Fréttablaðið - 06.09.2011, Síða 34
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR26
sport@frettabladid.is
VEIGAR PÁLL GUNNARSSON dró sig um helgina úr íslenska landsliðinu vegna ósættis
við landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson. Sjálfur vildi Ólafur ekki tjá sig um ágreininginn í samtali
við Fréttablaðið í gær og ekki náðist í Veigar Pál sem leikur með Vålerenga í Noregi.
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið spilar í
kvöld síðasta heimaleik sinn í und-
ankeppni EM 2012 þegar Kýpur
kemur í heimsókn á Laugardals-
völlinn. Þetta er um leið hálfgerð-
ur úrslitaleikur um að sleppa við
júmbósætið í riðlinum því Kýp-
verjar eru með einu stigi meira en
Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu
í á útivelli á móti Portúgal. Þetta
er umfram allt leikur upp á stolt-
ið og algjört dauðafæri til að enda
eina lengstu þrautargöngu íslenska
karlalandsliðsins.
Biðin eftir sigurleik í mótsleik
er orðin löng hjá íslenska landslið-
inu og í raun hefur íslenska lands-
liðið aðeins tvisvar þurft að bíða
lengur eftir sigri síðan sá fyrsti
vannst á móti Austur-Þjóðverjum
í undankeppni EM 5. júní 1975.
Metið er 1.170 daga bið lands-
liðsins frá 11. júní 1977 til 24.
ágúst 1980. Íslenska liðið endaði
biðina með óvæntum 3-1 útisigri
á Tyrkjum í undankeppni HM í
Izmir. Það var jafnframt fyrsti úti-
sigur íslenska landsliðsins í undan-
keppni HM eða EM.
Íslenska landsliðið beið síðan í
1.092 daga eftir sigri frá 12. sept-
ember 1984 til 9. september 1987.
Ísland endaði biðina með 2-1 sigri
á Norðmönnum á Laugardalsvelli
og vann síðan einnig sigur á Norð-
mönnum í Ósló í næsta leik. Þetta
var í fyrsta sinn sem íslenska
landsliðið vann tvo mótsleiki í röð.
Ólafur Jóhannesson hefur
aðeins stýrt íslenska liðinu til sig-
urs í einum af fimmtán leikjum í
undankeppni HM og EM. Eini sig-
urinn til þessa kom á móti Make-
dóníu á Laugardalsvellinum 15.
október 2008 og síðan eru liðnir
1.056 dagar. Tapleikurinn í Ósló
var tíundi mótsleikur Íslands í röð
án þess að liðið náði að vinna.
„Við fáum núna enn eitt tæki-
færið til að sýna að við erum betri
en undanfarið gengi hefur gefið til
kynna,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson
sem er einn af ungu leikmönnum
liðsins sem hafa ekki náð að vinna
alvöru landsleik. „Hungrið í sigur
er mikið í liðinu en auðvitað erum
við svekktir eftir síðasta leik. Það
hefur verið mikil neikvæðni í
kringum landsliðið og það er kjör-
ið tækifæri núna að sýna okkar
rétta andlit,“ sagði Kolbeinn.
Kolbeinn fékk lítið úr að moða
í framlínunni í leiknum í Nor-
egi. „Við þurfum klárlega að laga
sóknarleikinn. Það er ekki nóg að
skapa tvö færi í einum leik og ég
sem dæmi fékk ekki neitt færi í
leiknum. Það gerist ekki oft að
ég fái ekki færi í leik. Við þurf-
um að bæta aðeins sóknarleikinn
en varnarleikurinn var góður síð-
ast,“ sagði Kolbeinn. „Kýpurmenn
eru með gott lið og við verðum að
passa okkur líka því þeir eru klók-
ir og geta gert góða hluti ef þeir
fá tækifæri til þess. Ef við lítum
samt á riðilinn og á hvaða lið við
eigum að vinna þá er það Kýpur,“
sagði Kolbeinn.
Jóhann Berg Guðmundsson á
það sameiginlegt með Kolbeini
að hafa fengið fá tækifæri til að
nýta sóknarhæfileika sína á móti
Noregi. „Það er kominn tími á
sigur og er ekki um að gera að ná
honum á heimavelli á móti liði sem
við eigum möguleika á móti? Við
vitum að þetta verður erfiður leik-
ur og að við verðum að vera hundr-
að prósent á leikdag. Síðasti leik-
urinn í þessari keppni er á móti
Portúgal úti sem verður gríðarlega
erfiður leikur. Það verður erfitt
að ná í einhver stig þar þannig að
þetta er leikurinn sem við ætlumst
til að við vinnum og viljum vinna.
