Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 40
4 fjölskyldan
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s
TILBOÐ
30%
afsláttur
Kínverskt te
fyrir góða heilsu
• orkuleysi
• svefnleysi
• hægðartregðu
• grenningu
• minkun kolesterols
o.fl. o.fl.
Margskonar te við:
Sigurjón Vigfús Eiríksson fylltist mikilli tilhlökkun þegar móðir hans María Hreinsdóttir sagði hann eiga
von á yngra systkini veturinn 1998.
Afbrýðisemi sem grípur oft um
sig meðal eldri systkina við slíkar
fréttir var víðs fjarri enda Sigurjón
löngu vaxinn upp úr slíku, orðinn
24 ára gamall og fluttur að heiman.
„Mér fannst bara skemmtilegt
að eignast lítið systkini hálf óvænt
fyrir þrettán árum,“ minnist Sig-
urjón, kallaður Donni, en mánuði
fyrir jól kom yngri bróðirinn Birg-
ir Már Birgisson í heiminn. „Mikil
gleði ríkti heima hjá mömmu og
Birgi (Georgssyni innsk. blaða-
manns), pabba Birgis Más, þau
jólin. Mamma ákvað að festa
allt saman á filmu og til er alveg
ógeðslega fyndin mynd af okkur
bræðrunum, litla og stóra, þar sem
við sitjum fyrir framan jólatréð.“
Þótt mikill aldursmunur sé á
bræðrunum eru þeir mestu mátar
og hvorugur vill kannast við að
nokkurn tímann hafi verið rígur
á milli. „Donni er skemmtilegur,
fyndinn og frábær kokkur. Hann
stríðir mér aldrei,“ upplýsir Birgir
Már. „Nei, enda fannst mér nú ekki
viðeigandi að lumbra á honum, það
hefði ekkei litið sérlega vel út,“
tekur Donni fram og hlær og seg-
ist halda mikið upp á litla bróður
sinn.
Donni er nú kvæntur og
tveggja barna faðir. Hann
segir syni sína Jóhannes
Kára, sex ára og Eirík Ara,
þriggja ára, líta upp til stóra
frænda. „Birgir er góður
við þá. Þeir djöflast
saman og hann kenn-
ir þeim fótboltabrögð,“
segir Donni. Birgir
Már kveðst hafa gaman
af en finnst þó verst að
hvorugur tekur tilsögn.
Donni hlær. „Kannski
er bara meiri bræðra-
stemning á milli þeirra.“
- rve
Enginn bræðrarígur
Þótt nokkur aldursmunur sé á bræðrunum Sigurjóni Vigfúsi Eiríkssyni og Birgi Má
Birgissyni, heil 24 ár, eru þeir bestu vinir og gera ýmislegt skemmtilegt saman.
Á góðri stundu
Bræðurnir Sigurjón
(Donni) og Birgir
Már um síðustu
áramót.
Það líða aldrei margir dagar svo við tölum ekki saman,“ segir Ragnar Sigurðsson þegar hann og Júlíus bróð-
ir hans eru spurðir út í samskipti
sín. „Að minnsta kosti ekki vikur.
Annað hvort hittumst við eða tölum
saman í síma,“ áréttar Júlíus og
segir þá oft hafa leitað ráða hvor
hjá öðrum. „Við nýtum þau ráð ef
okkur þykja þau góð – sem þau eru
oft,“ segir hann.
Júlíus er fæddur 1922 og Ragn-
ar 1927. Þó að fimm ár skilji þá að
í aldri segjast þeir hafa leikið sér
mikið saman sem strákar. „Ég held
við höfum öll náð vel saman systk-
inin, níu talsins,“ segir Ragnar. „Við
erum bara fjögur eftir og bara við
tveir af strákunum.“
Þeir bræður ólust upp á Langeyr-
arveginum í Hafnarfirði. „Við erum
ekta „Gaflarar“ og líka ekta Hauk-
ar,“ segir Júlíus, og Ragnar segir þá
báða hafa spilað fótbolta í uppvext-
inum. „Núna spilum við félagsvist
með gömlum Haukum, einu sinni í
mánuði,“ segir hann.
Júlíus byrjaði til sjós 1939 og var
á hafnfirskum togurum og bátum
til 1973, þar af sem skipstjóri eða
stýrimaður í 25 ár, og Ragnar vann
á vinnuvélum, verkstæðum og
eigin vörubíl í fjölda ára. „Undir
lok starfstímans var ég umsjónar-
maður í Flensborg, það voru
skemmtilegustu árin,“ segir hann.
Enn búa bræðurnir í Hafnarfirði.
Viðtalið fer fram á fallegu heimili
Ragnars og konu hans, Hjördísar
Jónsdóttur.
Spurðir hvort þeir hafi ferðast
saman kemur í ljós að þeir bræður
eru nýkomnir austan frá Gullfossi
þar sem þeir gistu á hótelinu eina
nótt. Þeir upplýsa líka að stórfjöl-
skyldan hittist alltaf þrisvar á ári.
„Það er jólafagnaður fyrir börnin,
góugleði og svo vorfagnaður eða
ferðalag. Við leigjum félagsheim-
ili undir þessar samkomur enda
mæta þar hátt í hundrað manns,“
segja þeir.
Að síðustu eru bræðurnir innt-
ir eftir hvort þeir hafi slegist sem
strákar. „Ekki mikið innbyrðis. Við
stóðum saman ef slagsmál brutust
út og einhver bróðirinn var undir,“
segir Ragnar og kímir. „Ég man nú
ekki eftir neinu stórslysi í sambandi
við það,“ segir Júlíus. „En þeir voru
ekki margir sem eltu okkur á eftir.“
- gun
Ekta Gaflarar Ragnar og Júlíus halda báðir með Haukum, svo ekki metast þeir vegna íþróttanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stóðum saman ef
slagsmál brutust út
Hafnfirsku bræðurnir Júlíus og Ragnar Sigurðssynir eru báðir á níræðisaldri og hafa verið
bestu vinir alla tíð. Þeir eru líka hluti af samheldinni stórfjölskyldu sem hittist oft.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI ÍÞRÓTTIR
Meiri Vísir.