Fréttablaðið - 02.09.2011, Side 20

Fréttablaðið - 02.09.2011, Side 20
20 2. september 2011 FÖSTUDAGUR Aðstæður í málsferli: Jákvæð áhrif netsins Neikvæð áhrif netsins Hvernig Áhrif Hvernig Áhrif Upplýs- ingagjöf og gagnsæi Opin, samræmd upplýsingagjöf, infrastructure hins opinbera Aukið traust, skiln- ingur og samheldni, aukinn félagsauður Þátttaka al- mennings á félagsmiðlum Skipulegt aðhald með stjórnvöldum (spurningar/svör), hugmyndavinna og málefnaleg, opin umræða Minni spilling, aukið traust Netnotkun Rétttrúnaður, öfgar, útskúfun þeirra sem eru ósammála, gjár myndast, traust minnkar Ákvarðana- taka Skoðanakannanir, „like”-takkar, at- kvæðagreiðslur Áhersla á meiri- hlutaræði (hætta á harðræði meirihlutans) Áhrif netsins Á tímum netsins stendur lýð-ræðið frammi fyrir margs- konar breytingum. Á síðustu 20 árum hefur hópur vísinda- manna, einkum í félagsvís- inda- og tölvunarfræðideildum, rannsakað áhrif netsins á stjórn- mál og kallað rannsóknirnar e-government og e-democracy. Töluverð þekking liggur þegar fyrir. Heildarniðurstaða rannsókn- anna er að áhrif upplýsinga- tækni á lýðræðið eru mótsagna- kennd. Annars vegar kemur tæknin að einhverju leyti í stað skipulagseininga, svo sem stjórnmálaflokka, og gerir byltingu á stjórnarfari heilla ríkja, mögulega án skipulags- forma, sbr. arabíska vorið, en hins vegar hefur hún lítil áhrif á sjálfar undirstöður lýðræðis- kerfisins. Samt má ekki gleyma því að samfélagið hefur gerbreyst og ekki síst fjölmiðlarnir og áhrif netsins og netverja á samtím- ann eru mikil og margs konar. Meginform netsins, samskipti jafningja, munu að öllum líkind- um ryðja sér rúms sem ríkjandi skipulagsform í félögum og stofnunum. Og framhjá netinu verður ekki gengið sem aðal- miðli stjórnmálanna. Ýmiss konar samfélagsmál er auðveldara að leysa með verk- færum netsins en áður var og er helst að nefna upplýsingagjöf, aðhald almennings með stjórn- völdum og jafnvel hugmynda- vinnu (sbr. hugtakið wisdom of crowds). Ef lýðræðislegum aðstæðum er lýst með þremur hugtökum; upplýsingagjöf, þátt- töku og ákvarðanatöku, þá er nú ljóst að netið styrkir fyrst og fremst upplýsingagjöf, en miklu síður þátttöku og síst ákvarðana- töku, en seinni hugtökin skapa auk þess lýðræðislegar ógnir. Nýjar kenningar Cass R. Sunstein skrifaði bók- ina Republic.com 2.0, sem kom út fyrir nokkrum misserum og fjallar um netið og áhrif þess á nútíma stjórnmál. Hann situr nú í stjórnunarstöðu í Hvíta Húsinu. Meginkenningar hans eru um „echo chambers” eða berg- málsherbergi netverja. Ekki er lengur til staðar útvarp og því síður ríkisútvarp, sem gæti gefið almenningi sameiginlegan reynsluheim eins og fyrri kyn- slóðum og ekki endilega fjöl- miðlar sem birta andstæðar skoðanir, heldur geta netverjar valið það sem þeir vilja lesa, heyra og sjá. Þannig búa þeir til sína eigin dagskrá – og þeir vilja ekki heyra sjónarmið andstæð sínum. Límið í samfélaginu gæti látið undan. Sunstein fjallar sérstak- lega um öfgar (polarization) og segir þær taka við, alls konar teboð og einstaklingshyggja gæti aukist og jafnvel annað verra eins og Norðmenn þekkja nú. Og hann leiðir að því líkur að umburðarlyndi gagnvart and- stæðum skoðunum minnki með sama hætti meðal netverja. Þá hefur komið í ljós að ein- föld ákvörðunartökumódel eiga miklu fylgi að fagna á netinu rétt eins og leysa megi sam- félagsmál með því að skoða hvað margir segi „like” við ákveðnum sjónarmiðum. Talandi dæmi Það er því forvitnilegt að fylgj- ast með störfum Stjórnlagaráðs sem að nokkru leyti starfaði í samráði við grasrótina á netinu, í fyrsta skipti sem það er gert hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa eftir að kom fram á þessa öld sýnt lýðræðishlutverki upplýsinga- tækni lítinn áhuga og lýðræðis- leg verkfæri ríkisins á netinu eru fá og frumstæð. Með