Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 12
2. september 2011 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra K auptilboð kínverska auðmannsins Huangs Nubo í Grímsstaði á Fjöllum er komið inn á borð Ögmundar Jón- assonar innanríkisráð- herra. Hann þarf að taka afstöðu til þess hvort undanþága verður veitt á lögum sem hamla einstaklingum utan evrópska efnahagssvæðisins að kaupa íslenskt land. Ögmundur vill nýta málið til algjörrar endur- skoðunar á samhengi eignarréttar og annarra réttinda. „Ég tel að þetta eigi að vera okkur tilefni til að taka löggjöf sem snýr að auðlindum til gagngerrar endur- skoðunar. Ég hef vísað í tvenn lög af þessu tilefni, annars vegar vatna- lögin sem nú liggja fyrir þinginu og hins vegar til löggjafar um rann- sóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998. Það er sennilega versta löggjöf sem sett hefur verið á Íslandi í langan tíma og getur haft mjög alvarlegar afleiðingar til framtíðar ef við tökum hana ekki til alvarlegrar endurskoðunar. Þar er kveðið á um eignarhald landeigenda á öllum auðlindum í jörðu, þar á meðal vatninu sem án efa á eftir að reynast verðmætasta auðlind 21. aldarinnar.“ Ögmundur fagnar því að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að vinda ofan af þeirri þróun og vill að verkin verði látin tala og starf- inu flýtt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katr- ín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra hafa báðar lýst sig óhræddar við söluna á Grímsstöðum til Nubos, enda sé íslensk löggjöf svo trygg. Því er Ögmund- ur ósammála. „Ég væri sannast sagna rólegri vegna beiðni af þessu tagi ef ég tryði því að við byggjum við mjög trausta auðlindalöggjöf.“ Ekki endilega markaðslögmál Ögmundur segir nauðsynlegt að horfa til þess að náttúran sé auð- lind og verðmæti í sjálfu sér, þótt ekki sé alltaf hægt eða rétt að meta hana í krónum og aurum. Aðgengi að náttúrunni og rétturinn til að njóta hennar séu einnig verðmæti. „Við erum að fá áminningu þessa dagana þegar rammaáætlun var lögð fram um mikilvægi þessara mála. Þar er talað um friðun Gjá- stykkis, svo dæmi séu tekin, og þá rísa landeigendur upp og gagnrýna þá ákvörðun með tilliti til þess að verið sé að skerða þeirra eignarrétt. Þeim finnst þó bót í máli að þeir muni væntanlega fá skaðabætur. Það leiðir hugann að öðru. Þegar boðnar eru 1.000 milljónir í jörð hefur það áhrif inn í allt verðkerfi landsins. Það var þetta sem breytt- ist í auðmannasápukúlunni, sem reyndist ekki sápukúla að því leyti að hún hækkaði allt jarðarverð í landinu. Venjulegir Íslendingar sem fram til þessa höfðu átt kost á því að kaupa jarðarskika og jafnvel jarðir voru settir út fyrir dyr.“ En á ekki markaðslögmálið að ráða þarna eins og við önnur við- skipti? „Ég er ekki viss um það. Það eru ýmis önnur sjónarmið sem þar koma til greina og þess virði að skoða löggjöf annarra þjóða. Þetta er eitt af því sem hefði þurft að ræða betur þegar EES-samningur- inn var gerður, hvort ekki ætti að setja þar inn einhver landnýtingar- ákvæði. Er það endilega rétt að auðkýf- ingar kaupi land án þess að nytja það nokkuð, bara sem eigið prívat hobbí? Þetta skiptir líka máli.“ Almannarétturinn styrkist Ögmundur segir að hann vilji gera greinarmun á þeim eignum sem um er að ræða. Margoft hafi verið sótt um undanþágu frá banni á sölu út fyrir EES-svæðið, en hann vill gera greinarmun á því sem eðlilegt sé að fólk utan Íslands geti keypt og því sem skilgreint sé sem sameignir þjóðarinnar. „Þegar farið er að selja hluta af hálendi Íslands og íslensku víðerni og svæði sem innihalda auðlindir eins og vatn þá hljótum við að horfa á langtímahagsmuni.“ Ögmundur segir reynsluna af kvótakerfinu eiga að ýta undir lang- tímahugsun; menn reki upp rama- kvein þegar við því eigi að hrófla. „Ef menn ætla að víkja til hliðar léttilega þeim lagaramma sem við búum við og snýr að auðlindunum, þá erum við á miklum villigötum.“ Búið er að skilgreina stóran hluta landsins sem þjóðlend- ur og þar með ríkiseign, dugar það ekki til? „Það er enginn enda- punktur kominn á þetta. Það er athyglisvert að menn sem töluðu fyrir lagabreytingunni í tíð rík- isstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks árið 1998, vísuðu í dómapraxís 20. aldarinnar og að margt hefði breyst þar frá því lögin voru fyrst sett 1923. Og hvað hafði breyst? Jú einkaeignarréttur hafði verið að styrkjast. Nú segi ég: Almannarétturinn er að styrkjast í vitund almennings, ekki bara hér á Íslandi heldur alls staðar, samanber samþykkt Sam- einuðu þjóðanna frá 2003 þar sem aðgangur að vatni var skilgreindur sem mannréttindi.