Vonandi heppnast það hjá okkur,“
segir Jóhann Berg sem segir liðið
vera búið að losa sig við svek-
kelsið frá því í Noregi. „Auðvitað
var þetta fínn leikur hjá okkur og
algjör óheppni að fá þetta mark á
sig á lokamínútunum. Það er ekki
mikið búið að falla með okkur en
vonandi breytist það á morgun.Við
verðum að fá þessa þrjá punkta og
ég held að það sé skylda.“
Það hefur ekki verið mikill
áhugi á íslenska landsliðinu að
undanförnu en vonandi verður
enginn svikinn af því að skella sér
í Laugardalinn í kvöld og sá sjald-
gæfan íslenskan sigurleik.
ooj@frettabladid.is
Endar 1.056 daga bið í kvöld?
Íslenska landsliðið í fótbolta hefur ekki unnið mótsleik í tvö ár, tíu mánuði og tuttugu og tvo daga. Liðið
fær frábært tækifæri til að enda þessa löngu bið eftir sigri þegar Kýpverjar mæta á Laugardalsvöllinn í
kvöld. Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson vonast eftir betri og meiri sóknarleik en í Ósló.
SÓKNARLÍNAN VERÐUR AÐ VERA Í LAGI Jóhann Berg Guðmundsson, Kolbeinn
Sigþórsson og Helgi Valur Daníelsson fylgjast með Eiði Smára Guðjohnsen á lands-
liðsæfingu á Laugardalsvellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Lengsta bið Íslands eftir
sigurleik í undankeppni:
1170 dagar - 11.júní 1977 - 24. ágúst 1980
Endaði: Izmir í Tyrklandi, 3-1 sigur á Tyrkjum
1092 dagar - 12. sept. 1984 - 9.sept. 1987
Endaði: Laugardalsvöllur, 2-1 sigur á Noregi
1056 dagar - 15. október 2008 - enn í gangi
801 dagur - 11. júní 1995 - 20. ágúst 1997
Endaði: Liechtenstein, 4-0 sigur á
Liechtenstein
737 dagar - 5. júní 1975 - 11. júní 1977
Endaði: Laugardalsvöllur, 1-0 sigur á Norður-
Írlandi
728 dagar - 23. sept. 1987 - 20. sept 1989
Endaði: Laugardalsvöllur, 2-1 sigur á Tyrklandi
658 dagar - 20. ágúst 2003 - 8. júní 2005
Endaði: Laugardalsvöllur, 4-1 sigur á Möltu
641 dagur - 8. sept. 1993 - 11. júní 1995
Endaði: Laugardalsvöllur, 2-1 sigur á
Ungverjalandi
634 dagar - 9. sept. 1981 - 5. júní 1983
Endaði: Laugardalsvöllur, 1-0 sigur á Möltu
FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson
landsliðsþjálfari stýrir íslenska
landsliðinu í síðasta sinn á Laug-
ardalsvellinum þegar Ísland
mætir Kýpur í undankeppni EM
2012 í kvöld.
Ísland tapaði fyrir Noregi ytra
á föstudaginn, 1-0, en Ólafur var
samt ánægður með frammistöðu
leikmanna.
„Við vinnum Kýpur með ann-
arri eins frammistöðu. Það er
ekki spurning.“ Hann segir leik-
menn hafa verið svekkta eftir
tapið.
„Það hefur gengið ágætlega að
gíra menn upp í leikinn og ég hef
engar áhyggjur af því að menn
gefi sig ekki alla í leikinn eins
og þeir hafa alltaf gert. Við spil-
uðum ágætlega gegn Noregi en
við erum meðvitaðir um að við
fengum ekkert stig úr þeim leik.
En menn gáfu sig alla í leikinn og
við ætlum að gera það sama nú.“
- esá
Ólafur Jóhannesson:
Gefum allt í
Kýpurleikinn
KVEÐJUSTUND Ólafur Jóhannesson stýrir
Íslandi í síðasta sinn á Laugardalsvell-
inum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Ekkert varð að því að
Roy Keane kæmi til Íslands í gær
eins og greint var frá snemma
dags. Eggert Magnússon, fyrr-
um formaður KSÍ, kom til lands-
ins ásamt eiginkonu sinni en þau
höfðu boðið Keane og eiginkonu
hans til Íslands.