sama hætti hefur ríkið hunsað upp- byggingu opinna samþættra miðlægra gagnagrunna sem eru forsenda gagnsæis og raunar einkavætt helstu gagnagrunna sína og aðrir innviðir ríkisins í upplýsingatækni eru oft lítið þróaðir. Við þessar aðstæður er hætt við því að tækifæri netsins til þess að hafa jákvæð áhrif á lýðræðið, svo sem á traust og öryggi, komi ekki fram á Íslandi, en helstu forsendur þess eru gagnsæi, en að lýðræðislegu ógnanirnar af tilkomu netsins verði áberandi. Það hefur lengi verið áhyggjuefni þess sem þetta ritar að íslenskir stjórn- málamenn búi til nýjar og erf- iðar mótsagnir í samfélaginu með því að ríkið hunsi hinn nýja miðil og að til verði gjá milli netsins og hefðbundinna stjórn- mála, þar sem netverjarnir ráðist af ábyrgðarleysi á hina síðarnefndu og rýri hugsanlega traust og samkennd í samfé- laginu. Má segja að stjórnmála- menn grafi sína eigin gröf. Tillaga Stjórnlagaráðs leggur áherslu á meirihlutaræði, en veikir þingræðið og virkni í því módeli, en leggur til beint lýð- ræði í staðinn. Það er sérkenni- legt því beinu lýðræði hefur verið hafnað í okkar heims- hluta sem frumstæðu stjórnar- formi með mörgum innbyggðum hættum. Þá myndar hún eitt lands- kjördæmi, sem styrkir stöðu ótilgreindra netverja, upplýs- ingaelítunnar (þeir sem vinna meira en 4 klst. á dag á netinu), sem býr einkum á höfuðborgar- svæðinu, en veikir beint sam- band þingmanna við kjósendur sína, því eitt kjördæmi verður of stórt. Þar með hverfur jarðsam- band þingmanna við kjósendur sína og þeir verða ofurseldir almenningsálitinu og rétttrún- aði fjölmiðlanna. Þetta geng- ur þvert gegn hefðum margra nágrannaríkja. Þá er gerð tillaga um veikingu á stöðu landsbyggðarinnar, sem opnar fyrir að allir þingmenn verði frá höfuðborgarsvæðinu, og vægi atkvæða getur orðið nei- kvætt og tillagan tekur auðlind- ir af landsbyggðinni, sem hafa verið í dreifðu eignarhaldi frá landnámi og leggur þær undir ríkið. Niðurlag Hér skína í gegn hin neikvæðu áhrif netsins. Þau gætu fallið saman við áhuga meirihlutans á höfuðborgarsvæðinu á að stjórna samfélaginu, en mörgum hefur fundist fulltrúalýðræðið styðja landsbyggðarsjónarmið og mikill áróður hefur verið gegn þeim. Þessar áherslur Stjórnlaga- ráðs og netverjanna eru tíma- skekkja og ganga þvert á grundvallarhugmyndir Vestur- landabúa um lýðræði. Stjórn- kerfi Vesturlanda eru ekki að taka neinum grundvallarbreyt- ingum þrátt fyrir mikla og vaxandi notkun netsins, heldur er netið notað til að styðja hið þróaða lýðræðisform þeirra. Þá gengur alþjóðasamfélagið lengra og lengra í stuðningi við minnihlutahópa og þá sem búa afskekkt og eru árásir á stöðu þeirra einkennilegar. Netið og stjórnmálin JÁKVÆÐ OG NEIKVÆÐ ÁHRIF NETSINS Einfalt áhrifamódel sem sýnir jákvæð og neikvæð áhrif netsins á félagslegar breytur eftir því við hvaða aðstæður og hvernig samtal stjórnvalda og almennings fer fram. Stjórnmál Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Stjórnkerfi Vesturlanda eru ekki að taka neinum grundvallarbreytingum þrátt fyrir mikla og vaxandi notkun netsins, heldur er netið notað til að styðja hið þróaða lýðræðis- form þeirra. Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merki- legt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnað- inum úr fjarska en ekki af inni- haldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýs- inga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður fram- lög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhags- vanda. Fyrir mér er kvikmynda- skólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagns- geiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaður- inn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikil- vægum gjaldeyri. Kvikmynda- gerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarf- ið haldi áfram meðan