Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2011, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 19.08.2011, Qupperneq 38
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar og bróður, Elmars Halldórssonar Þiljuvöllum 34, Neskaupstað. Bergþóra Stefánsdóttir Stefán Einar Elmarsson Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir Katrín Unnur Elmarsdóttir Melkorka Elmarsdóttir Margeir Örn Óskarsson Tómas Styrmir Stefánsson Óliver Snær Stefánsson Fanney Ósk Sveinbjörnsdóttir Kristín Elma Margeirsdóttir Halldór Hinriksson og systkini hins látna Konan mín, móðir okkar og amma, Dórothea Sveina Einarsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti mánudaginn 29. ágúst kl. 15. Hörður Bergmann Halldóra Björk Bergmann Atli Bergmann Jóhanna Bergmann Helga Lilja Bergmann barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Loftsdóttir Hjaltabakka 14, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 7. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Ólöf Hjálmarsdóttir Ólöf Leifsdóttir Atli Bragason Loftur Ólafur Leifsson Júlíana Hauksdóttir Ingibjörg Leifsdóttir Halldór Jón Theodórsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Stefán Jónsson pípulagningameistari, Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 8. ágúst. Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Eva Óskarsdóttir Margrét Stefánsdóttir Ingvar Karlsson Ingvar Stefánsson Áslaug Hartmannsdóttir Ásta Edda Stefánsdóttir Birgir Björgvinsson Ellert Kristján Stefánsson Helga Veronica Gunnarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari, Kársnesbraut 99, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 8. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Ljósið eða Samtök heilsuleikskóla. Hákon Sigurgrímsson Finnur Hákonarson Rósa Birgitta Ísfeld Grímur Hákonarson Halla Björk Kristjánsdóttir Harpa Dís Hákonardóttir Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur stuðning, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Jóns Péturssonar eðlisfræðings Þinghólsbraut 27, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar og heila- og taugaskurðdeildar Landspítala í Fossvogi fyrir alúð og fagmennsku við meðferð og hjúkrun Jóns. Einnig sérstakar þakkir til bridgefélaganna, samstarfsfólks Jóns hjá Actavis og samstarfsfólks Önnu á Landspítala fyrir ómetanlegan stuðning og aðstoð á erfiðum tíma. Anna Stefánsdóttir, Halldóra Jónsdóttir Halldóra Jónsdóttir, Einar Jónssson Dofri Jónsson, Kristrún Sigurðardóttir Dagbjört Jónsdóttir, Anders Bjarnason Jensen og barnabörn Fimm nýir sálmar verða frumflutt- ir í Hallgrímskirkju á morgun. Tón- leikarnir eru hluti árlegrar dagskrár Menningarnætur í kirkjunni, Sálma- foss, en Tónmenntasjóður Hallgríms- kirkju stendur á bak við þessa nýsköp- un. Þetta er í þriðja sinn sem sjóðurinn pantar nýja sálma. Fyrstu fjórir sálm- arnir komu út árið 2007 og sjö sálmar árið 2009. Með nýju sálmunum fimm hafa nú samtals sextán nýir sálmar komið út eftir þrjátíu höfunda. „Stjórn tónmenntasjóðs velur saman texta- og tónskáld og fyrst voru leidd- ar saman yngri og eldri kynslóð. Árið 2009 var það fólk sem hafði unnið saman áður en í ár hugsuðum við um fjölbreytni og völdum fólk sem hafði ekki fengist við svona áður,“ útskýrir Arngerður María Árnadóttir organisti. Þau skáld sem sömdu sálmana í ár eru: Magnús Þór Sigmundsson með „Mín er bæn“, Sigurður Pálsson og Ragnheiður Gröndal með sálminn „Lif- andi vatnið“, Ísak Harðarson og Hróð- mar I. Sigurbjörnsson með sálminn „Rennur upp um nótt“, Iðunn Steins- dóttir og Hreiðar Ingi Þorsteinsson með „Sálmur“ og Steinunn Jóhannes- dóttir og Elín Gunnlaugsdóttir með sálminn „Játning“. „Með þessu vildum við vekja athygli bæði tón- og textaskálda á þessum geira,“ útskýrir Arngerður og bætir við að undirtektir skáldanna hafi verið góðar. „Það vantar tilfinnanlega nýja sálma og því er mjög skemmtilegt hvað allir hafa verið jákvæðir. Þó að margt þyki íhaldssamt í kirkjunni hefur fólk mikinn áhuga á að fá nýja sálma og þónokkrir sálmar sem komu út árin 2007 og 2009 eru í notkun í dag.“ Skilyrðin sem skáldin fengu voru þau að laglínan væri aðgengileg fyrir almennan söng og að textinn væri trúarlegs eðlis og á nútímamáli sem fólk í dag gæti samsamað sig við. „Næsta vetur kemur svo út tilrauna- hefti þar sem við prufukeyrum nýju sálmana í bland við eldri sálma.“ Klukkan 15 á morgun verða nýju sálmarnir fimm frumfluttir en klukk- an 15.40 hefst síðan almenn dagskrá þar sem kirkjukórar og organistar leiða almennan söng. Nýju sálmarnir verða fluttir á heila tímanum þar til dagskrá lýkur klukkan 21 um kvöldið. heida@frettabladid.is SÁLMAFOSS Í HALLGRÍMSKIRKJU: FIMM NÝIR SÁLMAR FRUMFLUTTIR Nýsköpun í sálmasmíð NÝJA SÁLMA VANTAR Arngerður María Árnadóttir, organisti í Hallgrímskirkju, býst við fjölmenni á Menningarnótt þegar fimm nýir sálmar verða frumfluttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 65 BILL CLINTON 43. forseti Bandaríkjanna, er 65 ára. „Stundum, þegar fólk er undir álagi, er því illa við að hugsa en þá þyrfti það einmitt að hugsa sem mest.“ Jørgen Jørgensen, eða Jörundur hundadaga- konungur, afsalaði sér völdum á Íslandi þennan dag árið 1809. Jörundur var danskur að uppruna en var sendur til náms í breskum kaupskipum sem unglingur þar eð föður hans þótti hann ódæll. Jörundur ferðaðist víða um heim með breskum kaupskipum og rannsóknarskipum. Hann var neyddur til herskyldu í Danmörku en sinnti ekki skyldum sínum og var lýstur réttdræpur í Danmörku fyrir föðurlandssvik. Jörundur kom til Reykjavíkur miðvikudaginn 21. júní árið 1809 með bresku kaupskipi sem hann laug sig inn á. Jörundur fyrirleit allt sem danskt var og gerði byltingu í Reykjavík, lét handtaka Trampe greifa og skrifaði yfirlýsingu um sjálfstæði Íslendinga frá Danmörku. Byltingunni lauk tæpum tveimur mánuðum síðar þegar breska kaupskipið Talbot kom til Reykjavíkur og skipstjórinn lét sækja Jörund á sinn fund. Trampe greifi slapp úr haldi og Jörundur fór frá Íslandi. Heimild: www.wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 19. ÁGÚST 1809 Jörundur afsalar sér völdum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.