Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 24

Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 24
24 24. september 2011 LAUGARDAGUR Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Frétta-blaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heims- bókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heims- bókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur““. Kann það rétt að vera, en um leið heldur hann því fram að í „þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Welt- literatur“.“ Af þessu má skilja að Schlözer hafi aðeins skrifað orð en Goethe búið til hugtak. Ég velti því fyrir mér hvort hann fullyrði þetta án þess að hafa lesið bókina eftir Schlözer sem er upp á 200 síður og furðu vel upplýst fyrir sinn tíma, enda var höfundurinn einn kunnasti sagn- fræðingur Þýskalands á 18. öld. Það er heldur ekki rétt að Goethe „skilgreini“ hugtakið í spjalli sínu við Eckermann eins og Hannes heldur fram, hann nefnir það eingöngu í tengslum við þjóðar- bókmenntir og vísar síðan á bókmenntir Forn- Grikkja. Hann notaði þetta hugtak hins vegar nokkrum sinnum, fyrst í tímaritinu Über Kunst und Altertum í janúar 1827 og síðar hér og þar í greinum og bréfum sem margoft hefur verið safnað saman. Þetta eru þó stundum svo misvís- andi staðhæfingar að fullyrða má að ekki sé unnt að leiða neina eina skilgreiningu af þeim. Enda var það ekki Goethe sem oftast reyndi að skil- greina hugtakið heldur bókmenntafræðingarn- ir sem á eftir komu og eru þeir ennþá að eins og sjá má af nýlegum bókum eftir höfunda eins og David Damrosch og Dieter Lamping svo nefndir séu tveir. Notkun Goethes á þessu hugtaki á áreiðanlega rætur að rekja til skrifa Schlözers og ekki síður Johanns Gottfrieds Herders sem Goethe leit mjög upp til á yngri árum. Herder fylgdist vel með Schlözer og sá hann greinilega sem keppinaut, skrifaði um hann rætna ritdóma en vingaðist við hann síðar, enda voru þeir mjög áþekkt þenkjandi og frumkvöðlar í sagnfræði. Herder gaf t.d. út lítið kver 1772 sem heitir Von deutscher Art und Kunst og fékk Goethe til að skrifa grein í það. Fremstar eru þó tvær greinar eftir Herder, önnur um Ossían og Eddukvæði og hin um Shakespeare þar sem Herder fjallar um hvernig skapa megi heim í bókmenntum með því að líta til hins sam- mannlega og um leið sérstaka. Þetta er þversögn sem Goethe lýsti í sjálfsævisögu sinni Skáld- skapur og sannindi (þ. Dichtung und Wahrheit) sem svo að Herder hafi kennt honum á þessum árum að skáldlistin væri „heims- og þjóðagáfa, ekki einkaarfur nokkurra fínna og menntaðra karla“ (þ. eine Welt- und Völkergabe […], nicht ein Privaterbteil einiger feinen gebildeten Männer). Þetta er kannski besta skilgreiningin á heims- bókmenntum, en víst er að orðið kom fram löngu áður en Goethe tók sér það í munn. Um leið hófst skilgreining hugtaksins og það er enn í mótun. Fiskveiðar eru undirstöðuat-vinnuvegur Íslendinga og óneitanlega mótandi afl í sam- félagi, sögu, samsemd, menn- ingu og stjórnmálum þjóðarinn- ar. Efnahagshrunið 2008 skerpti vitund almennings um mikilvægi fiskveiða og kynti jafnframt undir umfjöllun um framtíðar fyrir- komulag við stjórnun þeirra. Meg- instef í þessari umræðu hafa snú- ist um eignarrétt, einkavæðingu og afgirðingu auðlinda í almanna- eigu, einnig hafa mannréttindi og félagslegt réttlæti í auknum mæli verið í brennidepli. Til að koma til móts við þessa knýjandi og heitu umræðu eru uppi hug- myndir og tilraunir sem miða að því að breyta skipan fiskveiðistjór- nunar á Íslandi með endurskoðun löggjafar á því sviði. Að mati und- irritaðra er brýn þörf á að víkka út umfjöllun um stjórnvísi í nýt- ingu fiskistofnanna þannig að hún taki til fleiri en afmarkaðra hag- rænna eða lagalegra þátta og að unnin verði vönduð og óháð úttekt á samfélagslegum áhrifum fisk- veiðistjórnunar. Slík úttekt eða heildarmat gæti verið skref í leit- inni að formi sem uppfyllir kröfur um árangur, stöðugleika, jafnræði og sjálfbæra samfélagsþróun. Mat á samfélagslegum áhrifum fiskveiðistjórnunar væri löngu tímabært innlegg í umræðuna um það mikilvæga málefni sem íslenskur sjávarútvegur er fyrir alla samfélagsþróun á Íslandi. Að slíku verkefni, sem sjávarútvegs- nefnd Alþingis hefur þegar kall- að eftir, þyrftu að koma innlend- ir og erlendir fræðimenn, óháðir hagsmunaaðilum í greininni, til að fjalla m.a. um byggðaþróun; fisk- veiðistjórnun og kynjaumræðu; gagnrýni á mannréttindabrot í sjávarútvegi; markaðsvæðingu almenninga í hafinu; þátt kvóta- kerfisins í aðdraganda og eftir- mála efnahagshrunsins, og um sjálfbæra þróun og umhverfisá- hrif útgerðarflokka. Einnig væri þörf á að slíkt mat tæki til sið- fræðilegrar umræðu um réttlæti og einkavæðingu fiskistofnanna; samfélagsleg álitamál við ný og breytt lög um fiskveiðistjórnun; áhrif fiskveiðistjórnunar á menn- ingu, mannlíf og þekkingu í sjáv- arplássum; dreifingu