Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 52

Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 52
2. september 2011 FÖSTUDAGUR32 folk@frettabladid.is Smurostar við öll tækifæri ms.is ...tvær nýjar bragðtegundir H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA - 11 -0 50 9 Tilkynning söngkonunnar Beyoncé um að hún væri ófrísk á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag varð til þess að met á síðunni Twitt- er var slegið. Hvorki meira né minna en 8.868 tíst á sekúndu voru send á milli notenda síðunnar eftir að Beyoncé sýndi bumbuna að söng lokn- um. Fyrra metið var sett í júlí eftir að japanska kvennalandsliðið vann Bandaríkin í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, eða 7.196 tíst. Beyoncé, sem er 29 ára, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum til þriggja ára, rapparanum Jay-Z. Bæði eru þau afar vinsæl og því ætti tístfjöldinn ekki að koma svo mikið á óvart. Á meðal annarra vinsælla viðburða á Twitter að undanförnu er tap Brasilíu fyrir Paraguay í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta, fögn- uður nýs árs í Tókýó og þegar tilkynnt var um dauða Osama Bin Laden. Sló met á Twitter SETTI MET Allt ætlaði um koll að keyra á Twitter þegar Beyoncé tilkynnti um óléttu sína. Janet Jackson, systir poppkóngs- ins sáluga Michaels Jackson, ætlar ekki að koma fram á minningar- tónleikum um hann á Þúsaldar- leikvanginum í Cardiff í Wales 8. október. Ástæðan er sú að skömmu áður, eða 27. september, hefjast rétt- arhöld yfir lækni Jacksons, Dr. Conrad Murray. „Vegna réttar- haldanna hentar tímasetning tón- leikanna mér ekki. Þetta yrði of erfitt fyrir mig,“ sagði Janet. Búist er við að Murray lýsi í réttarhöld- unum yfir sakleysi sínu vegna ákæru um að hann hafi gefið popp- aranum banvænan lyfjaskammt. Beyoncé Knowles hefur á hinn bóginn samþykkt að taka þátt á tónleikunum. Hún ætlar að syngja lag hljómsveitarinnar Jack- son 5 í gegnum gervihnött. Aðrir sem koma fram eru Christina Aguilera, Cee Lo Green, JLS og Craig David. Bræður Jacksons, Jermaine og Randy, eru óánægðir með tón- leikana og segja tíma- setninguna engan veg- inn við hæfi vegna réttarhaldanna yfir Murray. „Þrátt fyrir a ð v i ð styðjum það að bróðir okkar sé heiðrað- ur getum við ómögulega tekið þátt í viðburði sem gerist á sama tíma og réttarhöld vegna dauða Michaels verða haldin,“ sögðu þeir í yfirlýsingu. Of erfitt fyrir Janet Jackson að taka þátt OF ERFITT Janet Jackson segir það of erfitt að koma fram á tónleikunum. RÉTTARHÖLD AÐ HEFJAST Réttarhöld yfir Conrad Murray hefjast í október. Önnur plata djasskvar- tettsins ADHD er nýkomin út. Liðsmenn sveitarinnar fögnuðu útgáfunni á gisti- heimilinu KEX við Skúla- götu á miðvikudagskvöld. Það var glatt á hjalla í útgáfuteiti ADHD á KEX á miðvikudagskvöld. Kvartettinn gaf út fyrstu plötu sína fyrir tveimur árum og hlaut hún almennt lof gagnrýnenda. Önnur platan var að koma í verslanir og virðist hún við fyrstu hlustun engu síðri. Meðlimir sveitarinnar eru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Davíð Þór Jónsson hljómborðsleik- ari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari. Djassarar skáluðu á KEX GLEÐI Á KEX Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir ræddu um nýju plötuna við útgefandann Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Davíð Þór Jónsson og Kjartan Kjartans- son. Dagný Diðriksdóttir og Kristín Ólafs- dóttir. Frank og Ólafur. 1 MÁNUÐUR er tíminn sem afmælishátíðarhöld litlu Suri Cruise munu standa yfir. Suri, dóttir leikaraparsins Katie Holmes og Tom Cruise, á afmæli í apríl og er heimilis- haldið undirlagt í veislum allan mánuðinn. Helgarsprengja í Flash Fleiri myndir á Facebook, vertu vinur Aladínbuxur 3.990 3 stærðir 4 litir •Leðurjakkar Áður 14.990 Nú 11.990 •Peysur Áður 6.990 Nú 4.990 • Fleiri góð tilboð•

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.