Fréttablaðið - 24.09.2011, Qupperneq 80
24. september 2011 LAUGARDAGUR48
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
Kemst þú á forsíðu
helgarblaðs
Fréttablaðsins?
Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins og þú átt
möguleika á því að komast á forsíðu næsta helgarblaðs og
vinna verðlaun. Þema myndarinnar er „Fólk um haust“.
Besta myndin verður á forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins
laugardaginn 1. október.
Myndir má senda inn til hádegis miðvikudaginn 28. september.
Hver ljósmyndari má senda eina mynd inn, fyrsta myndin gildir.
Sent er á netfangið: ljosmyndakeppni@frettabladid.is
Verðlaun fyrir bestu myndina eru leikhúsmiðar fyrir 6 manns
í Borgarleikhúsið. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru
leikhúsmiðar í Borgarleikhúsið fyrir tvo.
REGLUR
Samkeppnin stendur frá morgni 23. september til klukkan tólf á hádegi þann
28. september. Hver þátttakandi má bara senda eina mynd inn. Óheimilt er að senda
inn eða eigna sér ljósmyndir sem eru teknar af öðrum en sendanda. Myndirnar
skulu hafa verið teknar nú í haust. Áskilinn er réttur til að hafna hvaða mynd sem
er og til að breyta fyrirsögn og myndatexta í birtingu hennar, jafnframt er áskilinn
réttur til birtingar myndar á forsíðu blaðsins. Innsendar myndir eru eign höfunda, en
Fréttablaðinu og Vísir.is er heimilt að birta þær í tengslum við keppnina og í kjölfar
hennar svo fremi sem höfundarnafn sé tiltekið. Tekið er við myndum í netfanginu
ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is og skulu þær vera í nægilegri upplausn til að
birta í blaðinu. Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilisfang,
netfang og símanúmer.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. bannhelgi, 6. rún, 8. saur, 9.
skyggni, 11. guð, 12. óstilltur, 14. rófa,
16. tveir eins, 17. bar, 18. eyrir, 20.
pfn., 21. umkringja.
LÓÐRÉTT
1. íþrótt, 3. strit, 4. trjátegund, 5.
háma, 7. starfræksla, 10. ar, 13.
stormur, 15. rótartauga, 16. hald, 19.
holskrúfa.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. tabú, 6. úr, 8. tað, 9. der,
11. ra, 12. ókyrr, 14. skott, 16. tt, 17.
krá, 18. aur, 20. ég, 21. króa.
LÓÐRÉTT: 1. júdó, 3. at, 4. barrtré, 5.
úða, 7. rekstur, 10. ryk, 13. rok, 15.
tága, 16. tak, 19. ró.
Líkar þér vel við
mig? Er það allt
og sumt?! Heyrðu
góði, þú skalt reyna
aðeins betur en
það! Við erum
ástargaukar!
Tjitjing! Með því að líta
á skóna þína get ég
sagt þér hver þú ert!
Ahhh, þú ert aðstoðarkennari
í strákaskóla heyrnarskertra!
Kennir ensku og dönsku! Þú
ert hrifinn af fuglum og nan-
brauði! Þú spilar á
lútu og kýst Sam-
fylkinguna!
Jæja, ertu
alveg kjaft-
stopp? Eiginle …
Ég horfði
í augun á
henni og það
sagði mér allt!
Kexrugluð!
Þú hefur
náðar-
gáfu Jói!
Ég finn andar-
drátt þinn.
ATLOT
á göngum skólans
Ég finn
hjartslátt
þinn
Fitukirtlarnir þínir
eru einstaklega
virkir í dag.
Byrjandi Meðal-
maður
Sérfræð-
ingur
Get ég
einhvern
veginn
þénað
peninga?
Já. Þú getur þvegið bílinn, reytt arfa í
garðinum, sópað
innkeyrsluna,
eða …
Ég var svona meira
að hugsa um
arf eða eitthvað
þannig.
Að kremja hnetur, hita þær og kæla svo úr verði einhvers konar hnetu-
smjör hefur verið gert í hundruð ára.
Fyrsti maðurinn sem fékk einkaleyfi
á slíku gumsi var hins vegar Kanada-
maðurinn Marcellus Gilmore Edson
árið 1884. Fjölmargir fengu svipaðar
hugmyndir, og árið 1903 setti lækn-
irinn Ambrose Straub saman vél
sem kramdi hnetur svo úr varð
hnetusmjör. Tilgangur vélarinnar
var reyndar að koma prótíni ofan
í tannlaust gamalt fólk og doktor
Straub gerði sér eflaust ekki í
hugarlund hversu stórkostleg hug-
mynd þetta bragðgóða mauk var.
Í HUNDRAÐ grömmum
af hreinu hnetusmjöri
eru nefnilega rúm 25
grömm af prótíni og
tæp 50 grömm af
meinhollri hnetu-
fitu. Orðatiltækið um
drauminn í dósinni
hefur aldrei átt betur
við, þar sem ég vinn nú
að því að þyngja mig,
ekki létta, og smyr því
hnetusmjörinu á flest
sem ég læt ofan í mig.
ÉG HRÆRI hnetusmjöri í hafragraut-
inn á morgnana og dýfi banananum
ofan í krukkuna fyrir æfingar. Eftir
æfingar set ég vænan slurk af hnetu-
smjöri ofan í skyrið og í kaffitíma í vik-
unni prófaði ég að smyrja hnetusmjöri
á kleinu. Það kom reyndar ekki eins vel
út og það hljómaði og ekki nærri því
eins vel og þegar erlent súkkulaðistykki
fékk hnetusmjörsmeðferðina.
Á KVÖLDIN hvílir hnetusmjörskrukk-
an einmana inni í ísskáp og kallar á
mig. Ég reyni að svara ekki kallinu,
þar sem heilsuspekingar keppast við að
hallmæla því að maður borði fituríkan
mat á kvöldin. Ég læt mig hins vegar
dreyma um hnetusmjörspopp eða salt-
stangir með hnetusmjöri.
BANDARÍKJAMENN halda upp á
hnetusmjörsdaginn 24. janúar ár hvert.
Ég legg til að Íslendingar sláist í hóp
með þessum ummálsmiklu frændum
okkar og fagni þessu fituríka prótín-
mauki sem hnetusmjörið er. Sumir
segja að það geri allan mat betri. Ég
trúði því þangað til ég dýfði kleinu ofan
í krukkuna, en einhver verður undan-
tekningin að vera til að sanna regluna.
Hnetusmjörsdagurinn