aflaheim- ilda, auðsöfnun, völd og lýðræði, ásamt þjóðhagfræði sjávarútvegs með tilliti til hugsanlegrar inn- göngu í Evrópusambandið. Enn- fremur mætti taka fyrir tengsl nýsköpunar, ferðaþjónustu og fisk- veiðimenningar; hlutverk fræða- samfélagsins í mótun fiskveiði- stjórnunar og önnur viðfangsefni sem varpa ljósi á þróun og þátt sjávarútvegs í íslensku samfélagi. Listinn er ekki tæmandi en gefur til kynna hvað slík úttekt eða mat gæti fjallað um. Mikilvægt er fyrir lögmæti og trúverðugleika slíks verkefnis að víðtækt samráð verði haft við íslenskan almenning enda varðar efnið alla landsmenn þótt á ólíkan hátt sé, burtséð frá því hvort um er að ræða tónlistar- kennara í Breiðholtinu eða trillu- karl á Breiðdalsvík. Á sínum tíma var innleiðingu núverandi stjórnkerfis fiskveiða, kvótakerfinu svokallaða, líkt við gerð jarðganga þar sem byrjað var að bora án þess að hugað væri að því hvar þau birtust hinum megin við fjallið. Eftir 27 ára reynslu liggja fyrir talsverðar rannsókn- ir á samfélagslegum þáttum og áhrifum kerfisins, en lítið hefur verið skeytt um að nýta þessa þekkingu t.d. við stefnumótun stjórnvalda eða í umfjöllun fjöl- miðla um málefni tengd fiskveiði- stjórnun. Mat á samfélagslegum áhrifum fiskveiðistjórnunar væri aðferð til að hagnýta rannsóknir félagsvísindamanna á samfélags- legum og menningarlegum þátt- um fiskveiða og hvetja þannig til vandaðrar, gagnrýninnar og heild- stæðrar samræðu um fólk, fisk og sjálfbæra framtíð á Íslandi. Íslensk fiskveiðistjórnun í ólgusjó og félagsvísindi Hugtök án orða? Á undanförnum mánuðum hefur tekist gott samstarf stjórn- valda, aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðu um málefni atvinnuleitenda. Þverpólitísk sátt varð í samráðshóp um vinnumark- aðsmál sl. vor sem skilaði einróma af sér ítarlegum tillögum um ný náms- og starfsúrræði. Fjármögn- un þeirra tillagna var tryggð með samkomulagi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins samhliða gerð kjarasamninga. Nú þegar hafa um 1.000 atvinnu- leitendur hafið nám í skólum landsins innan átaksins „nám er vinnandi vegur“. Þeir munu um áramót hætta á atvinnuleysisbót- um og fara þess í stað á námslán eða aðra námstengda framfærslu. Samfélagslegur ávinningur af þessu verkefni er gríðarlegur. Næsta skref er að skapa 1.500 ný störf í vetur með því að auð- velda fyrirtækjum að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í formi reynslu- ráðninga, starfsþjálfunar, vinnu- staðaskóla og fleiri starfstengdra úrræða. Þessi verkefni eru meðal fárra dæma þess eftir hrun að stjórn og stjórnarandstaða hafi í samstarfi við hagsmunaaðila unnið sem ein heild að úrlausn brýnna samfélags- mála. Hér hafa allir róið í sömu átt, enda á sama báti. Einn er þó sá aðili í samfélaginu sem ekki leggst á árarnar til að ná niður atvinnuleysi. Það er Seðlabanki Íslands. Vaxtaákvarðanir hans og peningastefna eru ekki til þess fallin að stuðla að fjárfesting- um, auka hagvöxt og að draga úr atvinnuleysi. Þvert á móti. Forsvarsmönnum Seðlabankans er þó vor- kunn. Samkvæmt lögum ber þeim einungis að stefna að einu megin- markmiði, því að halda verðlagi stöðugu. Önnur hagstjórnarleg markmið skipta litlu máli í lög- bundnum hugarheimi stjórnenda bankans. Nú er það svo að áhrif pen- ingastefnu bankans á verðlag eru umdeild. Margir halda því fram að það vopn sem vaxtaákvörðun er sé í reynd við núverandi aðstæður bitlaust og markist um of af þeim veruleika sem var á meðan krón- an var gjaldmiðill á markaði og hagkerfið opið. Því er eðlilegt að spyrja hvort ekki sé rétt að víkka út lögbundin markmið Seðlabankans og gera honum þannig kleift að vinna betur með sam- félagi sínu að efnahags- legri uppbyggingu þess. Svo er víða um heim. Í Bandaríkjunum eru seðlabankanum (Fed- eral Reserve) sett tvö markmið. Annars vegar að stuðla að stöðugu verðlagi, hins vegar að halda niðri atvinnuleysi. Þessi markmið þarf bankinn að samþætta. Þar er einnig rætt hvort það eigi ekki sömuleiðis að vera hlutverk seðla- banka að stuðla að auk- inni vergri landsframleiðslu. Ákvarðanir Seðlabanka Íslands hafa gríðarleg áhrif á efnahags- líf í þessu landi. Margt bendir til þess að þær ákvarðanir séu teknar á grundvelli úreltra laga og vinni gegn því að efla hagvöxt og ná niður atvinnuleysi í landinu. Hagstjórn og atvinnuleysi Atvinnumál Runólfur Ágústsson formaður stjórnar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs Sjávarútvegsmál Dr. Níels Einarsson mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar Anna Karlsdóttir landfræðingur og lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Menning Gauti Kristmannsson dósent við Háskóla Íslands Einn er þó sá aðili í sam- félaginu sem ekki leggst á árarnar til að ná niður atvinnuleysi. Það er Seðla- banki Íslands. Nú situr Heinz Á TOPPNUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.