Fréttablaðið - 24.09.2011, Page 37
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
CANDY AFSLÁTTARDAGAR
Sérstaða hvers og eins í hópnum er ljós í huga móður þeirra bræðra: Veigar Ölnir er elstur, ráðríkur foringi sem leiðir bræður sína, og
rödd skynseminnar þegar til hans er leitað.
Gunnar Jökull er miðbarnið; sáttasemj-
ari, réttsýnn og sanngjarn og gætir þess að
enginn bræðranna sé hlunnfarinn.
Kjartan Tindur, sá yngsti í hópnum, held-
ur utan um fjölskylduna með því að vakna
fyrstur á sunnudögum og gleðja alla með
ostafylltum eggjakökum.
„Það verður aldrei metið hvers virði það
er að eiga bróður,“ segir Veigar, sem er 19
ára og á lokaári Menntaskólans við Hamra-
hlíð. „Sem elsti bróðirinn ræð ég talsvert
miklu en ber ávallt virðingu fyrir óskum
bræðra minna. Þá geta yngri bræður lært
af mistökum þess elsta og öllum stundum
eiga þeir að geta leitað til mín.“
Gunnar Jökull er sextán ára, á fyrsta
ári í MH. „Sem miðbarn hef ég alltaf verið
september 2011
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Bræðrabönd endast mannsævi
Bræðurnir Veigar Ölnir, Gunnar Jökull
og Kjartan Tindur Gunnarssynir
segja tilheyra að bræður sláist á
stundum eins og hundur og köttur en
að vináttan og samstaða verði alltaf
yfirsterkari bræðrarifrildum.
Leikhús og
ljúfir tónar
Spennandi menningar-
viðburðir fyrir
fjölskylduna í
vetur.
SÍÐA 6
Gott að leita til mömmu
Axel Þorsteinsson smitaðist af bakara-
bakteríunni af móður sinni SÍÐA 2