Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 53

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 53
F A X I 209 ar, að þær tali á þrettándanótt, — hina síð- ustu jólanótt. A jólanótt er það, að „kirkjugarður rís“, en það er í því fólgið, að allir hinir dauðu í kirkjugarðinum rísa úr gröfunum, og koma saman í kirkjunni, og halda þar guðsþjónustu. Á jólanóttina verða selirnir að mönnum, svo sem þeir voru upphaflega, því þeir eru allir komnir af Faraó og hans liði, er varð að selum í hafinu rauða. Á jólanóttina eru alls konar vættir á ferð- inni, illar og góðar. Ein af þeim er jóla- kötturinn. Hann gjörir engum mein, sem fær einhverja nýja flík fyrir jólin, en liinir „fara í jólaköttinn“, en það er í því fólgið, að jólakötturinn tekur þá, eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra. Sumir segja og, að þeir, sem fari í jóla- köttinn, eigi að bera hrútshorn í hendinni, þangað sem þeir eru fæddir. Þykir sú skrift bæði hörð og óvirðuleg, sem von er. Þess vegna leitast allir við, að gjöra sig þess maklega af foreldrum sínum og húsbænd- um, að þeir fái einhverja nýja flík fyrir jólin, svo þeir fari ekki í bannsettan jóla- köttinn. Á jólanóttina koma jólasveinarnir ofan af fjöllunum. Þeir eru ýmist taldir 13 eða 9. Þeir vilja fá sinn skerf af jólamatnum og öðru því, sem til fangaðar er haft. Kertasníkir vill fá kerti, Kjötkrókur vill fá kjöt og Pottasleikir vill fá að sleikja innan pottinn o.s.frv. Jólasveinarnir geta verið viðsjálsgripir, eins og sjá má á vís- unni: Jólasveinar einn og átta, o.s.frv., sem flestir kunna. Þá er og huldufólkið á ferðinni. Það fer inn í bæina, og heldur þar dansa og veizl- ur. Það þarf margs að gæta til þess að styggja ekki huldufólkið, því það er illt viðureignar, ef því mislíkar, og má þá við öllu illu búast af því. Það var því ekkert gaman að vera einn heima á jólanóttina í gamla daga, þegar annað fólk var farið til tíða. Margt var gjört til þess að fagna huldufólknu sem bezt og forðast reiði þess. Húsbóndinn eða húsmóðirin gekk þrisvar sinnum sólarsinnis kringum bæinn og bauð huldufólkinu heim með þessum orðum: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja og fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu“. Þegar huldu- fólkið kemur og sér að allt er þvegið og hreint, og allur bærinn svo vel lýstur, að hvergi ber skugga á, þá hýrnar yfir því og þá segir það: „Hér er bjart og hér er hreint og hér er gott að leika sér“. En ef það sér kvæmdir eftir áramótin, ef ekkert ófyrir einhver óhreinindi, eða að einhvers staðar er skuggsýnt, segir það: „Hér er ekki bjart og hér er ekki hreint og hér er ekki gott að leika sér“. Má þá jafnan búast við ein- hverju illu af því. Margs konar illar og óhreinar vættir eru á ferðinni á jólanóttina, aðrar en jólakött- urinn, jólasveinarnir og huldufólkið. Eru þær allar mjög viðsjárverðar. Þó gjöra þær ekki mein, ef allt er hreint og bjart og þær verða ekki varar við neinn gáska eða létt- úð, og þó sérstaklega, ef þeir, sem heima eru, sitja við að lesa í einhverri góðri guðs- orðabók. Engin ill vættur þolir að heyra nafn Jesú nefnt eða nafn Guðs. Eg skal að lokum segja eina stutta sögu, sem sýnir það. Einu sinni voru nokkur börn heima á jólanóttina, en allt fullorðna fólkið hafði farið til tíða. Þeim höfðu verið gefnir fagurrauðir sokkar. Þau léku á gólfinu með jólakertin sín í höndunum, og lá nú heldur en ekki vel á þeim. Einkum fannst þeim mikið til um rauðu sokkana sína, og þótti hverju fyrr sig sínir sokkar vera fallegastir. „Sko minn fót, sko minn fót!, sko minn rauða fót!