“ Afnemum verðtrygginguna Ögmundur segir að verðtrygging- in standi þjóðinni fyrir þrifum við að komast út úr kreppunni. „Allar þjóðir heims sem lenda í efnahags- legum þrengingum leita leiða til að rýra allar efnahagsstærðir í sam- ræmi við það hrun sem þær hafa orðið fyrir. Síðan takast menn á um það hvaða stærðir eigi að reyna að standa vörð um. Það er ein stærð sem alltaf er varin á kerfislægan hátt og það er fjármagnið. Jú jú, menn tapa pen- ingum og lánastofnanir tapa pening- um, en fjármagnið sem slíkt; það er lögum samkvæmt alltaf varið.“ Ögmundur segir ríki í Evrópu og vestanhafs láta verðbólguna um það að rýra fjármagnið, en á Íslandi sé það alltaf varið. „Verðtryggingin er efnahagslega skaðleg og við verðum að losna við hana. Ég var aldrei mikill talsmaður þess fyrr en í seinni tíð að afnema verðtrygginguna vegna þess að hún tryggir lægri raunvexti en breyti- legir vextir gera og jafnar greiðslu- byrðina. Þegar lánið er hins vegar gert upp hefur fólk borgað það margfalt upp. Þetta er dæmi um það að það er dýrt að vera fátækur.“ En mun Ögmundur beita sér fyrir afnámi verðtryggingar? „Já ég mun gera það, alveg tví- mælalaust. Ég tel að það sé grund- vallaratriði. Það er annað í því sam- hengi sem rétt er að skoða, en það er að vextir bíta ekki sem hagstjórn- artæki í verðtryggðu fjármálakerfi. Hækkun vaxta á að slá á þenslu og segja fólki og fyrirtækjum að nú eigi það að fara varlega í lántökur. Það bítur hins vegar ekki þar sem afborgunarbyrðin breytist ekki, hún færist inn í framtíðina. Vextir bíta ekki sem hagstjórnartæki í verð- tryggðu fjármálakerfi. Það virðist hins vegar ekki hafa komist til skila inn fyrir veggi Seðlabankans.“ Flóttamannamálin Ríkisstjórnin hefur oftsinnis legið undir ámæli fyrir stefnuna í flótta- mannamálum. Ögmundur hefur skipað nefnd undir forystu Höllu Gunnarsdóttur sem mun fara yfir þann málaflokk. „Sú áhersla sem ég hef beitt mér fyrir er að breyta þessum þanka- gangi á þann veg að við hugs- um meira um mannúð og ýmsa félagslega þætti. Það er náttúru- lega fráleitt að einstaklingur sem vill vera hér í einhvern skamman tíma, heiðvirð manneskja, fái ekki leyfi til þess og fari hugsanlega að sækjast eftir því að verða íslenskur ríkisborgari án nokkurra óska í þá veru; allt vegna kergju kerfisins.“ Nefnd Höllu mun hafa samstarf við þær stofnanir sem um mála- flokkinn fjalla, en einnig félaga- samtök eins og Rauða krossinn, Attack og No Borders. Ögmundur vill opna gagnsæja umræðu um málið. Hann segir Schengen-sam- starfið setja Íslendingum ákveðnar skorður sem hann sé ekki sérstak- lega sáttur við. „Sérstaklega þegar fólk sem hefur gerst brotlegt um alvar- lega ofbeldisglæpi og verið vísað úr löndum á alltaf inngengt aftur. Mér finnst það ekki nógu gott.“ Ögmundur vill frekar efla landa- mæraeftirlit og leyfa fólki að vera eins frjálst og kostur er innan landamæranna, heldur en að fylgj- ast með því þar. Ísland er aðili að Dyflinnarsam- komulaginu og Ögmundur segir að í því verði menn einfaldlega að treysta hver öðrum fyrir meðferð flóttamanna. Þó hafi Ísland og Nor- egur hætt að senda flóttamenn til Grikklands. „Ef við virðum ekki verkaskipt- ingu samkomulagsins að neinu leyti þá mun það náttúrulega ger- ast að allir þeir sem fá höfnun á einum stað koma til Íslands. Erum við tilbúin til þess? Teljum við að við búum það vel að fólki eða höfum möguleika og mannskap til að sinna því og taka það verkefni að okkur? Ég held ekki. Ég held að í sumum tilvikum verðum við í alþjóðasamstarfi að treysta að ein- hverju leyti hvert á annað.“ Almannarétturinn að styrkjast Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að hefðbundnar markaðsaðstæður eigi ekki við um landsölu. Hann telur verðtrygg- inguna viðhalda kreppunni og mun beita sér fyrir afnámi hennar. Hann sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá því að hann muni skoða starfshætti fjármögnunarfyrirtækja. Endurskoðun á málefnum flóttamanna er hafin innan ráðuneytis hans. INNANRÍKISRÁÐHERRA Ögmundur vill endurskoða lagaumhverfi varðandi auðlindir landsins. Hann telur almannaréttinn vera að styrkjast á kostnað einkaeignarréttarins og vill afnema verðtrygginguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur eins atkvæðis meirihluta á þingi. Ögmundur telur framtíð hennar þó bjarta. „Ég hef stundum sagt að ef það væri tekið úr forriti sérhvers þingmanns hvaða flokki hann tilheyrir og menn kæmu fram sem skynsemisverur, en hugsuðu ekki um flokkshagsmuni, yrði margt sem er illleysanlegt auðleys- anlegt. Ef ríkisstjórninni auðnast að koma fram góðum málum, eins og við erum að gera núna á mörgum sviðum, þá hef ég engar áhyggjur af framtíð hennar. Ekki bara næstu tvö árin heldur til miklu lengri tíma. Ríkisstjórnin lifir Verðtryggingin er efnahags- lega skaðleg og við verð- um að losna við hana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.