Fréttablaðið - 06.09.2011, Side 4
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR4
Í leiðara blaðsins í gær var farið rangt
með vörumerki Vallanesbúsins á
Fljótsdalshéraði. Vörur búsins eru
seldar undir merkinu Móðir jörð.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
LANDSDÓMUR Mál Alþingis á hendur Geir H.
Haarde er órannsakað sem sakamál, ákæran
er stórkostlega vanreifuð og óskýr, Sigríður J.
Friðjónsdóttir er vanhæf sem saksóknari og
málsmeðferðin brýtur bæði í bága við stjórnar-
skrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Allt ofantalið er meðal röksemda Andra
Árnasonar, verjanda Geirs, fyrir því að vísa
beri málinu frá landsdómi. Tekist var á um frá-
vísunarkröfuna í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Geir krafðist einnig frávísunar málsins
þegar ákæran á hendur
honum var þingfest í júní,
þá á þeirri forsendu að
dómurinn væri ólöglega
skipaður. Þeirri kröfu var
hafnað.
Í gær var aftur tekin
fyrir frávísunarkrafa,
nú byggð á fjölda ann-
arra atriða sem Geir og
verjandi hans telja ónýta
málið.
Í fyrsta lagi telja þeir
að málið hafi aldrei hlotið
formlega sakamálarann-
sókn þar sem bæði sak-
sóknari og þingmanna-
nefnd Atla Gíslasonar hafi undirbúið ákæruna
með því einu að liggja yfir gögnum. Raunar
gagnrýndi Andri það sérstaklega að nefndin
og þingið allt hafi tekið ákvörðun um ákæru
án þess að hafa haft til þess fullnægjandi
gögn, sem Þjóðskjalasafnið og forsætisráðu-
neytið afhentu ekki fyrr en að beiðni saksókn-
ara.
Sérstaklega gagnrýndi Andri það í yfir-
ferð sinni að engin skýrsla hefði verið tekin
af Geir við rannsókn málsins, eins og tíðkað-
ist í öllum sakamálum. „Reglur um rannsókn
sakamála eru ekki bara upp á punt. Þær eru
þarna til að þeim sé fylgt,“ sagði Andri.
Í öðru lagi telja þeir að að ákæran sé svo
almennt orðuð að ótækt sé. Engin leið sé fyrir
Geir að átta sig fyllilega á því fyrir hvað –
nákvæmlega – hann er ákærður, hvað hann
hefði átt að gera sem hann gerði ekki og öfugt.
Ákærur þurfi að vera skýrar og ekki sé nóg
að ítarleg lýsing á ákæruatriðunum komi fyrst
fram við aðalmeðferð. Hún sé raunar svo óljós
að hún standist ekki kröfur um réttláta máls-
meðferð og brjóti þar með gegn stjórnar-
skránni og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Ómögulegt sé að undirbúa málsvörn þegar
menn þurfi nánast að geta sér til um það á
hverju málatilbúnaður ákæruvaldsins muni
byggja.
Í þriðja lagi telur sakborningurinn að sak-
sóknarinn hafi gert sig vanhæfan til að fara
með málið þegar hann var þingmannanefnd
Atla Gíslasonar til ráðgjafar um smíði þings-
ályktunartillögu um ákæruna.
Að lokum er það mat Geirs og Andra að
jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi verið
brotin þegar Alþingi ákvað að ákæra aðeins
einn af þeim fjórum sem þingmannanefndin
lagði til að dregnir yrðu fyrir dóm, án þess að
sýnt hafi verið fram á að sú aðgreining hafi
byggst á málefnalegum forsendum.
Sigríður Friðjónsdóttir var til andsvara og
mótmælti öllum röksemdum Geirs og Andra.
Hún sagði málið í raun hafa verið rannsakað
af rannsóknarnefnd Alþingis og ekki ætti að
taka skýrslu til þess eins að fullnægja form-
skilyrðum. Ákæran væri í samræmi við það
sem Alþingi ákvað og alls ekki óskýr, sjálf
hefði hún enga efnislega afstöðu tekið til máls-
ins við ráðgjöf sína og þingmenn hefðu greitt
atkvæði um ákæru samkvæmt sannfæringu
sinni, eins og kveðið væri á um í stjórnarskrá,
og það þyrfti ekki frekari rökstuðnings við.
Landsdómur hefur nú fjórar vikur til að
kveða upp úrskurð um kröfuna.
stigur@frettabladid.is
Telja ítrekað brotið á Geir
Mannréttinda- og stjórnarskrárbrot, vanhæfi og stórkostleg vanreifun eru allt orð sem verjandi Geirs H.
Haarde greip til þegar hann krafðist þess – aftur – að máli Alþingis gegn honum yrði vísað frá landsdómi.
ENGINN KULDI Geir Haarde heilsaði að venju saksóknaranum Sigríði Friðjónsdóttur með handabandi við upphaf
réttarhaldanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Reglur um
rannsókn
sakamála eru
ekki bara upp
á punt.
ANDRI ÁRNASON
VERJANDI GEIRS H.
