Fréttablaðið - 19.08.2011, Page 47

Fréttablaðið - 19.08.2011, Page 47
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 2011 35 Sænska þjóðin er í skýjunum eftir að Viktoría krónprinsessa og Daníel prins tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Barnið er væntanlegt í mars á næsta ári og prinsessan því rétt komin þrjá mánuði á leið. Barnið verður fyrsta barna- barn Karls Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar. Viktoría prinsessa og Daníel giftu sig með pompi og prakt í fyrrasumar og prinsessan hefur aldrei dulið löngun sína í að stofna fjölskyldu sem fyrst. Sænsku netmiðlarnir fóru á flug á miðvikudaginn þegar til- kynning barst frá konungsfjöl- skyldunni og reiknuðu út að barnið hefði hugsanlega verið getið á sænska þjóðhátíðar- daginn, 6. júní. Svíaprinsessa á von á barni VÆNTANLEGIR FORELDRAR Viktoría, krónprinsessa Svía, og Daníel prins eiga von á sínu fyrsta barni í mars á næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTY Gestir barsins Garage í Bergen áttu ekki von á því að enda mið- vikudagskvöldið á djammi með einni af vinsælustu söngkonum heims, Rihönnu. Rihanna heldur tvenna tónleika í Bergen í vik- unni og ákvað að kanna skemmt- analíf bæjarins eftir þá fyrri. Rihanna mætti á staðinn ásamt 30 manna fylgdarliði og troðfyllti litla barinn, sem þekktur er fyrir dálæti sitt á rokktónlist. Rihanna var samt fljót að biðja um óskalög og endaði með því að barnum var breytt í hiphop-dansstað þar sem plata Jay-Z var spiluð allan tímann. Djammaði í Bergen HRESS Rihanna kannaði skemmtanalífið í Bergen en söngkonan heldur tvenna tónleika þar í vikunni. NORDICPHOTO/GETTY Leik- og söngkonan Jennifer Hud- son sagði í nýlegu viðtali að hún væri hreyknari af þyngdartapi sínu en Óskarsverðlaununum sem hún hlaut fyrir leik sinn í Dream- girls. Hudson segir vaxtarlag sitt hafa verið ólíkt vexti annarra kvenna í Hollywood en að í heimaborg sinni, Chicago, hafi hún þótt nokk- uð grannvaxin. „Í fyrstu skildi ég ekki af hverju fólk sagði mig vera „plus size“ en svo þegar ég leit í kringum mig á rauða dreglinum fattaði ég við hvað fólk átti.“ Hún sagði móður sína hafa hvatt sig áfram eftir að hún tók þá ákvörðun að grenna sig. „Mamma mín sagði mér að það þýddi ekkert að fara í megrun nema mig virkilega lang- aði til þess að missa nokkur kíló. Ég ákvað að setja mér markmið og lagði mikið á mig að ná þeim. Ég er stoltari af þyngdartapi mínu en ég er af Óskarnum,“ sagði Hudson í viðtali við tímaritið Self. Hún seg- ist jafnframt hafa viljað breyta um lífsstíl og lifa heilsusamlegar eftir að hún eignaðist son sinn, David Daniel Otunga Jr., árið 2009. Hreyknari af megr- un en Óskarnum NÝTT LÍF Jennifer Hudson ákvað að snúa við blaðinu eftir fæðingu sonar síns og lifa heilsusamlegar. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.