Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 70

Fréttablaðið - 24.09.2011, Side 70
24. september 2011 LAUGARDAGUR38 Þ egar „syngjandi einka- spæjarinn“ Philip E. Marlow lá á spítala með skæðan húðsjúk- dóm, í vinsælum sjón- varpsþætti hér forðum daga, lenti hann í erfiðri aðstöðu þegar ung og myndarleg hjúkrun- arkona þurfti að smyrja hann hátt og lágt með kremi. Til að forðast holdris reyndi Marlowe að beina hugsunum sínum að öllu því leið- inlegasta sem kom upp í kollinn á honum. Ofarlega á þeim hugrenn- ingalista voru hjónakornin John Lennon og Yoko Ono. Einkaspæjarinn er fráleitt sá eini sem hefur þessa skoðun á fyrirbærinu John og Yoko, svo vandlega hefur saga hjónanna verið tuggin ofan í flesta sem á annað borð fylgjast með dægurmenning- unni. Bítlarnir, og sér í lagi Lennon, virðast óþrjótandi efniviður í blaða- greinar, bækur, sjónvarps- og útvarpsþætti og kvikmyndir, enda er saga þeirra um margt einstök. Því er svo komið að þegar fréttist að ný mynd um Lennon sé á leið- inni (sem gerist afar reglulega og sérstaklega þegar haldið er upp á stórafmæli frá fæðingu eða and- láti tónlistarmannsins) fylgir eft- irvæntingunni óhjákvæmilega ótti við að aðeins sé um að ræða enn eina uppsuðuna, jafnvel hjá örgustu Bítlanördum. Ekki bætir úr skák þegar sög- unni fylgir að Yoko Ono hafi komið óþægilega nærri gerð myndarinn- ar, til að mynda með því að láta leik- stjóra og framleiðendum í té mikið af áður óbirtu efni. Fórnarkostnað- ur slíkrar samvinnu vill nefnilega oft verða að útkoman verður Yoko- guðspjallið, útgáfa eiginkonunnar á ballöðunni um John og Yoko, þar sem borin er á borð þægileg glans- mynd af Lennon og ekkert sleppur út nema með samþykki Yoko. Gengur hænuskrefinu lengra Góðu heilli fellur LennoNYC, nýleg heimildarmynd Michaels Epstein sem sýnd er á RIFF-hátíðinni, ekki jafn djúpt ofan í þessu kunnuglegu gryfju og margar aðrar slíkar. Í myndinni er fjallað um líf Lennons frá því hann fluttist til New York frá London í upphafi áttunda ára- tugarins og þar til hann var skot- inn til bana fyrir utan heimili sitt í lok áratugarins, með því pólitíska persónulega og fyrst og fremst tón- listarlega umróti sem fylgdi stað og stund, sem er vel. Mikill fengur er að stórskemmti- legu mynd- og hljóðefni sem lítið sem ekkert hefur verið nýtt fyrr (haganlega myndskreyttar hljóð- upptökur frá blindfullum, dóp- uðum og dónalegum Lennon að rífast við Phil Spector meðan á „Týndu helginni“ í Kaliforníu stóð og temmilega rólegum og edrú Lennon að gantast við undirleikara á Double Fantasy nokkrum árum síðar standa upp úr, auk heimaupp- töku af því þegar kornungur Sean syngur With a Little Help From My Friends). Það sem öðru fremur gerir LennoNYC áhugaverða er þó að í henni gengur Yoko hænuskrefi lengra en áður í að viðurkenna bresti eiginmannsins. Án þess að segja of mikið veitir sú nýbreytni greinarbetri mynd af manninum þótt önnur viðtöl (við vini og sam- starfsmenn) virki á köflum dálítið dauðhreinsuð, sérstaklega í til- felli May Pang sem var ástkona Lennons um hríð. LennoNYC er gerð í nokkuð hefð- bundnum sjónvarpsheimildarþátta- stíl, sem er alls ekki verra, og sam- bandi söguhetjunnar við borgina eru gerð býsna góð skil. Þó þurfa áhugasamir að bíða enn um sinn eftir mynd sem kafar dýpra ofan í hléið sem Lennon tók sér frá tón- listarbransanum milli 1975 og 1980 en svo að afgreiða það nánast með einni setningu; „Í fimm ár bakaði Bítillinn brauð.