Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1961, Page 2

Faxi - 01.02.1961, Page 2
18 F A X I kom sér vel, þar sem enn vantaði mikið magn í þá sölusamninga, sem gerðir höfðu verið um Suðurlandssíldina. Þó reyndist síldin ekki nægjanlega feit fyrir Rússland, sem var stærsti kaupandinn. Þar sem svo mikil síld barst að á skömm- um tíma, var hér mikið að gera, enda var unnið dag og nótt af konum og körlum við að koma síldinni í tunnur og frysti- tæki, en eins og menn vita, er síldin við- kvæmt hráefni, sem meðhöndla þarf af stökustu varfærni, ef hún á að verða góð vara. Vetrarsíldveiðar þessar mega vissulega teljast merk nýjung í atvinnu- og fram- kvæmdalífi okkar á þessum árstíma, sem kann að verða upphaf að þáttaskilum í starfssögu útvegsins. I þessu tilefni aflaði blaðið sér nokkurra svipmynda frá einni söltunarstöðinni, þar sem allt var í full- um gangi. Sýna myndirnar betur en orð fá lýst hið mikla og margbreytilega starf, sem fram fer við síldarsöltun, en þær eru Síldarstúlkur hjá h.f. Röst í fullum söltunarskráða. Pækilgatið borað á tunnuna. teknar í söltunarstöðinni RÖST h.f. í Keflavík, af Heimi Stígssyni. Nú er búið að uppfylla þá samninga, sem gerðir voru um Suðurlandssíldina, að undanskildum samningunum við Rúss- land, en eins og fyrr er sagt, var fitumagn þessarar síldar of lítið fyrir þá samninga. Tunnan tekin frá söltunar- stúlkunni. Tunnunum velt á „lager“ til geymslu.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.