Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 28

Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 28
4 föstudagur 19. ágúst Helga Lind Björg- vinsdóttir er fjögurra barna móðir, pilates- kennari og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Hún hefur flakkað um heiminn undanfarin ár en er nú komin heim og unir sátt við sitt. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndari: Stefán Karlsson Förðun: Harpa Káradóttir hjá MAC Fatnaður: Júniform H elga Lind er fædd og uppalin á Akranesi og þótt hún hafi flakkað um heiminn síðustu ár segist hún bera sterkar taugar til heima bæjarins og þá sérstaklega til íþróttaliðsins ÍA. „Ég er Skagastúlka út í gegn. Ég er mikill ÍA-ingur en það versta er að maðurinn minn spilar fótbolta með Fylki og faðir eldri barna minna leik- ur með Fram og þetta skapar svo- litla togstreitu inni á heimilinu,“ segir hún og hlær. Helga Lind þótti sjálf nokkuð efnileg í fótbolta á sínum yngri árum og lék meðal annars með ung- lingalandsliði kvenna í þrjú ár. Hún lagði þó takkaskóna á hilluna eftir að hún flutti út til Englands ásamt þáverandi kærasta sínum. „Ég var á kafi í fótbolta alveg þar til ég flutti út átján ára gömul. Það var alls ekki erfitt að hætta því ég hafði á tímabili spilað með þremur flokk- um á sama tíma og því orðin svo- lítið þreytt á boltanum. Ég hef ekki byrjað aftur en spila stundum með krökkunum og þegar ég bjó í Noregi var ég með „Old girls“ liði, sem mér þótti mjög skemmtilegt.“ FULL AF ÆVINTÝRAÞRÁ Helga Lind kynntist knattspyrnu- manninum Arnari Gunnlaugssyni þegar hún var átján ára gömul og flutti með honum út til Englands ári síðar. Hún segir það ekki hafa verið mjög erfitt að kveðja heimaslóð- irnar og halda út í hinn stóra heim því hún hafi verið ung full af æv- intýraþrá. „Ég hef alltaf verið frek- ar sjálfstæð og fannst þess vegna ekkert mál að flytja út með Arnari. Maður var líka svo ástfanginn og fannst þetta allt voða spennandi,“ út skýrir hún. „Ég hafði verið að þreifa fyrir mér sem fyrirsæta heima á Íslandi á vegum Eskimo og ætlaði að halda því áfram úti og sinna fjarnámi en ég varð fljótlega ólétt og þau plön urðu því að bíða betri tíma.“ Helga eignaðist soninn Alex árið 1999 og þremur árum síðar fæddist þeim hjónum dóttirin Ísabella. Fjölskyldan flutti heim árið 2003 og ákváðu Helga og Arnar að fara út í verslunarrekstur ásamt Bjarka, tvíburabróður Arnars, unnustu hans og Sölva Magnússyni. Helga Lind vann þá um hríð sem sölu maður í verslun inni, sem fékk nafnið Retro. Árið 2004 ákváðu Helga Lind og Arnar að skilja að skiptum en að hennar sögn eru þau enn miklir vinir og ala börnin upp í samein- ingu. TÍÐIR FLUTNINGAR ERFIÐIR Helga er nú gift fótboltamanninum Gylfa Einarssyni og eiga þau saman tvíburana Köru Lind og Einar Orra. Þegar hún er spurð hvort hún heill- ist sérstaklega af fótboltaköppum skellir hún upp úr og segir: „Ég var nú búin að tilkynna það að ég ætl- aði ekki að vera með öðrum fót- boltamanni en ég var varla búin að sleppa orðinu og snúa mér við þegar ég gekk í fangið á Gylfa. Ég held ég heillist ekkert sérstaklega af fótboltamönnum heldur sterk- um karakterum með mikla útgeisl- un, kannski hafa fótboltamenn þá kosti að geyma,“ segir hún brosandi. Parið