna nær alla starfsævi fyrir að fá að búa þar. Þú átt íbúðina en bankinn á þig. Snilldarfyrirkomulag. Þeir sem leigðu á árunum fyrir bankahrun fengu stund- um að heyra að það væri algjört rugl. Óskynsamlegt væri að borga upp lán fyrir aðra og vera ekkert að „eign- ast“ í íbúðinni. Ættingjar lögðu sig fram við að hjálpa næstu kynslóð með útborgunina svo hún gæti farið að eignast sínar íbúðir. „Er Titanic að sigla úr höfn á eftir? Ég skal lána þér fyrir miðanum!“ Nú vildu margir vera í þeirri stöðu að eiga nákvæmlega ekkert í íbúðinni sinni. Það er nefnilega mun skárra að eiga ekkert en að eiga minna en ekkert, eins og raunin er gjarn- an. Þá vilja menn fara að leigja, raðirnar í leiguhúsnæði lengj- ast og verðið hækkar. Platbætur Sú umræða hefur komið upp að undanförnu að samræma þyrfti húsaleigubætur og vaxtabætur. Það er góð hugmynd. Rökrétt- asta og einfaldasta samræming- in væri að leggja hvort tveggja niður og láta fólk kaupa og leigja eigin íbúðir sjálft en ekki með aðstoð annarra. Hafi menn áhuga á að stuðla að tekjujöfnun eiga þeir að nota til þess skattkerfið með sínum skattþrepum og persónu- afsláttum en ekki að nota til þess bótakerfi sem er í raun bara plat. Hugmyndin með vaxtabótum ætti að vera að hvetja fólk til að kaupa sér íbúð, frekar en að leigja. Hugmyndin með húsa- leigubótum er að hvetja fólk til að leigja sér íbúðir, væntanlega frekar en að vera á götunni. Við erum sem sagt með bætur fyrir alla þá sem eru að leigja íbúð eða að borga af henni. Það er ansi mikið af fólki. Bætur eiga að bæta mönnum eitthvað. En hvers vegna á að bæta fólki það að það hafi eign- ast börn? Hvers vegna að bæta mönnum það að þeir séu að reyna að eignast íbúð? Eða hafi lent í því að vera leigjendur? Allir borga massaskatta og flestir fá einhverjar bætur. Hvernig væri að taka út milli- liðinn og leyfa fólki að halda eftir eigin peningum og nota þá í það sem því sýnist? Þegar við skoðum áhrif vaxtabóta í heild sinni væru þau hin sömu ef lagður væri 8% viðbótarskattur á millitekjur á bilinu frá 200 upp í 800 þúsund og skattleysismörkin hækkuð um 50 þúsund. Þá vakna strax nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi: Af hverju eiga þeir sem eru að borga af íbúð að hafa hærri skattleysismörk en aðrir? Í öðru lagi: Ef við værum að koma á nýjum skatti, myndum við láta hann ná til tekna á bilinu frá 200 upp í 800 þúsund? Þetta er vandinn í hnotskurn. Allar tekjutengdar bætur hafa sömu virkni og sérstakir skattar á lág- og millitekjufólk. Barnabætur jafngilda milli- tekjuskatti. Vaxtabætur og húsaleigubætur gera það einnig. Hugmyndir um tekjutengingu gjaldskráa Reykjavíkurborgar eru af sama meiði. Enn einn millitekjuskatturinn. Íbúðaleigusjóður Nú er farið að bera á hugmynd- um um sérstakt opinbert leigu- félag til að leigja út þær íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til sín. Eitt af því sem hækkar leiguverð er að fleiri vilja taka íbúðir á leigu en eru að leigja þær út. Sneggsta og skynsamlegasta leiðin út úr því er að láta Íbúðalánasjóð selja þær fjölmörgu íbúðir sem hann á en ekki að dúndra ríkinu inn á leigumarkað í beinni samkeppni við húseigendur og leigufélög. Ríkið er meðvirkt apparat Þegar allir vildu kaupa sér íbúð bjó ríkið til 90% lán og svo gátu allir keypt sér íbúð og allir gerðu. Nú þegar allir vilja leigja sér íbúð mun ekki vanta stjórn- málamenn sem munu lofa leið- um til að gera öllum kleift að geta leigt sér íbúð. Jafnvel með smellnum auglýsingum í sjón- varpi. Þær hugmyndir munu hljóma jafn vel og hugmyndirn- ar um 90% lánin. Og vera jafn vondar. Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Nú þegar allir vilja leigja sér íbúð mun ekki vanta stjórnmálamenn sem munu lofa leiðum til að gera öllum kleift að geta leigt sér íbúð. Þegar ég heyrði fyrst af því að verkfall leikskólakennara væri yfirvofandi hélt ég í ein- feldni minni að það kæmi ekki til verkfalls. Ég hélt að við hugsuðum öðruvísi eftir hrunið og kynnum betur að meta þá hluti sem skipta raunverulegu máli. En ef til vill var ég aðeins of fljót á mér því svo virðist sem það stefni í að þessi stétt þurfi að berjast með blóði, svita og tárum fyrir eðli legum kjarabótum. Ég velti fyrir mér hver ástæðan er fyrir því að störf þessarar stétt- ar hafi ekki verið metin að verð- leikum? Ekki er lélegri menntun um að kenna, þar sem leikskóla- kennarar hafa að baki krefjandi háskólanám. Og varla er það svo að hægt sé að halda því fram að það sé svo lítið að gera hjá þeim í vinnunni. Enn síður er lítilli ábyrgð um að kenna, þar sem við erum alltaf að halda því fram að börnin séu það mikilvægasta sem við eigum, að þau séu framtíðin og því þurfi að hlúa sérstaklega vel að þeim. Nei, þetta á ekki við rök að styðj- ast. Ætli ástæðan sé ekki frek- ar sú að við sitjum föst í gömlum hjól förum og eigum erfitt með að koma okkur upp úr þeim, þar sem þau eru orðin svo djúp og fastmörk- uð í menningu okkar og samfélagi. Það er gamalgróin staðalmynd af leikskólakennurum að þeir séu gott og rólegt fólk sem vinni skemmti- legt en mjög krefjandi starf fyrir lágmarks laun en það sé allt í lagi því þetta starf sé unnið af hugsjón. En þó svo að flestir leikskólakenn- arar hljóti að veljast í þetta starf af hugsjón vilja þeir eðli málsins sam- kvæmt fá mannsæmandi laun fyrir sína vinnu og geta framfleytt fjöl- skyldum sínum. Það skil ég mjög vel og hvet því alla til að lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu leikskólakennara. Hættum að sætta okkur við hið mikla bil sem búið er að myndast milli tekjuhópa á Íslandi og spyrn- um við fótum. Reynum í eitt skipti fyrir öll að læra eitthvað af því sem á undan er gengið og förum að átta okkur á að það er mun skárra að allir hafi nóg fyrir sig og sína en að sumir hafi allt of mikið á meðan aðrir hafa nánast ekki neitt. Föst í göml- um hjólförum Kjaramál Svanhildur Anna Bragadóttir móðir þriggja leikskólabarna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.