Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 5
F A X I 161 Sigurður Halldórsson, Ingibjörg Magnúsdóttir. talaði Anna dönsku, svo að þetta var æski- legt heimili til að kynna útlendri konu íslenzkt alþýðuheimili. Var þetjta auð- sótt mál. Þessi heimsókn, frú Asu Olav- son, var þessum 'konum báðum til óbland- innar ánægju. Dáðist frú Ása Olavson mik- ið að þessu heimili, sem geymdi innan smárra veggja slíka menningu og nefndi þá til húsbóndann, sjú'klinginn, í litlu bað- stofunni, sem leit út, eins og hann væri á bezta spítala. Nefni ég þetta atvik hér til þess að sýna, hve útlend menntakona kunni vel að meta þetta heimili. Magnús Engilbertsson var fæddur 13. apríl 1837 á Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll- um. Foreldrar hans, Engilbert bóndi þar Olafsson og kona hans Guðfinna f. 14. okt. 1807 Gísladóttir bónda í Hallgeirsey í Landeyjum Jónssonar. Magnús var albróð- ir Gísla verzlunarstjóra í Vestmannaeyj- um f. 1834 d. 1919 Engil'bertssonar. Munu þeir bræður hafa verið mjög líkir í sjón. Karlleggur þeirra bræðra er rakinn í ætt- um Síðupresta bls. 424. Anna kona Magnúsar, hét fullu nafni Anna Þorbjörg. Hún var fædd i Stykkis- hólmi 7. ágúst 1836. Foreldrar hennar voru Gísli Helgason og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Bjuggu þau í Stykkishólmi nokkur ár og fæddist þeim sonur þar 1839, er skírður var Jón. Árið 1844, fluttist Ingi- björg suður til KeflaVÍkur með Onnu dótt- ur sína, var Ingibjörg þá orðin ekkja. Komu þær mæðgur með kaupmannshjón- unum Marteini Smith og konu hans Ragn- heiði Bogadóttur fræðimanns á Staðar- felli Benediktssonar. Varð Smith þá for- stjóri Keflavíkurverzlunarinnar í fjögur ár, eða þar til Duus keypti verzlunina 1848, en þá flutti Smith og fjölskylda hans til Kaumanna’hafnar. Ingibjörg dvaldist ekki nema tvö ár í kaupmannshúsinu, því að hún gerðist bú- stýra hjá Sigurði Arngrímssyni frá Ár- gilsstöðum, sem þá bjó í smiðjunni ókvæntur. Var bærinn á þeim árum nefndur Sigurðar-Smiðja. Hann var vel hagur maður og mun sjálfsagt hafa stund- að smíðar þar. Sigurður andaðist 2. maí 1857. Hafði hann áður lengi legið rúm- fastur, hefur Ingi'björg án efa stundað hann vel. Hann arfleiddi hana og Onnu dóttur hennar, er hann nefndi uppeldis- dóttur, að öllum eigum sínum skuldlaus- um. Þannig varð Smiðjan eign þeirra mæðgna. Ingibjörg andaðist 17. maí 1878, hjá Onnu dóttur sinni. „Ráðvönd kona og vel látin“ segir séra Sigurður Sívertsen. Ingibjörg var fædd vestur í Arnarfirði um 1880. Hún var tvígift. Fyrri maður 26. að finna foreldra hennar, svo öruggt sé. Gísli, faðir Önnu, var fæddur í Fremri- Langey í Dalasýslu 1794. Foreldrar hans voru Helgi Ivarsson og kona hans Sól- veig Egilsdóttir. Þau bjuggu í Fremri- Langey 1801, síðar í Arnaibæli á Fells- strönd. Gísli skildi við Ingibjörgu konu sína og mun hafa eftir það dvalist, eink- um, í Dölum, vann að smíðum, einkum járnsmíði. Hann drukknaði á ferð í Haukadalsá 29. okt. 1861. Hafði Gísli á sér 90 rd., er hann hafði erft eftir Sigríði vefjarkonu, systur sína, er lengi 'hafði verið á Staðarfelli. Fannst lík Gísla og komust peningarnir til skila. Þeim hjónum, Magnúsi Engilbertssyni og Önnu Gísladóttur, varð tveggja barna auðið. 1. Engilbert Magnússon f. 5. jan. 1876. Skipstjóri, bjó í Reykjavík. Árið 1906 varð Ingibjörg Jónsdóttir. Ingibjörg Magnúsdóttir, Eyvindur Eyvindsson. hann skipstjóri á Keflavíkinni, eign Duus- verzlunarinar. Varð hann mjög farsæll í Skipstjórn, bæði á því skipi og öðrum, er 'hann stýrði. Engil'bert lézt 28. júní 1955. Kona hans 4. nóv. 1916 Guðmunda Þór- unn f. 20. jan. 1893 Gísladóttir bónda á Eyrarbakka, Jónssonar. (P. Z. Víkings- lækjarætt bls. 494—495). Þau hjón voru barnlaus. 2. Ingibjörg Magnúsdóttir f. 2. mat 1880. Hún var tvígift. Fyrri maður 26. nóv. 1905 Eyvindur Eyvindsson skipstjóri f. 13. febr. 1880 á Eyrarbakka, sonur hjón- anna Eyvindar Jónssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Eyvindur var um tíma í Keflavík og var þá stýrimaður á Keflavíkinni. Árið 1906 var hann stýrimaður á fiskiskipinu Sophie Weatly. Það skip fórst, með allri áhöfn, út af Mýrum 7. apríl 1906, í mannskaðaveðr- inu mikla. Seinni maður Ingibjargar 17. júní 1916 var Sigurður Halldórsson trésmíðameist- ari í Reykjavík f. 10. júlí 1875, d. 3. jan. 1952. Bæði hjóna'bönd Ingibjargar voru barnlaus, en fóstursonur þeirra Sigurðar er Ingi Eyvinds, kennari í Reykjavík, syst- ursonur Eyvinds skipstjóra, fyrri manns Ingibjargar. Frú Ingibjörg Magnúsdóttir andaðist 8. nóv. 1949. Hafði hún verið mikil myndar- og rausnarkona og tryggðavinur öllum þeim, er hún batt vinskap við. Magnús Engil'bertsson andaðist 24. febr. 1902. Á því sama ári, flutti Anna og börn hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.