“ sögðu þau. Þá er sagt á glugganum með ógurlega þungri og drynjandi röddu: „SKO MINN FÓT, SKO MINN FÓT, SKO MINN GRÁA DINGULFÓT.“ Öll börnin urðu dauðhrædd nema yngsta barnið, það var milli vita og kunni því ekki að hræðast eins og hin börnin. Það kallaði út í gluggann og sagði: „Ert þú Jesús Kristur, sem fæddist í nótt?“ Þá þagnaði þessi voðarödd á augabragði og bar eigi á henni framar. Hafði þetta verið einhver ill vættur, sem vildi taka börnin, en þoldi eigi að heyra nafn Jesú nefnt. Ef allt fer vel og siðsamlega fram á jól- unum, þarf eigi að óttast, að illar vættir geti gjört mein. Það er því eigi að undra, þótt allir hlakki til jólanna, — eigi að undra, þótt börnin segi, þegar jólin nálg- ast: „Kátt er á jólunum, koma þau senn“, því að þá er meira um dýrðir, en á nokk- urri annarri hátíð. Það sem þó sérstaklega einkennir jólin, er hreinleikinn á öllu og hinn mikli ljósa- fjöldi. Því eru jólin stundum kölluð „hin mikla ljósahátíð“. Birtan af hinum mörgu ljósum verður svo einkennilega fögur og dýrðleg á jólanóttina, einmitt af því, að náttmyrkrið er þá svo svart, því að þá er sá tími ársins, að nóttin er allra lengst og dimmust. Þessi mikla ljósdýrð í nátt- myrkrinu minnir þá ósjálfrátt á ljósið, sem skín í myrkrinu, — ljósið, sem skín í myrkri heimsins við komu frelsarans. Hversu allt er Ijósum lýst á jólunum, og hversu allt, sem þá mætir auganu er þvegið og hreint, minnir ósjálfriátt á það, að í hjarta mannsins á allt að vera bjart og hreint, svo að frelsarinn geti einnig fæðzt þar, og þar verði dýrðleg og gleðileg jól. „Kirkjublaðið“. Sæm. Eyjólfsson. Leiði óþekkta sjómannsins. I tveimur síðustu tbl. Faxa er vikið að leiði „óþekkta sjóhannsins“ í Keflavíkur- kirkjugarði. Þar sem máli þessu er að nokkru leyti beint til okkar, viljum við upplýsa eftir farandi: Leiði þetta er þannig til komið, að fyrir um þrjátíu árum síðan komu mannabein í dragnót á báti Alberts Bjarnasonar í Kefla- vík, og lét hann smíða utan um beinin og jarðsetja í kirkjugarðinum við leiði föður síns, Bjarna Ólafssonar útvegsbónda. Nú er þarna mjög þröngt, þar sem önnur leiði eru þar þétt að á alla vegu, — en þegar sjómannadagurinn var tekinn hér upp í því formi, sem verið hefur, undan farin ár, þótti mjög viðeigandi að hafa einn þátt í hátíð sjómannadagsins, að leggja blómsveig á leiði óþekkta sjómannsins. Þetta var gert og hefur verið fastur liður í sjómannadeg- inum, og þetta umrædda leiði varð fyrir valinu um stundar sakir. Við létum einnig umræddan trékross á leiðið fyrir nokkrum árum. Við höfum haft hug á að reisa minnis- merki sjómanna í kirkjugarðinum, en til þess þarf að fá annað rúm í garðinum, svo slíkt minnismerki njóti sín vel, en af ýms- um ástæðum hefur ekki orðið úr fram- kvæmdum enn. Að lokum þetta. — Verið allir velkomnir til starfa fyrir sjómannadaginn, bæði þið, sem eitthvað hafið við okkar gjörðir að athuga og allir aðrir velunnarar sjómanna. Með þökk fyrir birtinguna Sjómannadagsráð. Til viðbótar þessu innleggi í málið, hefir Faxa borist önnur grein frá Ragnari Guð- leifssyni, sem birtist í næsta blaði. — Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.