Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 24
2. september 2011 FÖSTUDAGUR2 20% afsláttur af öllum vörum laugardaginn 3. september Opið 11-16 OXXO boutique ehf • Hamraborg 5 • 200 Kópavogi • Sími: 561 2300 Velkomin á Hamraborgarhátíð! 20% afsláttur af nýjum vörum. Markaðsstemning - ótrúleg verð. Ef verslað er fyrir 10.000 kr. færðu fallega gjöf. OXXO Iceland „Ég hlakka til að fylgjast með líf- inu í götunni en veit ekki hvort ég sé mér fært að vera þar þó mig langi til þess. Ég á nú góð börn og þau eru vís til hjálpa mér,“ segir Hamraborgarbúinn Sæmundur Þor- steinsson þegar hann er spurður út í Hamraborgarhátíðina sem nú er haldin í annað sinn. Átján ár eru frá því að Sæmund- ur flutti í Hamraborgina, í hjarta Kópavogs, ásamt konu sinni, en áður bjuggu þau í Hvömmunum. Börnin voru tíu og eru níu þeirra á lífi. „Börnin eru mínar stoðir og styttur,“ segir Sæmundur sem missti konuna árið 2007. „Síðan hefur mér fundist ég hálfgert rek- ald en ég fæ svo mikla fyrirmynd- arþjónustu hjá Kópavogsbæ að mig langar að það sé fært til bókar. Það er alltaf talað um það sem miður fer en sjaldnar um það sem vel er gert.“ Sæmundur er meðal elstu íbúa Hamraborgar sem eru vel á fjórða hundrað. Hann segir bæði galla og kosti við að búa þar. „Mér hefur alla tíð fundist vanta lyftu í þetta hús og ýmislegt mætti segja um skipulag- ið. En margt er gott við Hamraborg- ina, sundlaug, og söfn í nágrenninu, bakarí við hliðina á mér og verslun og sjoppa niðri. Ég veit ekki annað en að þetta séu allt úrvals fyrir- tæki. Ónæði af skemmtistöðum? Nei, það get ég ekki sagt.“ Glæpir sem settu bletti á Hamra- borg fyrir nokkrum árum voru þungbærir íbúunum, þar á meðal Sæmundi. „Hér komu upp afskap- lega leiðinleg mál sem fóru ekkert framhjá manni og snertu auðvitað alla. En ég er ánægður að vera hér og finnst ég vera borinn á höndum af góðu fólki.“ gun@frettabladid.is Bæði kostir og gallar við að búa í Hamraborg Sæmundur Þorsteinsson er einn af elstu íbúum Hamraborgarinnar í Kópavogi. Hann er fæddur árið 1920 og er orðinn svolítið fótafúinn en andinn er reiðubúinn að taka þátt í hátíðahöldum um helgina. Ég fæ svo mikla fyrirmyndarþjónustu hjá Kópavogsbæ að mig langar að það sé fært til bókar,“ segir Sæmundur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HAMRABORG Með strætó á staðinn Fimm strætóleiðir ganga um Kópavog en það eru leið 1, leið 2, leið 4, leið 28 og leið 35. Tvær síðastnefndu ganga innanbæjar. Hamraborgarhátíð haldin í annað sinn Hamraborgarhátíðin verður haldin í Kópavogi á morgun. Hátíðin sló í gegn í fyrra þegar hún var haldin í fyrsta sinn og vonast skipuleggjend- ur til þess að hún verði að árlegum viðburði. „Það var almenn ánægja með hátíðina í fyrra, bæði meðal þeirra sem komu að skipulagningu og meðal gesta. Andrúmsloftið var skemmtilegt og afslappað, “ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, ein skipu- leggjenda hátíðarinnar. Hátíðin verður með svipuðu sniði og í fyrra, skottmarkaðurinn á sínum stað og eins segir Rann- veig atvinnurekendur í Hamraborg- inni marga verða með uppákom- ur á sínum snærum. „Við viljum fá bæjarbúar til að hittast, spjalla saman og rifja upp gamla tíma og líka að fá nýja fólkið hingað í miðbæinn. Hamraborgin breytist í göngugötu, menningarstofnanirn- ar verða opnar og hér verða tónlist- aratriði og ýmislegt fleira. Dagskráin hefst klukkan 11 og svo spilum við þetta eftir eyranu fram eftir degi.“ Skottmarkaðurinn verður á sínum stað á Hamraborgarhátíðinni á morgun. MYND/ÚR EINKASAFNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING S T O F A 5 3 S T O F A 5 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.