HAARDE
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR
ENSKI BOLTINN
STÆRRI EN ALLT
GENGIÐ 05.09.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,0053
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,07 115,61
185,59 186,49
162,48 163,38
21,809 21,937
21,193 21,317
17,845 17,949
1,4966 1,5054
183,3 184,4
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
KJARAMÁL Félagsráðgjafar hjá
Reykjavíkurborg hyggjast fjöl-
menna á opinn fund borgarstjórn-
ar í dag til þess að leggja áherslu
á launakröfur sínar. Í byrjun júní
felldu félagsráðgjafarnir með
75 prósentum greiddra atkvæða
samninga sem þeim buðust og er
þá farið að lengja eftir að viðun-
andi niðurstaða fáist.
„Störf starfsmanna hjá Reykja-
víkurborg voru metin árið 2006.
Við erum ósátt við matið og viljum
endurmat. Við erum lægst laun-
aða fagfólkið á þjónustumiðstöðv-
unum en erum í framvarðasveit í
velferðarþjón-
ustu. Aukið álag
í kjölfar banka-
hrunsins hefur
að miklu leyti
lent á okkur og
við viljum fá
laun í samræmi
við það og einn-
ig í samræmi við
menntun okkar,“
segir Bryndís
Ósk Gestsdóttir félagsráðgjafi.
Hún kvaðst hafa fengið 231.954
krónur í laun eftir skatt 1. septem-
ber síðastliðinn.
„Félagsráðgjafanámið er fimm
ára háskólanám. Ég er orðin
38 ára og er með 10 ára starfs-
reynslu. Þessi lágu laun félags-
ráðgjafa hafa valdið því að þeir
eru farnir að ráða sig annað. Það
er farið að ráða fólk með aðra
menntun í stað þeirra sem hafa
hætt. Það er verið að minnka
þjónustustigið við borgarana.
Það er á ábyrgð stjórnmála-
mannanna að þjónustan sé fagleg
og góð og þess vegna fjölmenn-
um við í Ráðhúsið,“ segir Bryn-
dís Ósk.
- ibs
Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg flýja annað vegna óánægju með lág laun:
Ófaglærðir ráðnir í staðinn
BRYNDÍS ÓSK
GESTSDÓTTIR
Í Fréttablaðinu í gær var sagt að
útboð vegna olíuleitar á Drekasvæð-
inu yrðu opnuð 1. október. Hið rétta
er að það gerist 3. október, fyrsta
mánudag í október.
LEIÐRÉTTINGAR
SÓMALÍA Hungursneyð hefur
verið lýst yfir í fleiri héröðum í
Sómalíu. Fjórar milljónir Sómala
þurfa nú á neyðaraðstoð að halda,
að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Hundruð Sómala látast úr
hungri á hverjum degi. Að
minnsta kosti helmingurinn er
börn.
Tæplega sextíu prósent fólks
eru alvarlega vannærð. Hungurs-
neyðin mun breiðast enn meira út
ef ekki verður brugðist við strax,
segja Sameinuðu þjóðirnar.
Hungursneyð hefur verið lýst
yfir á sex svæðum, fjórum í Sóm-
alíu og tveimur svæðum þar sem
eingöngu flóttamenn hafast við.
- þeb
Hungursneyð breiðist út:
Hundruð látast
á hverjum degi
SUÐUR-KÓREA Tíðni sjálfsvíga
hefur tvöfaldast í Suður-Kóreu á
síðustu árum. Þetta sýna nýjar
tölur. Tölurnar sýna að árið 2009
frömdu meira en 40 manns sjálfs-
víg á hverjum degi, sem eru tvö-
falt fleiri en tíu árum fyrr.
Suður-Kórea hefur einna hæst
hlutfall sjálfsvíga í heiminum.
Þrýst hefur verið á stjórnvöld að
aðhafast í þessum málum. Lög
hafa verið sett sem leggja meiri
ábyrgð á herðar stjórnvalda, og
nú stendur til að opna hjálpar-
stofnanir víða um landið. - þeb
Tvöföldun á tíu árum:
40 sjálfsvíg á
dag í S-Kóreu
HÖRMULEGT ÁSTAND Fjórar milljónir
Sómala þurfa á neyðaraðstoð að halda.
Hundruð deyja úr hungri á hverjum
degi. MYND NORDICPHOTOS/AFP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
29°
21°
20°
16°
21°
21°
16°
16°
28°
17°
29°
21°
31°
16°
20°
25°
18°
Á MORGUN
10-18 m/s.
FIMMTUDAGUR
8-15 m/s.
5
12
13
12
12
10
10
10
6
10
10
8
3
4
5
3
2
5
5
4
2
3
5
7
6
10
12
46
6
8
10
NORÐANÁTT
Gengur í stífa
norðanátt á land-
inu í nótt með
úrkomu um norð-
an- og austanvert
landið næstu daga.
Úrkomulítið og létt-
ir til syðra. Kólnar
heldur í veðri og
má víða búast við
næturfrosti aðra
nótt.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður