Faxi - 01.07.1943, Side 13
F A X I
13
£f lnisið brennur.
Iivnð kostar nð
byggja l>«ð upp
»a .■ v;>. y
CONQUST
slökkvitæki,
eru nauðsyn-
leg og sjálf-
sögð öryggis-
ráðstöfun í
hverju húsi
og á hverjum
vinnustað.
CONQUST
slökkvitæki
hafa nú þeg-
ar bjargað
frá yfirvof-
andi eldsvoða
hér í Kefla-
vík.
CONQUST
slökkvitæki.
eru ódýr og auðveld í notk-
un og auk þess viðurkennd
af Brunabótafélagi íslands,
og veitir það afslátt af ið-
gjaldi fyrir tækin.
C O N Q U S T slökkvitæki
kosta kr. 135,00, og auka-
hleðslur kr. 12,00.
Forðist eldinn, hann getur
gert yður öreiga á svip-
stundu.
Umboð fyrir Suðurnes
HA. Vatnsnes
SÍMI 69.
SKRÍTLUR.
Ritstjóri nýs blaðs kom inn í prent-
smiðjuna, þar sem verið var að setja
blaðið. Honum var þá sagt, að efnið
væri of lítið. Það kæmi til með að
vanta hálfsíðugrein. Hér var úr vöndu
að ráða fyrir hinn lítt reynda, en á-
hugasama blaðamann. Öll brögð, bæði
leyfileg og óleyfileg, hafði hann notað
til þess að viða að sér efni, t. d. var
forsíðugrein þessa blaðs hálf vegis
hnuplað úr nýútkomnu tímariti, og nú
átti blaðið að koma fyrir almennings-
sjónir næsta dag!
Þarna lá fyrir honum þungskilin
gáta, sem hann þó fann, að varð að
ráða, til þess að bjarga sæmd sinni
og blaðsins, — og eins og himinsend
kom lausnin: — Smáletursgreinar
blaðsins skyldi prenta með stóru letri,
við það minnkaði hið auða rúm. Þetta
var nú gert og þó vantaði enn sem
svaraði einum dálki. Nú voru góð ráð
dýr! En eftir nokkur hellabrot og
vangaveltur settist hinn aðþrengdi
píslarvottur blaðamennskunnar niður
og skrifaði stórletrað greinarkorn þess
efnis, að sökum þrengsla í blaðinu,
yrði fjöldi greina, sem því hefði borizt,
að bíða, og væru höfundar þeirra beðnir
að virða það til betri vegar.
Greinarkorn þetta nægði til þess að
fylla auða dálkinn og nú var gátan
ráðin, blaðinu borgið og á morgun
mundi fólkið sjá, að hér var á ferðlnni
merkilegt blað, sem fleiri vildu skrifa
í en hægt væri að sinna.
Þessi kænlega lausn á erfiðu vanda-
máli er nú fræg orðin og á hvers
manns vörum, og má vænta þess, að
höfundi hennar verði sýndur sómavott-
ur af stallbræðrum hans fyrir þessa
snjöllu og frumlegu uppfynding á sviði
blaðamennskunnar.
ÚR FLÆÐARMÁLINU
(Framh.)
Sýslunefnd Gullbringusýslu
hélt aðalfund sinn dagana 31. maí
og 1. júní s. 1.
í árslok 1942 voru eignir sýslunnar
kr. 53.236,87, en skuldir kr. 14.550,00.
Þessar samþykkir voru gerðar helzt-
ar. — Styrkveitingar: Til Búnaðar-
sambands Kjalamessþings kr. 550,00;
til reksturs sundlaugarinnar í Kefla-
vík kr. 2000,00, til unglingaskóla
í Keflavík kr. 450,00, í Sandgerði kr.
350,00, í Gerðum kr. 350,00, tU Nýja
stúdentagarðsins kr. 5000,00 (1942 voru
veittar kr. 5000,00), til Varaósvita kr.
100,00, til Þorbjargar Benónýsdóttur
ljósmóður kr. 100,00, auk verðlagsupp-
bótar, til verkamannaskýlis í Kefla-
vík kr. 1000,00. Þá var samþykkt að
veita kr. 20,00 í styrk með hverju
fullnaðarprófsbarni í sýslunni utan
Keflavíkur, til sundnáms, i 10 daga að
minnsta kosti á árinu.
Verkalýðs- og sjómannafél. Keflavíkur
aðalfund sinn 30. maí síðastliðinn.
Félagið telur nú um 300 félaga. í árs-
lok 1942 voru eignir félagsins kr.
13.557,37. ■— Auk félagsmála, sem rædd
voru á fundinum og gerðar samþykktir
um, var eftirfarandi tillaga samþykkt:
„Fundurinn samþykkir að V. S. F. K.
beiti sér fyrir því að starfandi félög hér
£ Keflavík haldi sameiginlega skemmt-
un og renni ágóði þeirrar skemmtunar
til sjúkrahúsbyggingar þeirrar, sem í
ráði er að reist verði hér á næstunni.
Skemmtunin sé haldin á þeim tíma,
sem heppilegastur telzt og kjósi félög-
in 2 menn hvert er sjái um skemmt-
unina.
Nýkomið: Svefnpokar, tjöld og stormblússur
Bókabúð Krísfíns Péturssonar
Aðalgötu 10 - Keflavík
Keflvíkingar!
Barnaregnkápur
á 5 til 10 ára börn.
Ella Ólafs
Rottueitur
Rottugildrur
Flugnaveiðarar
Flugnasprautur
og vökvi-
VATNSNES h.f.