Faxi - 01.12.1961, Síða 5
F A X I
161
Sigurður Halldórsson, Ingibjörg Magnúsdóttir.
talaði Anna dönsku, svo að þetta var æski-
legt heimili til að kynna útlendri konu
íslenzkt alþýðuheimili. Var þetjta auð-
sótt mál. Þessi heimsókn, frú Asu Olav-
son, var þessum 'konum báðum til óbland-
innar ánægju. Dáðist frú Ása Olavson mik-
ið að þessu heimili, sem geymdi innan
smárra veggja slíka menningu og nefndi
þá til húsbóndann, sjú'klinginn, í litlu bað-
stofunni, sem leit út, eins og hann væri
á bezta spítala. Nefni ég þetta atvik hér
til þess að sýna, hve útlend menntakona
kunni vel að meta þetta heimili.
Magnús Engilbertsson var fæddur 13.
apríl 1837 á Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll-
um. Foreldrar hans, Engilbert bóndi þar
Olafsson og kona hans Guðfinna f. 14.
okt. 1807 Gísladóttir bónda í Hallgeirsey í
Landeyjum Jónssonar. Magnús var albróð-
ir Gísla verzlunarstjóra í Vestmannaeyj-
um f. 1834 d. 1919 Engil'bertssonar. Munu
þeir bræður hafa verið mjög líkir í sjón.
Karlleggur þeirra bræðra er rakinn í ætt-
um Síðupresta bls. 424.
Anna kona Magnúsar, hét fullu nafni
Anna Þorbjörg. Hún var fædd i Stykkis-
hólmi 7. ágúst 1836. Foreldrar hennar voru
Gísli Helgason og kona hans Ingibjörg
Jónsdóttir. Bjuggu þau í Stykkishólmi
nokkur ár og fæddist þeim sonur þar 1839,
er skírður var Jón. Árið 1844, fluttist Ingi-
björg suður til KeflaVÍkur með Onnu dótt-
ur sína, var Ingibjörg þá orðin ekkja.
Komu þær mæðgur með kaupmannshjón-
unum Marteini Smith og konu hans Ragn-
heiði Bogadóttur fræðimanns á Staðar-
felli Benediktssonar. Varð Smith þá for-
stjóri Keflavíkurverzlunarinnar í fjögur
ár, eða þar til Duus keypti verzlunina
1848, en þá flutti Smith og fjölskylda
hans til Kaumanna’hafnar.
Ingibjörg dvaldist ekki nema tvö ár í
kaupmannshúsinu, því að hún gerðist bú-
stýra hjá Sigurði Arngrímssyni frá Ár-
gilsstöðum, sem þá bjó í smiðjunni
ókvæntur. Var bærinn á þeim árum
nefndur Sigurðar-Smiðja. Hann var vel
hagur maður og mun sjálfsagt hafa stund-
að smíðar þar. Sigurður andaðist 2. maí
1857. Hafði hann áður lengi legið rúm-
fastur, hefur Ingi'björg án efa stundað
hann vel. Hann arfleiddi hana og Onnu
dóttur hennar, er hann nefndi uppeldis-
dóttur, að öllum eigum sínum skuldlaus-
um. Þannig varð Smiðjan eign þeirra
mæðgna. Ingibjörg andaðist 17. maí 1878,
hjá Onnu dóttur sinni. „Ráðvönd kona
og vel látin“ segir séra Sigurður Sívertsen.
Ingibjörg var fædd vestur í Arnarfirði um
1880. Hún var tvígift. Fyrri maður 26.
að finna foreldra hennar, svo öruggt sé.
Gísli, faðir Önnu, var fæddur í Fremri-
Langey í Dalasýslu 1794. Foreldrar hans
voru Helgi Ivarsson og kona hans Sól-
veig Egilsdóttir. Þau bjuggu í Fremri-
Langey 1801, síðar í Arnaibæli á Fells-
strönd. Gísli skildi við Ingibjörgu konu
sína og mun hafa eftir það dvalist, eink-
um, í Dölum, vann að smíðum, einkum
járnsmíði. Hann drukknaði á ferð í
Haukadalsá 29. okt. 1861. Hafði Gísli á sér
90 rd., er hann hafði erft eftir Sigríði
vefjarkonu, systur sína, er lengi 'hafði
verið á Staðarfelli. Fannst lík Gísla og
komust peningarnir til skila.
Þeim hjónum, Magnúsi Engilbertssyni
og Önnu Gísladóttur, varð tveggja barna
auðið.
1. Engilbert Magnússon f. 5. jan. 1876.
Skipstjóri, bjó í Reykjavík. Árið 1906 varð
Ingibjörg Jónsdóttir.
Ingibjörg Magnúsdóttir, Eyvindur Eyvindsson.
hann skipstjóri á Keflavíkinni, eign Duus-
verzlunarinar. Varð hann mjög farsæll í
Skipstjórn, bæði á því skipi og öðrum, er
'hann stýrði. Engil'bert lézt 28. júní 1955.
Kona hans 4. nóv. 1916 Guðmunda Þór-
unn f. 20. jan. 1893 Gísladóttir bónda á
Eyrarbakka, Jónssonar. (P. Z. Víkings-
lækjarætt bls. 494—495). Þau hjón voru
barnlaus.
2. Ingibjörg Magnúsdóttir f. 2. mat
1880. Hún var tvígift. Fyrri maður 26.
nóv. 1905 Eyvindur Eyvindsson skipstjóri
f. 13. febr. 1880 á Eyrarbakka, sonur hjón-
anna Eyvindar Jónssonar og Ingibjargar
Jónsdóttur.
Eyvindur var um tíma í Keflavík og var
þá stýrimaður á Keflavíkinni. Árið 1906
var hann stýrimaður á fiskiskipinu Sophie
Weatly. Það skip fórst, með allri áhöfn, út
af Mýrum 7. apríl 1906, í mannskaðaveðr-
inu mikla.
Seinni maður Ingibjargar 17. júní 1916
var Sigurður Halldórsson trésmíðameist-
ari í Reykjavík f. 10. júlí 1875, d. 3. jan.
1952. Bæði hjóna'bönd Ingibjargar voru
barnlaus, en fóstursonur þeirra Sigurðar
er Ingi Eyvinds, kennari í Reykjavík, syst-
ursonur Eyvinds skipstjóra, fyrri manns
Ingibjargar.
Frú Ingibjörg Magnúsdóttir andaðist 8.
nóv. 1949. Hafði hún verið mikil myndar-
og rausnarkona og tryggðavinur öllum
þeim, er hún batt vinskap við. Magnús
Engil'bertsson andaðist 24. febr. 1902. Á
því sama ári, flutti Anna og börn hennar