“ Allir þekkja tón- listina en margbrotinn persónu- leikinn heillar ekki síður. Eins og áður sagði fer LennoNYC nær þeim innviðum en oft áður og þótt alltaf megi gera betur ætti jafnvel fróð- ustu Lennon-aðdáendum varla að leiðast. Raunsönn lýsing á Englandi Það er eitthvað gríðarlega skemmtilegt við að heyra tónlist í bíósal. Væntanlega skemmir heldur ekki fyrir þegar tónlistin sem um ræðir er af nýjustu plötu bresku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, sem fjölmargir myndu líklega velja plötu ársins ef kosið yrði í dag. Eftir að hafa hrifist af sýningu ljósmyndarans Seamus Murphy, sem einna helst er þekktur fyrir stríðsljósmyndir sínar frá Afganistan og víðar, hafði PJ Harvey sam- band við Murphy með það fyrir augum að fá hann til að sjá um ljósmyndir á umslagi plötu sinnar sem upp- tökur voru að hefjast á. Síðar kom upp sú hugmynd að Murphy, sem hafði litla sem enga reynslu af starfi við kvikmynd- ir, gerði heimildar- mynd um upptöku- ferlið, en Harvey og Murphy sættust að lokum á að væn- legasta leiðin væri að framleiða eina stuttmynd við hvert lag plötunnar. Þessar tólf myndir eru sýndar sem óbrotin heild á RIFF-hátíðinni, sem ætti að skila sér í óvenjulegri bíóreynslu. Seamus Murphy tók sér á hendur langt ferðalag um Bret- land þvert og endilangt, einn með einungis myndavélina að vopni, og festi á filmu hversdagslegt líf í landinu auk þess að mynda tónlist- arkonuna við hinar ýmsu aðstæður. Í takt við umfjöllunarefni textanna á Let England Shake-plötunni eru áhrif heimsstyrjaldanna rauður þráður og útkoman er einstaklega flott, nánast ógnvekjandi á köflum, en um leið raunsönn lýsing á flestu því sem gerir England bæði fallegt og ljótt. Áhugafólk um Bretland fær því mikið fyrir sinn snúð í Let Eng- land Shake, ekki síður en aðdáend- ur plötunnar sem gerist ásæknari við hverja hlustun. Eftir að hafa horft og hlustað með á tölvuskjá með heyrnartól getur undirritaður ekki beðið eftir að sjá Let England Shake í bíó. Mikið hefði samt verið gaman að fá PJ Harvey til landsins af þessu tilefni. Brautryðjendur slíta barnsskónum Frumraun leikarans Michaels Rapaport, sem meðal annars er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum True Romance, Copland og Mighty Aphrodite, í leikstjórasætinu er heimildar- myndin Beats, Rhymes & Life: The Travels of A Tribe Called Quest. Ekki leynir sér á hand- bragðinu að Rapaport er gríðar- legur aðdáandi þessarar áhrifa- miklu hipphoppsveitar og rekur sögu hennar frá sokkabandsárun- um í Queens í New York, í gegn- um árin sem sveitin seldi plötur í bílförmum, endalokin árið 1998 og tíðar endurkomur hinna síðari ára. Undirritaður gat ekki ímynd- að sér, þegar hann heyrði fyrst í höfuðpaur A Tribe Called Quest, Q-Tip, sem gestarappara í laginu Black Is Black með Jungle Brot- hers árið 1989, að rúmum tveimur áratugum síðar ætti hann eftir að horfa á heila heimildarmynd um kappann og félaga hans. Eftir á að hyggja hefði það þó átt að vera augljóst, því Q-Tip er með snjall- ari textasmiðum og býr yfir einni svölustu og slungnustu rödd sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Téður Q-Tip er líka verulega fær upp- tökustjóri og tókst, ásamt félögum sínum Phife, Ali og Jarobi, að færa A Tribe Called Quest í fremstu röð þeirra