framtíðar- lausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar mennta- mála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undir- rituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Sam- komulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerð- ar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Sam- kvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkis- ins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var fram- lagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkis- ins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður for- vitnilegt að sjá hvort ríkisstjórn- in hefur breytt um stefnu gagn- vart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og sam- komulagið frá 2006 endurnýjað. Kvikmyndagerð á krossgötum? Hinn 29. ágúst sl. fjallar leið-ari Fréttablaðsins um stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar í skattlagningu ferðamáta. Að sönnu er ýmislegt sem betur mætti fara í skatta- stefnu þeirrar stjórnar, en henni er þó ekki alls varnað. Hið sama á við um leiðaraskrifin. Leiðarahöfundur kvartar undan því að dísilolían sé dýrari en bens- ínið. Það er ekki að undra þar sem heimsmarkaðsverð dísilolíu er að jafnaði hærri en bensíns, en orku- innihaldið er hins vegar nokkru meira. Skattlagning á dísilolíu er því örlítið lægri á lítra, nokkru minni á orkueiningu og talsvert lægri á CO2-losun en á bensín. Því er vandséð hví munurinn ætti að vera meiri. Þá talar leiðarahöfundur um meinta „skattpíningu“ bíleiganda sem og að þeim sé ætlað að skila „óheyrilega“ miklu til hins opin- bera. Skoðum þetta nánar. Tekjur ríkissjóðs af bifreiðum og elds- neyti hafa á undanförnum árum staðið undir rekstri Vegagerðar- innar og nýframkvæmda á vegum hennar sem og Samgönguráðu- neytisins, sjá t.d. þingskjöl 1.084 og 1.679 frá 139. löggjafarþingi. En kostnaður Vegagerðarinnar er bara hluti af kostnaði hins opin- bera. Meira og minna öll gatna- gerð í þéttbýli er á hendi sveita- félaga, auk þess sem verðmætt land fer undir umferðarmann- virki. T.d. hefur verið talið að helmingur lands í Reykjavík fari undir vegamannvirki og bíla- stæði. Jafnframt er gjaldskylda á innan við 5% af öllum bílastæðum í Reykjavík. Hversu mikils virði skyldi leigan af helmingnum af borgarlandinu vera? Og landinu í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri o.s.frv.? Verkfræðistofan Línuhönnun uppreiknaði árið 2006 upp úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kostnað vegna umferðarslysa. Á núverandi verð- lagi er kostnaður af banaslysi að meðaltali 546 millj. kr., slys með alvarlegum meiðslum 85 millj. kr. og með litlum meiðslum 13 millj. kr., sjá þingskjal 886 frá 139. löggjafarþingi. Ljóst er að ábyrgð- artrygging ökumanna greiðir ein- göngu hluta tjónsins og afgangur- inn lendir á einstaklingunum og samfélaginu. Í sama þingskjali er árlegur slysakostnaður vegna umferðarslysa metinn 21-29 millj- arðar m.v. launavísitölu 2005. Af þessu má sjá að hinar „óheyrilegu“ upphæðir hrökkva skammt til að standa undir kostn- aði við bifreiðar. Því má spyrja leiðarahöfund, ef þeir sem bílana keyra og vegina nota eiga ekki að standa undir þessum kostnaði, hverjir þá? Launþegar af launum sínum? Þeir sem ganga eða hjóla? Þá er þegar búið að aflétta öllum vörugjöldum af umhverf- isvænsta flokki bifreiða, svo sem metanbíla, og sú furðulega staða komin upp að „sparneytnir“ bílar, sem ganga fyrir jarðefnaelds- neyti að fullu eða hluta, greiða ekkert vörugjald á meðan enn er 10% tollur af reiðhjólum. Og hvort skyldi nú vera umhverfisvænna að nota bílinn eða hjólið? Árangurinn er eini jarðneski mælikvarðinn á rétt og rangt Kvikmyndagerð Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokks Skattlagning ferðamáta Haukur Eggertsson verkfræðingur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.