Fréttablaðið - 02.09.2011, Side 10

Fréttablaðið - 02.09.2011, Side 10
2. september 2011 FÖSTUDAGUR10 MANNLEGUR TURN Í bænum Villa- franca í Penedes á Spáni var í vikunni haldin keppni í því að búa til lifandi turn. NORDICPHOTOS/AFP Hinir ungu og margverðlaunuðu Arthur og Lucas Jussen frá Hollandi koma fram á opnunartónleikum nýrrar tónleikaraðar: Heimspíanistar í Hörpu. Bræðurnir eru fæddir 1993 og 1997 og hafa farið sigurför um heiminn. Þeir hlutu nýverið ein virtustu verðlaun sem veitt eru ungum tónlistarmönnum í Hollandi og gerðu samning við útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon. Arthur og Lucas leika verk eftir Schubert, þar á meðal Fantasíu í f-moll sem þeir leika fjórhent. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar undir stjórn Gustavo Dudamel verða þann 18. september. Miðasala á www.harpa.is Undrabörnin frá Hollandi: Arthur og Lucas Jussen HEIMSPÍANISTAR Í HÖRPU ARTHUR OG LUCAS JUSSEN Miðasala hafin www.harpa.is 4. september kl. 20.00 ÍS LE N SK A S IA .IS P O R 5 61 88 0 9/ 11 FRAKKLAND, AP Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnar- menn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða fram- tíð Líbíu. Ban hvatti öryggisráð SÞ til að ákveða sem fyrst að senda borg- aralega sérfræðinga til Líbíu til að hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og leiðtog- ar Sameinuðu þjóðanna, NATO og Arababandalagsins. Fyrir ráðstefnuna sögðu bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti og David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, mikilvægt að Líbíumenn tækju sjálfir forystuna um mótun framtíðar landsins, frek- ar en að utanaðkomandi ríki skipti sér mikið af því. Sarkozy sagði jafnframt að fryst- ingu verði aflétt af fjármunum sem líbísk stjórnvöld eiga á erlendum bankareikningum. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari sagði fjárskort til lengri tíma ekki vera vandamál nýrra stjórn- valda í Líbíu. „En ég held að núna þurfi að gera margt mjög hratt hvað varðar tæknilega aðstoð og einnig við að byggja upp lýðræðislegt fyr- irkomulag.“ Uppreisnarmenn hafa nú stærst- an hluta landsins á valdi sínu, en stuðningsmenn Gaddafís stjórna enn borginni Sirte, sem er fæðingar- bær Gaddafís. Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn, en eftir honum var haft í gær á sjónvarpsstöð í Kúvæt að hann ætlaði alls ekki að gefast upp. „Líbíska þjóðin getur ekki bognað, getur ekki látið undan, við erum ekki konur, við getum ekki gefist upp, við erum ekki þrælar.“ gudsteinn@frettabladid.is Aðstoða upp- reisnarmenn Sameinuðu þjóðirnar munu taka forystu í að að- stoða við uppbyggingu Líbíu. Uppreisnarmenn munu fá aðgang að fjármunum Líbíu erlendis. Uppreisnarsveitirnar gegn Gaddafí-stjórninni mynda ekki samstæða hreyfingu heldur koma liðsmenn þeirra og leiðtogar úr ýmsum áttum. Sumir eru trúaðir og vilja koma á fót íslömsku ríki, aðrir eru veraldlega sinn- aðir og vilja skýran aðskilnað trúar og stjórnmála. Sumir eru fyrrverandi félagar og stuðningsmenn Gaddafís, aðrir eru gamlir andstæðingar hans, sumir hverjir nýkomnir til landsins aftur eftir margra ára eða jafnvel áratuga útlegð. Sumir eru úr austurhluta landsins, þar sem uppreisnin hófst og fékk fljótlega fjöldafylgi, aðrir úr vesturhlutanum þar sem Gaddafí hefur jafnan átt meiri ítök. Hugsanlegir framtíðarleiðtogar Líbíu FUNDAÐ Nicolas Sarkozy heilsar leiðtogum uppreisnarmanna, Mustafa Abdel Jalil og Mahmoud Jibril, við upp- haf fundarins í París í gær. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Fyrrverandi fjár- málastjóri Hvals hf. hefur játað að hafa dregið sér tugmilljónir úr bókum fyrirtækisins. Guðmundur Steinbach hjá Hval hf. segir að upp hafi komist um brotin í mars síðastliðnum og fyrirtækið hafi strax fengið end- urskoðanda sinn hjá Deloitte til að rannsaka fjármál félagsins aftur í tímann. Þegar þeirri rannsókn er lokið og heildstæð mynd komin á málið verður það kært til lögreglu. Maðurinn hóf störf sem fjár- málastjóri Hvals hf. árið 2007 og er talið að brotin hafi byrjað þá þegar og staðið fram að brott- rekstri hans í mars. Endurskoð- andinn grandskoðar nú allar pen- ingafærslur fyrirtækisins á þeim tíma. Málið uppgötvaðist þegar end- urskoðandinn var að fara yfir síð- asta ársreikning félagsins og rak augun í misræmi í bókhaldinu. Þegar fjármálastjórinn var spurð- ur hvernig á þessu gæti staðið við- urkenndi hann allt og gaf sig strax fram við lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann mun hafa verið í óreglu en hefur nú leitað sér aðstoðar. Guðmundur segir að rannsókn málsins sé á lokastigi hjá fyrirtæk- inu. Ekki náðist í Kristján Lofts- son, forstjóra Hvals hf., í gær. - sh Fjármálastjóri látinn fara eftir að upp komst um fjárdrátt sem stóð í áraraðir: Dró sér tugmilljónir frá Hval hf. HVALUR Í SLIPP Fjármálastjórinn hafði starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BANDARÍKIN Bandaríska flugfélagið United Airlines hyggst spara 1,2 milljónir lítra af eldsneyti á ári með því að láta flugmenn nota iPad í stað þykkra handbóka úr pappír. Bækurnar sem flugmennirnir hafa hjá sér í flugstjórnarklefan- um vega 17 kíló en iPad aðeins 700 grömm, að því er greint er frá á fréttavef Dagens Nyheter. Fred Abott, aðstoðarfram- kvæmdastjóri United Airlines, segir pappírslausa flugstjórnar- klefa dæmi um flug framtíðarinn- ar. - ibs Flugfélag sparar: Spara milljónir lítra með iPad Moustafa Muham- med Abdul Jalil Leiðtogi þjóðarráðs uppreisnarmanna Fyrrverandi dóms- málaráðherra Gaddafís sagði af sér þegar stjórnarherinn beitti mótmælendur ofbeldi strax á fyrstu dögum upp- reisnarinnar. Hefur sagst ætla að segja af sér ef uppreisnarmenn grípa til hefndaraðgerða. Hefur sett fram hugmyndir um 20 mánaða aðlögunartímabil fram að kosningum. Mahmoud Jibril Forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar þjóðarráðsins Fyrrverandi embætt- ismaður hjá Gaddafí, fór með þróunarmál. Ali Tarhouni Fjármálaráðherra bráðabirgðastjórnar- innar Menntamaður, bjó í Bandaríkjunum, hefur lengi verið andstæðingur Gad- dafí-stjórnarinnar. Abdul Hafiz Ghoga Talsmaður og varaformaður bráðabirgðastjórnar- innar Mannréttindalög- maður og félags- málafrömuður. Shokri Ghanem Fyrrverandi forsætis- ráðherra Gaddafís og yfirmaður olíumála síðan 2003 Flúði land í maí og lýsti yfir stuðningi við uppreisnarmenn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.