Knattspyrnusamband Íslands
er nú að leita að nýjum landsliðs-
þjálfara og sagði Geir Þorsteins-
son, formaður sambandsins, um
helgina að nokkrir hefðu sýnt
starfinu áhuga. Forráðamenn KSÍ
vildu ekki staðfesta í gær að Roy
Keane væri einn þeirra.
Málið hefur fengið mikil og
sterk viðbrögð í Írlandi, heima-
landi Keanes, sem og í Bretlandi.
Fréttablaðið setti sig í samband
við fréttamann enska dagblaðsins
Daily Mail, sem skrifaði um málið
í gærmorgun. Heimildir blaðs-
ins herma að Keane hafi átt í við-
ræðum við Knattspyrnusamband
Íslands og að hann verði, þrátt
fyrir allt, viðstaddur leik Íslands
og Kýpur í dag.
Eggert sagði að ekkert hefði
verið rætt við Keane um að taka
að sér starfið eins og fullyrt var á
vefsíðu Daily Mail í gær. „Ég hef
bara rætt við hann af því að hann
er gamall vinur minn úr enska
boltanum. Hann er mikill fjöl-
skyldumaður og komst ekki frá
henni að svo stöddu,“ sagði Eggert
við Fréttablaðið í gær. Aðspurður
fullyrti hann að Keane yrði ekki á
leiknum í dag.
Keane hefur verið atvinnulaus
síðan í janúar síðastliðnum og full-
yrða þeir fjölmiðlamenn á Írlandi
sem Fréttablaðið ræddi við í gær
að Keane komi til greina sem
næsti landsliðsþjálfari Írlands,
ákveði Giovanni Trapattoni að
stíga til hliðar þegar núverandi
samningur hans rennur út. Sá gild-
ir fram yfir EM 2012.
Mikil óvissa er um málið eins og
er og vildu forráðamenn KSÍ ekk-
ert um það segja hvort þeir hefðu
sett sig í samband við Keane eða
ekki. Keane er þó enn sterklega
orðaður við landsliðið, þó svo að
hann hafi ekki komið til landsins
í gær. - esá
Mikið fjaðrafok um meinta komu Roy Keane til Íslands í gær sem svo ekkert varð úr:
Keane enn sterklega orðaður við landsliðið
EGGERT KOM EN KEANE EKKI Til stóð að Roy Keane kæmi til Íslands í gær í fylgd
með Eggerti Magnússyni en svo varð ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
FÓTBOLTI U-21 lið Íslands mætir
í dag jafnöldrum sínum frá Nor-
egi í undankeppni EM 2013. U-21
liðið hóf leik í undankeppninni
á fimmtudaginn var en þá unnu
strákarnir 2-1 sigur á Belgíu á
Vodafone-vellinum. Leikurinn í
dag fer fram á Kópavogsvelli og
hefst klukkan 16.15.
Björn Bergmann Sigurðarson
skoraði bæði mörk Íslands gegn
Belgíu en hann verður ekki með
í dag. Hann var um helgina kall-
aður inn í A-landsliðið sem mætir
Kýpur í dag. - esá
Undankeppni EM U-21:
Strákarnir
mæta Noregi
GLEÐI U-21 landslið Íslands fagnar öðru
marka sinna gegn Belgíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Svo gæti farið að Ólafur
Jóhannesson þurfi að gera breyt-
ingar á varnarlínu Íslands þar
sem miðvarðarparið úr leiknum
gegn Noregi, Indriði Sigurðsson
og Sölvi Geir Ottesen, eru báðir
tæpir fyrir leikinn í kvöld. Indr-
iði er veikur en Sölvi Geir að
glíma við meiðsli í baki. Það
kemur ekki í ljós fyrr en í dag
hvort þeir geti spilað.
Góðu fréttirnar eru hins vegar
þær að Kristján Örn Sigurðsson
kemur aftur inn í liðið eftir að
hafa tekið út leikbann. - esá
Breytingar í varnarlínunni?
Indriði veikur
og Sölvi tæpur