flutti til Leeds árið 2006 þar sem Gylfi lék sem atvinnumaður hjá fótboltaliðinu Leeds United og tveimur árum síðar flutti fjölskyld- an til Bergen. Helga viðurkennir að hinir tíðu flutningar sem fylgi atvinnumennskunni geti verið erf- iðir en að þeim fylgi þó einnig kostir. „Þetta er erfitt þegar maður er kominn með börn á skólaaldri því það er erfitt að rífa þau upp en þess utan er þetta mikið ævintýri og börnin kynnast nýrri menningu og tungumáli og það hefur gert þeim gott. Við höfum líka verið mjög heppin hvað þau eru fljót að að- lagast breyttum aðstæðum.“ UNG MÓÐIR Þrátt fyrir ungan aldur á Helga Lind fjögur börn en það fyrsta átti hún aðeins nítján ára gömul. Hún segist þó alltaf hafa verið viss um að hún yrði móðir ung að árum. „Ég á þrjú systkini og var tíu ára gömul þegar það yngsta fæddist. Ég var mjög dugleg að passa þau og leið allt- af svolítið eins og mömmu númer tvö og var alveg viss um að ég vildi verða mamma nokkuð ung.“ Helga Lind viðurkennir að það hafi verið ys og þys á heimilinu fyrst eftir fæðingu tvíburanna og því hafi þau hjónin notið aðstoðar au pair fyrsta árið. „Við Gylfi ætluðum alltaf að eignast tvö börn en fengum þau óvænt á einu bretti. Ég var pínu smeyk fyrst að verða móðir tvíbura en ég held að það sé ekki meira á mann lagt en maður þolir. Ég fæddi tvíburana á þrítugustu viku og þeir voru því á spítala fyrstu fimm vik- urnar eftir fæðingu og það var mjög strembinn tími. En svo hefur þetta gengið mjög vel og tvíburarnir eru góðir vinir og duglegir að hafa ofan af fyrir hvort öðru.“ FYRIRSÆTUSTARFIÐ HENTAÐI EKKI Eins og áður hefur komið fram dvaldi Helga Lind í mánuð á Ind- landi árið 2005 og vann sem fyrir- sæta á vegum umboðsskrifstofunn- ar Eskimo. Hún segir dvölina hafa verið mikla upplifun en að fyrir- sætustarfið hafi ekki hentað henni. „Mér finnst gaman að taka fyrir- sætuverkefni að mér annað slagið og ég hef kynnst fullt af skemmti- legu fólki í hinum ýmsu verkefnum en ég gæti ekki lagt þetta starf fyrir mig. Þessi bransi er svolítið grunn- hygginn og ég þreifst ekki innan hans. Þótt starfið virki glæsilegt er það ekki alltaf raunin.“ Tilboðið bar nokkuð skyndilega að og fékk Helga aðeins tvær vikur til að ákveða hvort hún vildi halda utan til Indlands. Þetta var stuttu eftir skilnað hennar og Arnars og ákvað hún í sameiningu við hann að taka tilboðinu á meðan börn- in dveldu hjá honum. „Mér fannst ég þurfa að skipta aðeins um um- hverfi og fá frið til að vinna úr til- finningum mínum. Mér fannst samt tilhugsunin um að vera í heilan mánuð frá börnunum mjög erfið og kveið því mest af öllu. Mig grunaði samt aldrei að það yrði jafn erfitt og raun bar vitni en ég ákvað samt að þrauka út mánuðinn og klára það sem ég hafði byrjað á. Þetta var samt mikill skóli og það er svaka- legt að upplifa þessa miklu fátækt sem þarna ríkir og eftir heimsókn- ina lærir maður að vera þakklátur fyrir allt það sem maður hefur.“ Mér fannst ég þurfa að skipta um umhverfi og fá frið til að vinna úr til- finningum mínum. ÞOLIR EKKI ORÐIÐ WAG KRAFTMIKIL Helga Lind Björgvins- dóttir hefur búið víða með fjölskyldu sinni. Nú er hún flutt heim og kennir pilates og hefur gaman af.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.