sveita sem fundu upp nýja og allt öðruvísi nálgun að hipphoppi en áður hafði þekkst í upphafi tíunda áratugarins. En Q-Tip er líka óforbetran- legur fullkomnunarsinni eins og kemur vel fram í Beats, Rhy- mes & Life (í skondnu atriði lýsir fulltrúi plötufyrirtækisins því hvernig hann þurfti bókstaflega að rífa upptökurnar af annarri plötu sveitarinnar með valdi úr höndum Q-Tip, eftir margra mán- aða yfirlegu, til að koma henni loks í útgáfu), sem fer ógurlega í taugarnar á samrapparanum smávaxna Phife. Sá síðarnefndi glímir við sykursýki, sem hefur afar slæm áhrif á heilsu hans eins og gefur að skilja (í einum texta sinna kallar hann sig The Funky Diabetic), og saman stuðla þessir þættir og margir fleiri að mikilli innbyrðis spennu innan sveitar- innar. Beats, Rhymes & Life er upp á sitt besta þegar rifjuð eru upp bernskubrekin, stofnun sveitar- innar og fyrstu sporin í átt að velgengni. Þessir menn ólust upp meðan hipphoppið sleit barns- skónum vestra. Sögurnar af hinni frumstæðu „pásutakka“-sam- pltækni og myndskeiðin frá New York áttunda og níunda áratugar- ins eru óborganleg og notalegur nostalgíuandi svífur yfir vötnum. Því miður sveiflast síðari hluta myndarinnar um of yfir í nokk- urs konar raunveruleika-sápu- óperu, þar sem áherslan er öll á persónulegar deilur, baktal og dramatík og verður örlítið þreyt- andi til lengdar. Sá hluti myndar- innar er þó ekki alls kostar sneydd- ur áhrifamiklum og hjartnæmum atriðum og heilt yfir hlýtur mynd Rapaports að teljast vel heppnuð. Stærsti kostur hennar verður þó vonandi sá að fleiri bætist í aðdá- endahóp þessarar brautryðjenda- sveitar í kjölfar áhorfsins. Allt, alltaf, alls staðar eftir Pierre-Alain Giraud Innsýn í stofnun og starfsemi útgáfunnar Bedroom Community, hugarheim listamannanna Nico Muhly, Ben Frost, Sam Amidon og Valgeirs Sigurðssonar. Árstíðir: Þú þarft bara að vita af mér eftir Lilju Häfele Mynd um íslensku hljómsveitina Árstíðir. The Miners‘ Hymns eftir Bill Morrison Framúrstefnutónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist við nýjar og gamlar myndir um námusam- félögin í Norðaustur-Englandi. Scenes from the Suburbs eftir Spike Jonze Stuttmynd sem fylgir eftir innihaldi plötunnar The Suburbs eftir Arcade Fire. Handritið er skrifað af hljóm- sveitarmeðlimum og Jonze. Sing Your Song eftir Susanne Rostock Segir frá lífshlaupi söngvarans, leikarans og mannréttindafrömuðar- ins Harry Belafonte. In the Garden of Sounds eftir Nicolu Bellucci Óvenjuleg heimildarmynd um Wolfgang Fasser, blindan tón- og hljóðlistamann sem vinnur með fötluðum börnum. Mrs. Carey‘s Concert eftir Bob Connolly og Sophie Raymond Fylgst með tónlistarstjóra stúlkna- skóla í Sydney leiða unga flytjendur skólatónleika óperuhússins fræga í átt að fullkomnun. Auk þess var Inni, ný tónleikamynd Sigur Rósar, sýnd í vikunni á RIFF. ■ AÐRAR TÓNLISTARMYNDIR Á RIFF-HÁTÍÐINNI England og New York í forgrunni Að venju er sérstakur tónlistarmyndaflokkur hluti af dagskrá RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, sem hófst í vikunni. Kjartan Guðmundsson sá myndir um John Lennon, PJ Harvey og A Tribe Called Quest og hreifst misjafnlega mikið. ÓLÍK Söguhetjur þriggja af tónlistarmyndunum á dagskrá RIFF í ár: Q-Tip úr A Tribe Called Quest, John Lennon og PJ Harvey. NORDICPHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.